Ástráður

Hvítbók

by on Mar.31, 2016, under Hlekkur 6

Afréttur

Égvaldi mér hugtakið afréttur því í lagalegum skilningi er það svolítið einstakt.

Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda,
þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, 
1. gr. Jarðalög nr. 81/2004, 
2. gr. Lög um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, 3. gr.
Segir að afréttur sé:

Landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé.

Og þó að útskýringin sé mjög einföld þá lendir hún undir fleiri hugtökum eins og Eignarland  og Þjóðlenda. Bæði eru bloggfærsla fyrir sjálfan sig en til þess að ná hvað þau eru um er  Eignarland  Það sem einstaklingur á, og gilda öll eignarréttindi og öll venjuleg eignarráð, en Þjóðlenda: Landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Afréttur hefur verið kallaður bæði og líka hvorugt, en þó oftar undir þjóðlendu, eins og þessi síða segir. Hafa skal þó í huga að afréttur er ekki notað sem lýsingu á ákveðnu eignarformi, heldur frekar nýtingu lands.

Heimildir

Óbyggðanefnd

Hvítbók

Leave a Comment more...

Vika 4

by on Feb.24, 2016, under Hlekkur 4

Mánudagur

Við byrjuðum vikuna á góðri nearpod kynningu um segulmagn og eiginleika þess, hvernig það virkar í sambandi við rafmagn. Lærðum um hvaða málmar eru segulmagnaðir og hvernig þeir virka og afhverju þeir eru segulmagnaðir, töluðum líka um segulsvið, hvernig það er alltaf í bogum og hversu mikið segulsviðið er í rafmagni

Miðvikudagur

Miðvikudagurinn var fjölbreyttur, við byrjuðum á myndbandi um rafmagn og segulsvið og við svörðum spurningum í könnun á meðan, sem var bara fyrir okkur sjálf, könnunin gekk vel og æi endann fór Gyða yfir með okkur hvað var rangt og hvað var rétt. Svo eftir það fórum við í hringborð, við vorum skipt í hópa til þess að fá surningar og umslag og áttum við að svara þeim að bestu getu, en tíminn fyrir hverja spurningu var stuttur, því eftir að tíminn var búinn færðust umslögin um eitt borð og önnur spurning var gefin upp til þess að svara og var hún svo sett í umslagið. Eftir að allir voru búnir að svara og umslögin voru kominn einn hring voru þau opnuð og hóparnir áttu að velja besta svarið sitt. Tíminn var því af skortnum skammti og mjög fjölbreyttur.

Það var ekki tími á fimmtudaginn vegna myndatöku

Hvað er segull?

Segull er hlutur sem er með segulmagn, þ.e. myndar segulssvið, hann hefur tvö skaut, norður- og suðurskaut sem eiga þá eiginleika að andstæðir seglar dragast að hvor öðrum, til eru mismunandi seglar, Sísegull heldur segulsviði sínu lengi því hann er úr mjög segulmögnuðu efni. Rafsegull er sanspóla, venjulega með járnkjarna sem að myndar segulsvið þegar rafmagni er hleypt í gegnum hann.

Upplýsingar fengnar á vísindavefnum

Leave a Comment more...

Vika 3

by on Feb.18, 2016, under Hlekkur 5

Mánudagur

Við byrjuðum daginn á því að kíkja á blogg, svo fórum við yfir í að tala um raðtengdar og hliðtengdar straumrásir og enn meira um viðnám tengt Ohm lögmálinu. Svo kíktum við á nokkrar vefsíður, t.d. Kvistir og fræðsla frá MH.

Ég var veikur miðvikudaginn

 

Það var skíðaferð á fimmtudaginn

Leynilegur foss í Hrunamannahreppi

Leave a Comment more...

Vika 2

by on Feb.15, 2016, under Hlekkur 5

Mánudagur

Þessi vika var full af upplýsingum, við byrjuðum vikuna á Nearpod kynningu um rafmagn. Rafmagn verður til vegna rafhleðsla hvort sem þær eru kyrrstæðar(stöðurafmagn), eða rafstraumur þegar hann hreyfist. Við lærðum þó ekki beint um jarfnstraum og riðstraum AC/DC. Við lærðum um rafhrif, rafspennu og lögmál Ohms (I=V/R)

Miðvikudagur

Hér var stöðvavinna og ég og Hannes gerðum stöð 2, 16 og 12, loks enduðum við á stöð 13. Vegna tækniörðuleika get ég ekki komið myndinni hingað inn, en ég skal reyna að gera stuttan úrdrátt úr því sem ég gerði.

2. Við einfaldlega prófuðum nokkur phet forrit, t.d. Balloons og annað sem heitir static effectts og svo gerðum við leik um Ohm’s law, sem fjallaði um voltage og resistance

16. Við skoðuðum vef landsvirkjunaer um vindmyllur og hvað þær geta

12. Þar var síða með leikjum, þú áttir að griena rafmagn mismunandi hluta, og margt annað skemmtilegt

13. Þetta var skemmtilegasta stöðin, hér átti að setja upp rafmagn stöð og leika sér með hljóð og önnur tæki

Skóli var ekki vegna veðurs

Leave a Comment more...

Vika 1

by on Feb.04, 2016, under Óflokkað

Mánudagur

Þessi vika var afar róleg, vðeyddum mánudaginum í að skoða vísindavöku myndbönd sem að komu vel út og allir skiluðu á réttum tíma, og svo höfðum við það bara rólegt

Miðvikudagur

Hér fengum við kynninug um það að við værum að fara í nýjan hlekk, um rafmagn og orku. Nearpod kynning var sett í gang og var hún aðalega um hugtökin og svo um baráttuna fyrir fossana. Gyða sagði okkur líka að við værum að fara að skoða meira rafmagn heldur en eitthvað annað

Fimmtudagur

Við eyddum þessum tíma einfaldlega í að blogga um vísindavökuna og hvað við gerðum og hvað okkur fannst flottast.

Leave a Comment more...

Vísindavaka

by on jan.28, 2016, under Hlekkur 4

Vísindavaka 2016

Ég Hannes og Hörður völdum okkur saman og ákváðum við að prófa svolítið kúl, Oobleck á hátlara.

Inngangur: Okkar tilraun snýst um að skoða hvað er hægt að gera með Oobleck og hvernig það er að setja það á hátalara. Við vissum ekki hvernig hátalara væri best að nota, og þó að við vildum nota sterkann bassa (Subwoofer) urðum við að sætta okkur við annað. Við tókum hátalarann sem tengdur vað við útvarp, tengdum útvarpið við tölvu og fengum hann til að framkalla hljóð þannig. Oobleck er einfaldlega kartöflumjöl og vatn blandað saman, og það hegðar sér eins og non-newtonian fluid (betur útskýrt í myndbandi) Við verndum svo hátalarann með plasti og sjáum svo hvernig 20 ml af oobleck hagar sér

Framkvæmd: 

Við setjum 2dl af kornserkju á móti einum dl af vatni

Hrært varlega, annars harnar

Hátalari snýr upp plastpoki yfir til að vernda

Tölvugræjur tengdar og 20ml af Oobleck settar á hátlarann til að byrja með

Efni og Áhöld:

Dl mál

Skál

kornsterkja/kartöflumjöl

Hátalari Sem nær yfir 80dl

Eitthvað sem gefur frá sér hljóð og tengist í 3.5 mm aux tengi

ml mál

Niðurstöður: Við komumst að því að yfir 80 db hreyfðist oobleckið mest, tíðnin skiðti ekki það miklu máli. Eftir að hafa prófað margar tíðnir var prófað að taka smá burt og sjá hvort það hegðaði sér öðruvísi, og því miður sáum við litla breytingu.

And now some honorable mentions

Leave a Comment more...

Avatar

by on jan.18, 2016, under Óflokkað

Myndin Avatar er ein mest selda mynd einhverntíman byggð og sú dýrasta. Hún hélt metinun fyrir mesta gróðann í bíósölum áður en Star Wars Episode 7: The Force Awakens tók yfir en það er samt glæsilegt afrek fyrir fyrstu mynd af myndaröð sem bíður 7 ár þangað til að næsta mynd kemur út.

 

Hún hefur þann eiginleika sem engar aðrar myndir hafa að sagan bakvið hana er trúverðug, og einstök. Engin önnur mynd hefur kafað það djúpt í baksögu myndarinnar jafnmikið og Avatar hefur gert, myndin er staðset í Alpha Centauri kerfinu, sem er u.þ.b. 4.37 ljósár í burtu. Pandora er tungl sem hringsólast gasrisann Polyphemus. Eitt sem að mér fanst mjög áhugavert er að á Pandoru, hvar þú ert breytir hvernig sjóndeildarhringurin lítur út, og Na’vi fólkið litar hörund sitt með þessum litum, t.d. ef að Na’vi er svokallaður „Skydiver“ þá litar hann hörund sitt eftir þeim lit sem hann sér á þeirri hæð sem hann býr. Þannig geta Na’vi fólkið fljótt séð hvaðan þeir eru og hvað þeir gera.

 

Na’vi Taugatenging

Fljótt á litið getur taglið á Na’vi fólkinu litið út sem eins og venjulegur hárvalkostur hjá þessu fólki, en það gæti ekki verið lengra frá sannleikanum, taugatenging Na’vi fólksins er einstakt fyrirbæri sem að finnst hvergi annarstaðar í þekkjanlega heiminum. Með þessari taugatengingu geta Na’vi fólkið tengst lifandi verum og fundið fyrir þeirra hreyfanlegu jafnsem sálarlegu orku. Allt Na’vi fólk reiðir á þetta í sínu daglega lífi og án þess myndu þau svo sannarlega ekki lifa jafn áhugaverðu lífi og þau gera nú. Nærri öll dýr hafa þessa tengingu, jafnvel rándýrin og nota öll dýr þessa taugatengingu til þess að tengjast Eywu og plánetunni allri.

 

Hammerhead Titanothere

Mín uppáhalds dýr voru þessi nashyrnyngslegu, risastóru, svakalegu og svo sannarega einstöku dýr. Þessar grasætur ferðast um í hjörðum, einstaklega verndandi um svæðið sitt og heldur sig við mikilvægt stigveldi. Þegar þau dýr eru reitt til reiði (sem þau eru oft) sýna þau ógn sýna stögugt til apð vernda sinn stað innan hjarðarinnar og fyrir rándýrum. Þau eru ein sterkustu dýr á Pandoru og sýna þau þann styrk með því að beygja niður hornin, þannig að horniin séu í beinni línu við búkinn og hleypur af stað og sendir frá sér svo mikinn kraft í höggi sínu að það nægir til þess að senda stórt högg til heimatrés, með nokkrum höggum jafnel taka það niður. Ólíkt venjulegum hornum eru horn ungra Titanothere er ekki gerð úr beini heldur frekar brjóski sem gerir því kleift að beygjast, þegar dýrið fer í gegnum þrangar farir meðan það lærir hvar það skal vera og hvar ekki en þegar það þroskast og eldist verða hornin að föstu beini. Þeir hafa slæma fjarsýni en bæta upp fyrir það með einstaklega góðri heyrn og lyktarskyni. Titanothere hefur stórar brynplötur sem vernda líkamann og sterk bein sem vernda það gegn nærri öllum hættum, þ.á.m. thanator og leonopteryx

Leave a Comment more...

Þurrístilraunir

by on Des.17, 2015, under Óflokkað

Miðvikudaginn 16. desember fengum við það verkefni að pófa eins og við gátum með þurrís og alla hans eiginleika.

Aðal munur á milli þurrís og venjulegs klaka er að þurrís er gerður úr koltvíoxíð (CO2) og það að hann „bráðnar“ allt allt öðruvísi en venjulegur ísmoli. Venjulegur ísmoli bráðnar í vatn og ef hann hitnar meira breytist hann í gufu, en þurrís fer beint í gufu þegar hann „bráðnar“ og kallast það þurrgufun.

Margar  stöðvar voru til að prófa og byrjuðum við Hannes á því að prófa sinnepsdollur, setja þurrís í þær og setja svo heitt vatn, og loka svo stútinum. Við gerðum það við nokkrar og ger’um einskonar lest.

Svo fórum við í að gera þurrís sápukúlu, með því að setja þurrís og nóg af heitu vatni í skál, sápubleyta tusku og renna henni svo yfir skálina og mynda einskonar stóra sáðukúlu sem að stækkaði þangað til að hún sprakk með svakalegu sjónarspili.

Eftir það gerðum við eina af mest áhugaverðum stöðvunum, það var að blása sápukúlu ofaní fiskiker með þurrís í botninum, ef það tókst og hún hélst á lofti þá tókum við eftir því að hún stóð eiginlega alveg kjurr í búrinu, fór ekki niður né upp. Eftir að spegúlera mikið fundum við það útt að sápukúlan hélst á lofti vegna fyrirnefndu þurrgufunar. Þurrísinn var að gufa upp og  (CO2) var að streyma út í loftið í gasformi og halda sápukúlunni uppi. Þó hún hægt og rólega dvínaði á botninn þá fanst okkur þetta stórmerkilegt.

Fleirri tilraunir voru eitthvað útí loftið, þ.á.m blaðra sem fylltist af  (CO2) og  þar af leiðandi þyngri en venjulegt loft. Við troddum blöðru ofaný suðuglas með þurrís í botni og sáum hvernig hún hægt og rólega lyftist upp, og svo reindum við að frysta blöðru með vatni í, og þegar tíminn var búinn var hún að einhverjuleiti frosinn, en ekki alveg.

Því miður lentum við Hannes í veseni með myndirnar og við komum þeim ekki yfir.

Takk fyrir mig, þetta var svo sannarlega skemmtilegt.

Leave a Comment more...

Vika 4

by on nov.04, 2015, under Hlekkur 2

Í þessari viku fórum við í blóðflokka

Mánudagur

Við byrjuðum vikuna á kynningu um blóðflokka og hverjir þeir eru, (A-B-O-AB(Held ég)) og hvernig þeir virka og hvernig börn foreldra fá blóðflokka fá foreldrum sínum, eins og t.d ef hjón eru með blóðflokka A og B getur barni ðorðið O blóðflokkur en ekki ef einn foreldrin er með AB. Það er vegna þess að A blóðflokkur hefur arfgerð/svipgerð AO og B blóðflokkur hefur BO. Ef reiknað er með Punnett square kemur út að barnið hefur 25% líkur á að fá O blóðflokk. Ef annað foreldrið er með AB og BO er þá ekki hægt að fá O blóðflokk, aðeins AB BB og BO, þessir tveir seinustu teljast bara sem B en að sjálfsögðu er sá fyrsti AB. Við fórum líka aðeins í X og Y litninga og hvernig þeir virka, og hugsuðum líka um ríkjandi og víkjandi.

Miðvikudagur

Hér fengum við hefti til þess að þreita kunnáttu okkar á blóðflokkum. Ég verð að segja eins og er að þói að ég er að ná góðum tökum á hvernig flest allt virkar, þá skil ég enn ekki arfgerð og svipgerð, og hvor gerir hvað…. En annars voru bæklingarnir frekar skemmtilegir fanst mér, mörg mismunandi verkefni til þess að þreita kunnáttu sína og svo var líka spil þar sem kastað er uppá pening sem segir til um hvor eiginleikinn á að koma og hvort hann er ríkjandi og víkjandi, og var þetta um andlit einstaklings, augu eyru munn og nef og fleira. Svo sannarlega held ég að enginn hafi fengið eins einstakling og komu margar furðulegar manneskjur út úr því spili. Við reyndum að gera eins miki og hægt var í bæklingnum og þar á meðal voru nokkrar góðar útskýringar á Punnett square og hvernig erfðagallar fara á milli afkomenda.

Fimmtudagur

Fimmtudagur var mjög rólegur eins og venjulega, gerðum við ekki mikið nema að far yfir blogg og kíkja á fréttir og einhver  leskilningsverkefni.

 

Í tilefni blóðvikunar set ég hér myndabnd með staðreyndir um að gefa blóð

Leave a Comment more...

Vika 3

by on Okt.26, 2015, under Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudaginn fórum við í hugtök eins og ríkjandi og víkjandi. Þessi hugtök eru í sjálfu sér mjög einföld og reiða bæði á hvort annað. Ríkjandi er þegar annað genið stjórnar meira, hefur meiri áhrif á genamengið þannig að þegar einn kostur er ríkjandi er það alltaf hann sem kemur þegar sett er saman tvo gen, t.d. Ef að móðirin er hvít og faðirinn er svartur, þá fer það eftir því hvort þeirra er með ríkjandi húðlitagen sem stjórnar hvernig barnið verður á litinn, þ.e.a.s. ef að þau eru ekki bæð með ríkjandi húðlit. Segjum sem svo að móðirin er með víkjandi húðlit og faðirinn með ríkjandi, og þegar kemur að því að velja húlitagen, mun gen föðurinns alltaf vinna, vegna þess að hans gen eru ríkjandi. Þetta er mjög vel útskýrt fannst mér með Punnett square, sem segir hvernig ríkjandi og víkjandi virkar og líkurnar á einhverjum genum komi fram. Við fórum líka í gegnum fleirri hugtök eins og arfblendinn og arfhreinn (líka vel útskýrður með Punnett square) sem er bara það að arfhreinn er þegar einstaklingur er með tvö ríkjandi gen (YY) eða tvö víkjandi (yy) en arblendinn þegar þeim er blandað saman (Yy) Ef mig minnir rétt.

Miðvikudagur

Stöðvavinna var á miðvikudag, og þó að ég gerði eitthvað í tímanum, gerði ég svo sannarlega ekki nóg(vekna heilsuferðar til læknis). En það sem við fórum í – allavega í byrjun tímanns- voru hugtökin sem við lærðum í gær, og hvernig við áttum að skilja þau. Ég náði einni stöð sem útskýrði vel hvernig HIV veirann sýkir aðrar frumur og hvernig eitt prósent manna eru ónæmir fyrir þessari veiru. Venjulega sýkir veiran frumur þannig að þegar hún afritar RNA sitt inn á DNA frumunnar, þá stoppar hún alla verndareingla innan frumunnar, með sérstöku próteini, en þar sem í einu prósenti mannkinsins stoppa próteinin þessa ákveðnu verndarguði frumunnar ekki, hugsanlega sökum ofvirkni í frumunni. Þeir þaðan ná að skemma afritunina þannig að fruman, þó sýkt sé að einhverju leiti getur ekki framleitt HIV veiruna, og því (vegna þess að hún getur ekki framleitt aftur meiri prótein eða RNA) deyr hún einfaldlega út.

Fimmtudagur

Ekki gerðist mikið á fimmtudaginn, horfðum á myndbönd þrátt fyrir að Gyða var ekki og fórum því enn betur í hugtök sem við áttum að læra.

image162

 

Hér hef ég mynd með link inn á henni þar sem að (á ensku) er sýnt eitthvað um Punnett square og hvernig hann virkar, litningar og eitthvað fleirra sem lítur út eins og Punnett square en er mikklu miera ógnvekjandi en það.

Hér er svo myndband sem mér finnst útskýra frekar vel hvað gen er.

 

 

 

 

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!