Ástráður

Archive for september, 2013

Hlekkur 1-Vika 4

by on Sep.23, 2013, under Hlekkur 1

mánudagur

Á mánudaginn fórum við út og söfnuðum birkifræum. Þau voru síðan gefin Hekluskógum (http://www.hekluskogar.is/frettir.htm) og var þar keppni á milli elstu bekkja um hver var með mesta magnið. Af því sem ég hef heyrt var 10.bekkur með mesta magnið (því miður). Síðan ræddum við um íslenska náttúru, gildi hennar og gallar/kostir.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn festum við hvenær og hvernig ætti að blogga og blogguðum við fyrir viku 3.

föstudagur

Á föstudaginn var okkur skipt í hópa og áttum að gera plaggöt um endurvinnslu hrunamannahrepps og hver hópur átti að fara með þau niður í stofur 1-7 bekkja . Ég var með Hönnu og Hannesi og fengum við 1. bekk. Plaggötin áttu að sýna: gráu tunnuna, og það sem fer í hana-bláu tunnuna, og allt sem fer í hana og búnu tunnunna og allt sem fer í hana. Gáfum við þeim svo litla græna tunnu og maíspoka sem áttu  að fara undir lífrænan úrgang og pappakassa sem var tímabundið blá tunnan, á meðan var verið að kaupa nýjar. Þar ofaný fóru pappírsrusl.

Leave a Comment more...

Vika 3

by on Sep.19, 2013, under Hlekkur 1

Í viku 3 var aðeins einn tími, mánudags tíminn og ræddunm við um eftirfarandi:

Ljóstillífun.

Reynt var að festa það betur í minnum okkar hvað ljóstillífun er og þá með söngi og rappi ( http://www.youtube.com/watch?v=C1_uez5WX1o og http://www.youtube.com/watch?v=pE82qtKSSH4 )

skaðleg áhrif manna á náttúruna.

Eins og gróðurhúsaáhrifin, skaðlegur útblástur manna sem stoppar orku sólar í að komast aftur út. 25% af orku sólar kemur út aftur og hitar það jörðina. Skemmir það mörg vistkerfi eins og viskerfið sem krían er í. Versta krívarp í sögu kríunnar var um þessar mundir. Ástæðan er að fæða kríunnar, aðalfæða kríunnar sem hún byggir stofn sinn á (sandsílum), fækkar af þeim ástæðum að sjórinn hlýnar sem hlýnar út af gróðurhúsaáhrifinum.

Fjölbreytileiki lífvera

Við lærðum um mikilvægi fjölbreytileika lífvera í vistkerfi, hvað þau gegna mikilvægum hlutverkum í sínu vistkerfi eins og í t.d. þingvallavatni. Þar eru 4. stofnar (kuðungableikja, dvergbleikja, sílableikja og murta.) Bleikjan er lifandi dæmi um hvernig stofnar aðlaga sig að vistkerfum. Hún hefur aðlagast að tvemur megin búsvæðum þ.á.m. botninum og vatnsbolnum. Þar er hún meira straumlínulagaðari til að geta náð hreyfandi fæðu en á botninumþar sem fæða er nóg og skjól fyrir rándírum og er bleikjan undirmynnt.

Við rifjuðum upp hvað var lifandi og lífvana, enkenni lífs og bættum svo auðvitað hugarkortið.

Leave a Comment more...

Hlekkur-1 Fyrsta Blogg VISTFRÆÐI

by on Sep.05, 2013, under Óflokkað

Þetta er mitt fyrsta blogg úr náttúrufræði og verður þetta hemavinna.

Mánudagur 26.6.2013

Þennan mánudag var fyrilestur eins og verður venjulega mánudaga, hugarkort og fréttir voru þar við sögu.

Fimmtudagur 29.6.2013

Við fórum í hópa sem okkur var skipað og áttum við að búa til ný dýr sem sem höfðu nöfnin: Huðna, Andgjör, Fusk og fleiri. Ég, Gabriel og Sigga vorum saman í hóp og völdum við nokkur dýr. Það fyrsta var með margar lappir eins og kónguló en var heldur minni. Önnur var hálfgerð engispretta sem hoppaði um á einum fæti og át oftast dýr sem voru miklu minni en hún, þar á meðal  dýrið sem ég nefndi á undan og orm sem át allt sem var komið fyrir munn.

Föstudagur 30.6.2013

Farið var í Helgaskála eftir hádegi á fimmtudag og yfir á föstudag. Vistkerfið þar var afréttur, lífverur voru nú aðalega pöddur og kindur og umhverfið í kringum þær voru aðalega mosi, blóm steinar og rafmagnslínustaurar.

 

2 Comments more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!