Ástráður

Archive for nóvember, 2013

Vika 5

by on nov.27, 2013, under Hlekkur 3

Á mánudaginn var dagur íslenskrar tungu og þá var ekki náttúrufræði, en hinsvegar gerðum við strákarnir í 8. bekk kynningu um skrýtin og falleg landsnöfn fyrir fyrsta bekk. Verkefnið var gert á föstudaginn en ég var ekki þá svo að ég var ekki með kynningu.

fimtudagur

Á fimmtudaginn áttum við að klára bæklingin og mér tókst það. ‘eg á bara eftir að fínpússa.

föstudagur

á föstudaginn var stöðvavinna. Hér eru stöðvarnar:

Stöðvar af öllum stærðum og gerðum.

  1. Þraut – ekkert tengd efnafræðinni
  2. Athugun – kertalogi.
  3. Tölva – PhET
  4. Teikning – teikna upp atóm,  samsætur og jónir.
  5. Bók – Eðli vísinda, 5.kafli.  Sjálfspróf 
  6. Tölva  efnafræði  viðbót
  7. Teikning – mynd 4.16 bls. 69 í námsbók – teikna upp og útskýra.  Nota liti óspart en markvisst.
  8. Spurningaleikur – hugtök og skilgreiningar
  9. Hugtök – vinna með skilgreiningar og tengingar á hugtakakortinu
  10. Athugun – efnahvarf – bls. 69 í námsbók – muna eftir að nota efnatákn rétt í efnajöfnunni.
  11. Tölva – samsætur og massatala frumeinda
  12. Lifandi Vísindi valin grein lesin og búa til tvær spurningar.
  13. Verkefni  svara spurningum úr námsbókinni.
  14. Tölva – samsætur
  15. Athugun – eðlismassi.
  16. Tölva – sætistala og massatala
  17. Athugun – matarsódi og edik.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                 Í fyrri tímanum var ég með Steinari og gerðum við allt sem tengist tölvum, en í seinni bættist sölvi við og við gerðum stöð 17 og stöð 15. Á stöð 15 athuguðum við eðlismassa steins með yfirfallskeri, nákvæmum mæliglösum og vigt. Við höfðum nokkra steina og fundum út eðlismassa á þeim öllum sem ég man nú ekki.     Á stöð 17 mældum við eitthvað magn af matarsóda og settum svo ofaný blöðru. Svo settum við edik í mæliglas  sem var (ef mig minnir rétt) 10 ml. Síðan settum við blöðruna á mæliglasið og matarsódin rann ofaný edikið. Og viti menn ! Efnahvarf átti sér stað þannig að blaðran blés upp, án þess eð neinu súrefni væri blásið í hana. Skemtilegt :-)
Leave a Comment more...

Vika 4

by on nov.20, 2013, under Hlekkur 2

mánudagur

Á mánudaginn var fyrirlestur, við fórum í glósur og heftið, lögðum á minnið fleirra ú lotukerfinu og kíktum á fréttir.

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn skoðuðum við fréttir og merkilega síðu um filipseyjur og eyðileggingu þeirra. Þar var sínt t.d. fyrir og eftir fellibylinn. Krækjan: http://online.wsj.com/news/articles/SB10001424052702303914304579193971305978200. Svo færðum við okkur í tölvuver þar sem bæklingurinn með frumefnum var haldið áfram með. Ég hannaði útlit bæklingsins þar og ætla næst að klára innihald.

 

föstudagur

ég var veikur á föstudaginn og var þá ekki með í tíma.

Leave a Comment more...

Vika 3

by on nov.13, 2013, under Hlekkur 2

mánudagur

starfsdagur

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í tölvuver, og var þar verkefni. Framundan áttum við að gera bækling um eitthvað frumefni sem við völdum, og áttu við að byrja á því þar, velja frumefni og gera byrjun á hlutum. Ég valdi frumefnið Au eða gull. Hreint gull, sem er ekki blandað við neitt annað (eins og gert er við það gull sem er notað í t.d. gullstangir, skartgripi o.s.f.) og er mjög teigjanlegt. Það er tegjanlegasti málmurinn og er hægt að skapa næstum allt úr honum.

Gold_2

föstudagur

Á föstudaginn var dagur gegn einelti. Allur skólinn var fluttur fram í stofu, þar sem við sungum og kinnt var val sem átti að vera aðra önnina. Svo í náttúrufræði tímanum, horfðum við á mynd sem heitir Bully, um líf og þjáningar krakka sem lenda í þeim hörmulegu atburðum að vera lögð í einelti. Myndin var vel fræðandi, og tók báða tímana. Myndin er aðalega um krakka sem eru lögð í einelti, og fjölskyldu þeirra sem höfðu misst börn sín út af einelti. Það var fjölskylda sem missti son sinn sem hét Tyler, hann gerði sjálfsvíg og sagt var að hann einfaldlega gat ekki þolað meira. Trailer: http://www.youtube.com/watch?v=W1g9RV9OKhg

 

 

Leave a Comment more...

Vika 2

by on nov.07, 2013, under Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudaginn fórum við yfir glærur, nokkrar fréttir – bara svona venjulegur mánudagur.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn skoðuðum við hvernig frumefnin eru flokkuð, hvernig sætistalan er og flokkar efnanna.

 

föstudagur

Á föstudaginn lituðum við lotukerfið með flokkalitum, alkalimálmar, o.s.f. Við læ´rðum meira um róteindir og rafeindir og hvernig þær flokka

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!