Ástráður

Archive for desember, 2013

Vika 8-Próf

by on Des.18, 2013, under Hlekkur 3

mánudagur

Á mánudaginn var upprifjun fyrir próf og fórum við í alias, ég var með Birgit, Gabriel og Vitaliy og man ég ekki hvað okkr tókst að komast langt

 

fimtudagur

Á fimtudaginn var próf og endir á hlekknum. Prófið gekk frekar vel og var ég alveg frekar ánægður með einkunina mína meðað við hvað ég bjóst við að fá. Prófið var ekki svo einfalt en mér fanst það samt sangjarnt, meðað við hversu vel ég æfði mig undir það.

föstudagur

Á föstudaginn fengum við einkunirnar okkar og var því meðaleinkuninn 5. Talan mín var sangjörn og fín en svo fengum við möguleika á að hækka einkunirnar okkar með því að vinna saman í hópi með þeim sem höfðu svipaða einkun og við. Ég var með Halldóri Fjalari og Birgit og tókst okkur að hækka einkunirnar okkar alveg hressilega vel. Sumar spurningar í seinna prófinu voru óskiljanlegar, og höfðum við aldrei heirt það sem þær voru að tala um héldum við. Allt í allt er ég mjög ánægður með einkunina mína og er spentur fyrir stjörnuskoðun, næsta hlekk.

Leave a Comment more...

Vika 7

by on Des.11, 2013, under Hlekkur 3

mánudagur

Það var ekki tími á mánudaginn því Gyða var veik

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn gerðum við skýrsluna okkar í tölvu, og Hannes var ekki þannig að ég og hekla vorum ein. Þar kom vandamál því að Hannes var með skýrsluna okkar og hann var veikur heima. Við hringdum því í hann og báðum hann að taka mynd og senda okkur og tók það 2 mínútur en síðan virkaði ekki símin hans og sagði hann okkur að þetta væri ekki að virka. Höfðum við þá samband við hann á facebook og þá sagði hann okkur skýrsluna í grófum dráttum. Það tókst þó á endanum.

föstudagur

Á föstudaginn var kynning á bæklingnum og var tekin öfug stafrófsröð og náðu þá allir að kynna nema ÉG. Það var frekar fúlt og kynni ég á fimmtudaginn næsta. Bæklingurinn minn leit vel út og ég var ánægður með hann, í gullumbúðum og flottur.

Leave a Comment more...

Vika 6

by on Des.04, 2013, under Hlekkur 3

mánudagur

Á mánudaginn var venjulegur fyrirlestur við glósuðum og undirbúðum okkur fyrir föstudaginn með því að læra hvaða efni eru í sæigarettum og hvað þær skaða rosalega.

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn áttum við að klára bæklinginn og tókst mér það, gullbæklingurinn minn er fullkominn, og ég er mjög stoltur af honum

föstudagur

Á föstudaginn eimuðum við svo sígarettu. Fyrst fórum við yfir forvarnir sígarettunuar, hvað við ættum að passa okkur á og svo settum við upp tilraunarsettið. Við höfðum 2 tilraunarglös og svo eitt mæliglas, krukku, brennara, plastslöngur og fl. Ég var með Hannesi og Heklu í hóp og set ég skýrsluna inn á bráðlega. Eftir eiminguna áttum við að opna glösin og þau lyktuðu hræðilega. Hjá okkur lyktaði glasið með sígarettuni verst, en öðrum fannst önnur glös lykta verr. Það var mjög skemmtuilegt að leika sér aðeins með eimingar og hlakka ég til þangað það gerist aftur.Dark-Skull-37262-83673

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!