Ástráður

Archive for janúar, 2014

Hlekkur 3 Vísindavaka

by on jan.23, 2014, under Hlekkur 4

Vísindavakan byrjaði mánudagin 6.jan, og var sagt frá vísindavökunni þá og skilmálar og markmið. Ég byrjaði með Hannesi í hóp Og fórum við strax í að leita að tilraun til að framkvæma.

Á fimmtudaginn 9. Jan ákváðum við endanlega hvaða tilraun við ætluðum að taka og í leiðinni bættist Gabríel í hópinn. Við leituðum að tilraunum á mörgum vefsíðum og öpum og fleira og komumst við loks að niðurstöðu. Við ætluðum að reyna að hlaða síma með melónu.

föstudagurinn 10. Jan fór aðalega í að undirbúa tilraunina og gera nokkrar prófunir. Gabríel var ekki þennan dag og verra var að hann var með melónuna. Bjarni kokkur í eldhúsinu var svo góður að lána okkur sítrónu til að prófa og þökkum við honum mikið fyrir það. Ég og Hannes ákváðum (með mikilari hjálp frá Gyðu) að sjá hvort við fengum rafmagn úr henni. Fyrst skárum við göt inn að miðju og settum svo kopar og sínk plötur til skiptis sem náðu inn að miðju sítrónunar. Svo tengdum við mismunandi víra í plöturnar, og tengdum við fyrst í rafmagnsmæli sem við komust að eftir nokkrar tilraunir að hann var bara batteríslaus. Svo skiptum við um og tengdum og upp komu tölur sem við skildum ekki hvort mældi rafmagnið eða eitthvað annað. Svo tengdum við nokkrar perur og ekki kom ljós en loks þegar við tókum gamlan en afar nákvæman mæli, sáum við rafmagn, en það var lítið. Svo lítið að það var minna en eitt volt!!! Svolítið svekkjandi….

 

manudaginn  13. Jan var starfsdagur en a miðvikudaginn 15. Jan fórum við Hannes heim til Gabríels til að bíða eftir æfingu og gera tilraunina. Gabriel hafði melónuna og gerðum við allt sem var í myndbandinu en annaðhvort var þetta bara svindl eða við gerðum eitthvað vitlaust því ekki kom minnsta volt!!!! (Við hölluðumst allir að svarinu svindl)

fimtudaginn 16.jan  höfðum við sem betur fer varaplan. Sú tilraun innihélt egg og glerflösku og egg. Aftur fórum við til Bjarna kokks og var hann svo indæll að harðsjóða tvö egg fyrir okkur og enn oghttps://www.youtube.com/watch?v=vq5qpiY_G_8&feature=youtu.be

aftur þökkum við honum indislega mikið fyrir hjálpina. Á meðan eggin voru soðin gerðum við allt til, fundum flösku og gerðum myndavélina tilbúna. 10-15 mín seinna fóru við niður í mötuneiti og fengum eggin. Svo tókum við skurnina af, settum u.þ.b. Botnfilli af pappír og kveiktum við í honum. Þegar reykurinn var orðinn mikill settum við eggið ofaná og, eins og töfrar sögðust það niður flöskuna, jafnvel þó að stúturinn var minni en flaskan. Síðan eftir heppnilega tilraun, skiluðum við pottinum til Bjarna og þökkuðum aðstoðina.

Hérna er myndband með hvernig eggið fór í flöskuna (ekki okkar myndband):

á mánudaginn 20. jan átti að skila verkefnum en við náðum ekki að skila því gleymt var að setja verkefnið á lykil

hér er myndbandið okkar: http://www.youtube.com/watch?v=vq5qpiY_G_8

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!