Ástráður

Archive for febrúar, 2014

Vika 4

by on Feb.26, 2014, under Óflokkað

mánudagur

Á mánudaginn var alías og ég endaði með Orra Hannesi og Sölva í hóp og var það afar gaman. Stoltur get ég sagt að við komumst lengst áfram þó að ég man ekki hversu langt og þá var líka upprifjunin fyrir könnun

fimtudagur

Á fimtudaginn var könunin sem var samansett úr báðum námsefnum, ljósbylgjum og hljóðbylgjum og gekk hún frekar vel. Um sumar spurningar var ég ekki viss um en samt held ég að prófið hafi gengið vel í heildinni. Eftir það tókum við hugarkortin okkar, fórum niður í tölvustofu og þar var námsmat á hlekknum okkar

föstudagur

ég var ekki þá

Leave a Comment more...

Vika 3

by on Feb.13, 2014, under Hlekkur 5

mánudagur

Á mánudaginn lærðum við fleirri orð og þar á meðal, Hljóðstyrk og því hærri hljóðstyrkurinn er því hærri er sveifluvíddin, tónhæð, því hærri tónhæðin, því hærri tíðnin og svo er það úthljóð sem er 20000 herts eða meira og getur því mannseyrað ekki heyrt það o.f.l.

fimtudagur

Á fimtudaginn var próf út í hljóðbylgjurnar sem því miður voru sumir ekki undirbúnir fyrir prófið. Prófið var stutt og þægilegt og endaði ég með fína einkun. Prófið var sangjarnt og beint útúr efninu sem við höfðum verið að læra úr.

föstudagur

Á föstudaginn fórum við yfir prófið og fékk ég fáeinar villur sem voru auðskiljanlegar og mér fanst ein vera bara byggð á miskilningi hjá mér. Prófið var merkilega sangjarnt og þægilegt, aðeins ein spurning sem ég því miður mundi ekki eftir hvernig var. Svo skoðuðum við myndbönd og fréttir og meira skemtilegt.

 

Leave a Comment more...

Vika 2

by on Feb.04, 2014, under Hlekkur 5

mánudagur

Á mánudaginn var skilað sjálfsmati úr vísindavöku og horfðum við svo líka á myndband um bylgjur, skemtileg og fróðleg myndbönd um hvernig t.d. hljóð hefur áhrif á aðra hluti o.f.l. Við kláruðum glósupakkan frá síðast og bættum vel inn á hugarkortið okkar

fimtudagur

Á fimtudaginn fórum við niður í tölvuver og fórum í Phet forritin sem voru afar skemtileg. Þar var leikur um að gera bylgjur, móta þær með því að hækka tíðnir í sumum bylgjum og lækka kanski tíðnirnar í hinum. Eftir því sem hærra dróg í borðunum voru verkefnin sífelt erfiðari. Ég komst upp í borð 9 af 10 borðum ásamt Sölva.

föstudagur

Á föstudaginn var stöðvavinna þar sem voru stöðvar aðalega tengdar bylgjum. Ég var með Mathiasi í hóp og tókst okkur að ná 4 stöðvum sem voru fyrstu 4 stöðvarnar þ.á.m. Phet forritin. 1. stöðin var Phet forritin, sú næsta var að við áttum að bæta á hugtakarkortið okkar með orðum og merkingum úr sérstökum texta sem kemur örugglega til hjálar seinna. Sú þiðja var um leðurblökur og hvernig þær nota eyrun sín sem ratsjá og finna því smæstu dýr og pöddur í ótrúlegu umhverfi. Seinast var stöð með myndbandi með mythbusters og hvernig má brjóta hljóðmúrinn.

F-14D_Tomcat_breaking_sound_barrier

Hér eru myndböndin og síðurnar sem ég sagði frá að ofan:

Mythbusters

Leðurblökur

Phet-forritin

 

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!