Ástráður

Archive for mars, 2014

Vika 5

by on Mar.30, 2014, under Óflokkað

mánudagur

Á mánudaginn fórum við aðalega yfir glærupakka um eðlisfræði. Við ræddum líka vel um virkjanir og hvaða áhrif vatnsfellsvirkunin hefur á Þórisvatn, hvernig landið afmótast þegar lokað er fyrir og opnað er frá. Þegar Vatnsfellsvirkjunin lokar fyrir rennsli frá Þórisvatni, hækkar náttúrulega í lóninu sem veldur því að það breyðist út yfir stærra svæði og vætir meiri gróður og það sem vant er að vera á landi, þarf skindilega að flytja því að kærkomna lónið sem einu sinni var bara fallega vatnið við bakkan, flæðir nú yfir fyrrverandi bakka þess og inn á heimili og búsvæði dýra og plantna. Svo þegar loks er hleypt frá hefur vatnið ýtt á land urði og grjóti sem einu sinni var í lóninu, en þökk sé stækkun lónsins, er það komið upp á bakka. Þá hefur hreyfing lónsins líka gjörbreytt landslaginu sem áður fyrr voru gróðurmikil lönd, og eru nú vot drullu- og leirsvæði. Síðan ornar þessi leir og þegar vindur kemur, feykir hann þurra leirnum upp og sendir hann yfir landið. Úr því verða þessi rykský sem koma í veg fyrir að við getum séð fallegu fjöllin okkar. Þannig gengur það fram og til baka og hefur það skapað þras og þus á milli pólitíkusa.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn var stutt próf, var það bara satt og ósatt spurningar, og komu þær beint úr jarðfræðinni og lífræðinni. Prófið var fínt, ekki einfaldast, en eitthvað sem mátti búast við. Eftir það fórum við í hópavinnu sem avr kynning á virkjunum. Með mér í hóp voru Hekla og Hanna og fengum við Búrfellsvirkjun. Heppni fyrir okkur, hafði ég verið að tala um þetta við afa minn, og hann sem hefur haft 40 ára starfsreynslu á Búrfellsvirkjun, ákvað að skrifa niður nokkrar glósur um Búrfellsvirkjun, sem innihélt allt sem við þruftum til að skrifa kynninguna og meira til. Þó að tíminn bar numur, gafst okkur þó nægur tími til að skipuleggja og set í verkefni það sem við plönuðum að gera.

föstudagur

Á föstudaginn áttum við svo að klára þessa kynningu. Nú þar sem að Hanna var komin með okkur, unnum við verkið af hraða og nákvæmni. Þar sem við þurftum ekki að fara á netið nema nokkrum sinnum gekk allt hratt og örugglega. Á meðan Hanna glósaði niður listaverkið framaná Búrfellsvirkjun, vorum ég og Hekla að drífa okkur að skrifa niður. Ég fann það sem við þurftum úr textanum, sagði Heklu svo hvað ætti að skrifa, sat hún þá við tölvuna og skrifa inn í glærurnar upplýsingar um Búrfellsvirkjun, hversu mikla orkuframleiðslu hún gefur og fleirri skemmtilegan fróðleik. Stuttu eftir að við vorum búin var Hanna svo lokin með að skrifa allt niður sem tengdist listaverkinu framan á virkjuninni, betur nefnt Hávaðatröllið. Hávaðatröllið er listaverk eftir Sigujón Ólafsson og kom það upp árið 1967-68. Merkilegt er að segja að Hávaðtröllið er á lista tímaritsins Forbes fyrir áhugaverða staði í heiminum til að fara á.

Nokkrar fréttir:

Enn meiri spenna í Úkraníu þökk sé Rússum

Frítt inn á Geysi

 

Leave a Comment more...

Vika 4

by on Mar.23, 2014, under Hlekkur 5

mánudagur

Ég var ekki á mánudaginn því ég var að kaupa fermingarföt.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við bara í blogg, ekkert annað og fórum yfir blogg allra. Sumir voru með blogg fullt af fréttum og orðum en aðrir vou með heldur götótt blogg en skiluðu samt aðalatriðum. Gaman að sjá mismunandi blogg og uppfærslur.

föstudagur

Á föstudaginn var stöðvavinna þar sem aðalatriðin voru lífríki Þjórsár. Ég var með Mathiasi og Sölva í hóp og tókum við fyrstu 5 stöðvarnar. Hérna er það sem við gerðum

Stöð 1. Google Earth

Fórum í Google Earth forritið og stækkuðum Þjórsá. Þar sáum við lengd hennar og uppruna. Skoðuðum vel og sáúm nokkur skemmtileg ummerki s.s. Árnes, Árnes eyjuna, Gaukshöfða og fl.

2. Gróður í hrauninu eftir gosið árið 1947 varð mikið hraun frá Heklu sem náði nærri alla leið út að sjó. Núna 67 árum seinna hefur vaxið einhver gróður í hrauninu. Þessi gróður er m.a. Klélting (Equistum avense) og fl.

3. Þjórsárver var sett sem friðland árið 1981 og endurskoðað árið 1987. Meginástæðan fyrir því var að Þjórsárevr eru aðalvarplendi Heiðargæsinnar.

4. Ramsar eru alþjóðleg samtök eða samningur sem samþykkja að votlendi hafa alþjóðlegt gildi, sérstaklega fyrir fuglalíf. Ramsarsvæði á Íslandi eru: Þjórsárver og Mývatn og Grunnfjörður. Þrjú ný svæði hafa verið bætt við og heita þau: Guðlaugstungur, Snæfels-og Eyrabakkasvæðið og Andakíl við Hvanneyri.

10. Þegar ég skoðaði eggjaskurnina í víðsjánni sást eggjaskurnin í nálægð og sáust pínulitlar holur sem unginn notar til að anda. (Ég náði ekki meira því tíminn var búinn.)

Þessa skrá má líka finna á verkefnabankanum.

Leave a Comment more...

Vika 3

by on Mar.16, 2014, under Óflokkað

mánudagur

Á mánudaginn byrjuðum við á því að kynna veggspjöldin sem við gerðum á föstudaginn. Síðan fórum við í að byrja í lífríkinu í Þjórsá og fengum glærupakka með  spurningum eins og, hvað lífríki er, hvaða lífríki Þjórsá hefur, hvað fæðukjeðjur eru og hvað þær gera, fórum aftur í frumframleiðendur, sundrendur og neytendur. Síðan skoðuðuim við Þjórsárver og fleirra skemmtilegt.

fimmtudagur

Við byrjuðum á því að klára kynningar á veggspjöldum og fórum svp beint yfir í glærupakkann. Þar fórum við betur í flest sem við fórum í á mánudaginn þ.á.m. orkupíramída, hvaða stigs neytendur við erum, skoðuðum skemmtilegar glærur með myndir af strumpum og ræddum svo vel um þá hluti sem við fórum yfir.

föstudagur

Í fyrri tímanum á föstudeginum horfðum við á mynd um heklugos sem var tengt jarðfræðinni og Þjórsárveri, hvernig heklugosið hafði áhrif á okkur fyrir mörgum öldum og nýlega árið 1947. Þar var líka fjallað um Þjórsárver í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hvernig Íslendingar byrjuðu að græða landið eftir heklugosið, hversu fallegt Þjórsárverið er og fleirra. Í seinni tímanum gerðum við soldið skemmtilegt, Gyða lét okkur fá iPada og var forrit í þeim sem gat gert okkur kleift að horfa á glærusíningu í iPödunum okkar en Gyða stjórnaði Glærusíningunni í sínum iPad. Eftir smá erfiðleika með að kvekja á forritunum, setja inn ip-töluna og vera með réttan iPad, tókst allt einfaldlega og var þetta einstaklega gaman. Þar voru verkefni sem tengdust því að skrifa inná og teikna inná, svara spurningum. ‘eg vona að við gerum þetta aftur bráðlega. :-)

Nokkrar fréttir sem ég fann…

Enn á huldu af hverju við geispum

Saga evrópu á 3 min og 23 sek

 

 

Leave a Comment more...

Vika 2

by on Mar.09, 2014, under Hlekkur 5

mánudagur

Gyða var ekki þennan dag þannig að það var ekki tími

fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við aðalega yfir glósur og fórum afar djúpt inn í jarðfræði Þjórsár, við lærðum meðal annars um skriðjökla og hvernig þeir móta landið, hvernig þær hægt en örugglega skríða áfram, u.þ.b. meter á ári, hvernig landið er mótað í dali og hæðir, hvernig þeira skylja eftir sig grettistök, hver munurinn á dragám, lindám og jökulám er sem ég man því miður afar lítið en það sem ég man að jökulár koma (eins og nafnið bendir til ) úr jöklum og….já. Við fórum líka í fossbera, hvernig árnar og fossarnir sérstaklega geta myndað landið á sinn einstaka hátt og svo fórum við bara betur í vatnasvið Þjórsár, hvert vatnasvið hennar nær og hvað einkennir það.

föstudagur

Á föstudaginn var hópavinna og var verkefnið að búa til plaggat. Með mér í hóp voru Mathias Bragi, Sölvi og Steinar. Við ákváðum að gera veggspjald um hvernig jöklar móta landið. Á sinn einstaka hátt og ótrúlega, móta jöklar, og sérstaklega skriðjöklar landið með því að skríða áfram á þeim hraða, sem ég sagði áðan, á meter á ári. Þannig smátt og smátt fara þeir yfir landið og með sínum þunga og kraft búa til vötn sem liggja fyrir framan þá og skrapa jörðina undir sér og móta í hóla, dali, hæðir og fleirri ótrúleg landmerki eins og sjá má hér: (tekið í Watterville hásléttunnni, Washington)

Yeager-Rock-Erractic-PB110039

Okkur gekk vel og þó að mjótt var á munum, náðum við samt að klára veggspjaldið og haldir stoltir úr tíma.

Nokkrar áhugaverðar fréttir

Pac-man á elliheimilum

Nýr „draugabíll“

Leave a Comment more...

Hlekkur 6 Vika 1

by on Mar.02, 2014, under Óflokkað

mánudagur

á mánudaginn var vetrarfrí og því enginn tími

fimmtudagur

Á fimmtudaginn var kynnt að við ætlum í nýjan hlekk daginn 28 feb og er sá hlekkur um Þjórsá og vatnasvið hennar. Þá fengum við líka niðurstöðurnar úr prófunum og var ég heldur ánægður með einkunina sem ég fékk. Ég tók eftir nokkrum svörum sem að ég skrifaði vitlaust á út af því að ég skrifaði vitlausar upplýsingar í hugarkortið mitt varðandi langsbylgjur og þverbylgjur. Síðan var talað um bloggið og hverjir höfðu komið með áhugaverðar fréttir og fróðleik. Við ætluðum að horfa á skemmtileg myndbönd en tímin var bara allt of stuttur.

föstudagur

Í fyrri tímanum á föstudaginn horfðumvið á myndböndin sem við ætluðum að horfa á á fimmtudaginn og voru þau afar áhugaverð, þetta voru aðalega myndbönd um íslenska náttúru (þar sem við erum kominn í hlekk um Þjórsá og vatnasvið hennar var afar einfalt að tengja þetta tvent saman) saga af tveimur bræðrum sem fóru alla leið frá Skógarfossi til Eilífsvatna. Svo horfðum við á landkynningu og heirðum þá hræðilegu frétt að Reykjavík er enn mengaðari en Peking höfuðborg Kína sem var svo sannarlega leiðinlegt að heyra, því enginn vill búa í borg sem er svo rosalega menguð! Við horfðum svo líka á myndir frá fyrir þennan tíma sem áttu að sína einfaldar leiðir til að grennast eins og nuddbelti sem eiga að hjálpa konum að missa þingd um mitti og fleirra g fleirra. Í seinni tímanum vorum við sett í hópa og ég lenti með Birgit og Hönnu í hóp og áttum við að finna upplísingar um Þjórsá. Núþegar vissum við að þjórsá væri lengsta á landsins, u.þ.b. 230 km og nær vatnasvið hennar nærri því að Vatnajökli. Ég vissi núþegar að Þjórsá dregur nafn sitt af nautum því að þjór=naut og var þessi á því notuð til að beita vatni til nauta hér áður fyrr. Við lærðum líka um stærstu fossa og fleirra og fleirra

.DETAIL OF THE THJORSA RIVER, Iceland

nokkrar áhugaverðar fréttir:

719 nýjar plánetur

Flottar myndir af norðurljósunum seinustu daga

 

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!