Ástráður

Archive for maí, 2014

Hlekkur 6 Vika ?

by on Maí.07, 2014, under Óflokkað

Mánudagur
Á mánudaginn var ég með leikhópnum að sína árshátíðarleikrit og komst því ekki í tíma

Fimmtudagur
Fimmtudagurinn var 1. Mai og var ekki skóli

Föstudagur
A föstudaginn var allur bekkurinn í náttúrufræði allan daginn og var þar áskorun. Í fyrsta tíma vorum við sett í hópa og var ég í hóp með Heiðari, Filipi og Línu. Við fengum ipad og var áskorunin eftirfarandi: fara upp á miðfell og taka selfie, taka myndir af þrem fuglategundum og greina þær, greina fjórar tegundir af barrtrjám og taka myndir af þeim. Svo voru aukaverkefni, áttum við að velja að minsta kosti þrjú og völdum við að: gera góðverk, fara hundrað metra á höndum og reyna við stærstu sápukúluna. Fyrsta verkefnið gekk dálítið hægt, en náðist þó. Fuglunum ætluðum við aldrey að ná þangað til að við fundum landnámshönurnar hans Heiðars, heppilega voru þær lokaðar inní búri fyrir okkur þannig að við þurftum ekki að reyna að ná þeim , en við ætluðum aldrei að ná hinum þannig að við álkváðum að taka myndir af uppstoppuðu fuglunum í ganginum. Barrtrén fundum við hvert af öðru og greyndum þau með leik. Aukaverkefnin voru mismunandi, við ákváðum sem góðverk að tína upp rusl og henda því, og handalabbið gekk vel. En ekki sápukúlurnar. Heiðar tók sér herðatré og bakka af sápuvatbi og byrjaði að reyna að blása út kúlur. Það virtist ganga vel en í hvert einasta skipti sem sápukúlan var að losna úr trénu, sprakk hún. Aftur og aftur og aftur og aftur sprungu þessar sápukúlur og sápuvatnið dó á endanum út. Þá tókum við venjulegar sápukúlur með litlu íláti og litlu gati og viti menn. Stóru sápukúlurnar poppu út hver à fætur annari. Gekk svo sveimér vel

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!