Ástráður

Archive for september, 2014

Vika 4

by on Sep.22, 2014, under Hlekkur 1

mánudagur

Á mánudgainn lærðum við um lindýr og skrápdýr. Skrápdýr eru fylking sjávardýra. Það eru um 7000 vitaðar tegundir af þeim dýrum. Skrápdýr eru meðal annars: Krossfiskar, sæbjúgu, ígulker, og fl. Nafn þeirra kemur úr kalkflögum á húð þeirra, sem á t.d. ígulkerjum getur myndað þykka skel. Lindýr eru fylking dýra sem eru hinsvegar með mjúkan líkama, og sum þeirra, eins og sumir sníglar, fara um með skel á baki. Það eru vitaðar um 100000 tegunda, og skiptast þau í 6 flokka, sem eru eftirfarandi: Höfuðfætlingar, sniglar, samlokur, nökkvar, sætennur, skelleysingjar, og einskeljungar. Við fórum líka meira í ritgerðar áheirsluatriði. Við fjölluðum líka um hvernig krossfiskar geta einfaldlega ef meiddir eða skemmdir, einfaldlega endurgóið það sem farið var og það sem var tekið af, getur orðið að nýjum krossfisk, og vísindamenn vita enn ekki hvernig þeir fara að því. Við skoðuðum myndir af sjávardýrum sem kallaðar eru englar og djöflar út af útliti sínu, og svo fórum við í margar skemmtilegar fréttir.

þriðjudagur

Á þriðjudaginn eiddum við mestöllum tímanum úti, og fórum við í að tína birkifræ fyrir Hekluskóga, eins og gert hefur verið í fjöldamörg ár, en eftir það fórum við inn í smá Alias bara svona til að ljúka tímanum.

fimmtudagur.

Á fimmtudaginn fórum við að skoða hryggleysingja, skordýr og áttfætlur, skoðuðum hvað af þeim er hér við Ísland, skoðuðum myndir af býflugum, köngulóm, sem skaut mörgum skelk í bringu þó myndirnar væru ekki slæmar ef ég mætti sjálfur segja, og þannig endaði vikan, ef minnið bregðist mér ekki.

fréttir

Hversu mörg Íslönd komast fyrir í Asíu

Seldi effel turnin til al capone

Leave a Comment more...

Vika 3

by on Sep.22, 2014, under Hlekkur 1

mánudagur

Á mánudaginn fórum við í svampdýr og holdýr. Við áttum að bragðbæta glósurnar hressilega, og gerðum við það eftir bestu list. Við skoðuðum líka hvernig kóralrif eru full af lífverum, og eru þeu bara svampdýr og holdýr, og við fórum líka vel í áheirslur i ritgerðarvinnu. Við skoðuðum kóralrif sem eru í hættu vegna menguna, og stæsta kóralrif heims sem er við Ástralíu, og svo var það bara  myndir og myndbönd, fréttir og fróðleikur eins og venjulega.

þriðjudagur.

Á þriðjudaginn var stöðvavinna, og var meginathugaefnið, svampdýr og holdýr. Ég vann með Hannesi, og tókum við þrjár eftirfarandi stöðvar: Smásjánna, þar sem við áttum að skrá niður hvað við sáum, í mismiunandi stærðum og litum, áhugaverðar fréttir úr lifandi vísindi, þar sem að við áttum að finna eina eða fleirri áhugaverða frétt úr lifandi vísindi bókum, og skrá niður um hana. Ég skráði niður um hvernig mæður og feður vernda afkvæmi sín rosalega í fæðingu og uppeli og eru til í að láta þau éta sig og leggja sjálfan sig í heljarinns kvöl, bara svo að þessi afkvæmi geti lifað og dafnað, og svo loks tókum við þessa  einu   stöð  sem   ég   man   ekki   eftiir…..(vandræðalegt)

fimmtudagur

Ég var ekki á fimmtudaginn, því ég fór á móti safni, en þá voru krakkarnir í hugtakarkorti (sem ég gat ekki gert heima, bölvuð talva)

 

 

 

Leave a Comment more...

Vika 2

by on Sep.19, 2014, under Hlekkur 2

mánudagur

Á mánudaginn var kennaraþing og því engin skóli

Þriðjudagur

À þriðjudaginn fórum við að pæla í ritgerð,  um hvað hún ætti að vera,  og hvernig formum hún er í,  s.s. Inngangur og innihald hans,  meginmál sem skipt var í sérstaka flokka og svo lokaorð og það sem hann mætti innihalda og hvað ekki. Við skoðuðum líka nokkra áhugaverða linka með t.d hvernig froskar heyra með munninum, skoðuðum dýr með djöflalegt útlit og margt fleira.  Við lærðum líka meira um hvernig dýr flokkast,  og hvernig ekki er nákvæmlega vitað hvaðan gosið í Bárðarbungu á sér sín upptök undir Vatnajökli.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn förum við í ritgerðina.  Við byrjuðum uppi,  og förum aftur yfir áherslu atriðin í þessari ritgerð, og færðum okkur svo niður til að vinna í X-mind. Ég valdi mér gráa úlfinn sem er einn stærsti úlfur heims,  lifir aðallega í Rússlandi en líka á öðrum stöðum. Þaðan skipulögðum við hvernig ritgerðin flokkaðist, inngang, meginmál og lokaorð ásamt nokkrum stadalstaðreyndum um hann.  Þar sem að ég myndi ekki vera viðstaddur næsta fimmtudag,  reyndi ég að draga það sem komið var í siman minn og þaðan í tölvuna heima hjá mér, en ég gat ekki komið X-mind til að virka.

 

 

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!