Ástráður

Archive for október, 2014

Vika 8 – Eðlisfræði

by on Okt.22, 2014, under Hlekkur 2

Að ritgerðinni lokni hófst svo nýr hlekkur, og í þetta skiptið er það eðlisfræðin

mánudagur.

ég var ekki þá en þá byrjuðum við í eðlisfræði hlekknum

Þriðjudagur

Á  þriðjudaginn var m.a. stöðvavinna með 12 stöðvum, en áður en þa hófst, fengum við að læra eitthvað um hvernig reiknaður er út kraftur efnis sem nefnist N (eða Njúton) og hvernig er hægt að reikna hann. Formúlan var eftirfarandi:

Til að finna kraft efnis, þarf fyrst að finna hröðunþess og massa. Í þessu tilfelli skulum við segja að hröðun efnis sé 10 m/s í öðru og massi sé um 50 kg. Massi er margfaldaður með hröðuninni sem er þá 10×50 sem er 500 og þá ertu komin með kraft efnis, sem er 500 N. En til að finna hröðun efnis, þarftu að hafa massa þess (kg) og kraft (N) og deilirðu þá kraftin í massa sem verður þá : 500/50 = 10 m/s í öðru. Til að finna massan, er þá gert kraftur deilt með hröðun sem er þá 500N / 10 m/s í öðru = 50 og er þá massinn 50 kg. Ég og Hannes tókum stöð 1 þar sem átti að finna nöfn áhalda og tækja, stoð 6, þar sem voru þrautir fyrir framhaldsskóla til að auka þekkingu okkar á efninu sem við erum að vinna með, og svo ætluðum við að taka stöð 7 en tíminn var búinn áður en við náðum að klára.

fimtudagur

Á fimmtudaginn voru svo ritgerðarskil. Mín ritgerð teigði sig alveg yfir 3500 orð, meira en nokkur annar í bekknum, en þegar ég skrifa um úlfa, þarf að stoppa mig með valdi, og það er það sem tímamörkin gerðu, en ég var mjög stoltur af henni því ég lagði mikla vinnu í hana, mikla hugsun og mikla orku, en ég náði þó að skila henni á tíma, reyndar þó tókst mér ekki að setja hana í plastmöppuna… en lítið annað var gert þennan fimmtudag.

Fréttir

Það er líf eftir dauðann !

Velti bílnum á leiðinni í gegnum hlið

 

Leave a Comment more...

Vika 5-6 Bárðabungu

by on Okt.08, 2014, under Óflokkað

Í þessari viku átti bara að vera fjallað um Bárðarbungu

Bárðarðarbunga er stór eldstöð, staðsett í vestari hluta Vatnajökuls. Hún er ein víðáttumesta eldstöð Íslands, sem teigir sig yfir nærri 200 km löng og 25 km breið. Hún er falinn í ís, og geymir hún gríðarmikla jökulfyllda ösku. Fáir tóku eftir þessari eldstöð, og þeim sem tóku eftir henni, voru ekki með hana á hæsta lista, þangað til jökullin fór að rumska. Jarðskjálftar byrjuðu að poppa upp hver á eftir öðrum, og vissu vísindamenn að eitthvað væri að gerast undir jöklinum, en ekki nákvæmlega vitað hvar. Kröftugi jarðskjálftin sem kom svo gosinu af stað, fór alveg upp á 5 á Richter. Bárðarbunga eignar sér mörg gjóskulög, sem upprunalega voru haldið að væri frá öðrum eldstöðvum, og leiddi gjálpargosið 1996 það í ljós að samspil getur átt sér stað á milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Þessi víðamikla eldsstöð hefur með sér næst hæsta tind Íslands, sem teigir sig upp alveg í 2009 metra. Á 700 metra dýpi leinist 70 ferkílómetra askja, 10 km breið, og rísa barmar hennar í allt að 1850 metra, og er þessi askja allgjörlega jökulfyllt.

Bárðarbunga hreppur heiðurinn fyrir eitt öflugasta og hættulegasta eldstöð Íslands.Bárðarbunga

Þann 29 ágúst hófst svo gosið. Gosið í Holuhrauni er mesta hraunflóð síðan Heklugossins árið 1947 þegar þetta er skrifað og enn streymir hraun upp úr því. Holuhraun, sem er 10 km fyrir ofan Vatnajökul. Fréttir frá mörgum vefmiðlum s.s. mbl.is og vísir og Rúv greyna frá að kílómetralangt gos hafi hafist í Holuhrauni. Gosinu lauk stutt eftir það, en þar stoppaði atburðum ekki. Stuttu eftir það hófst annað gos, og í þetta skipti alveg 2 kílómetra sprungu. Og þá byrjaði hraunið að streyma fyrirstöðulaust. Skjálfatr héldu áfram í Holuhrauni, en þó dvínandi, en Bárðarbunga fór á skjálftareið, og er enn í gangi. Hraunstreymið er talið hafa komið upp í Bárðarbunu og farið svo með gömlum kvikugöngum og komið svo upp á heppilegum stað, í gömæu gæigunum í Holuhrauni. 3 september voru 7 kílómetrar af gosi spúnir upp, Svo fóru um hugsanir um gos í Bárðarbungu og afleiðingar þess. Bárðarbunga seig niður um 15 metra sem aukti líkur verulega á gosi í Bárðarbungu. Gosið í holuhrauni sem fer efti gömæum kvikugöngum, kemur beint úr kvikuþró, ekki kvikuhólfi, en vísindamenn telja að ef gjósi úr Bárðarbungu, þá gjósi úr þessu kvikuhólfi. Gosið í Holuhrauni stendur enn til þess dags í dag, og spýtir það upp 100-200 rúmmetrum af gosi á hverri sekúndu, við bíðum spennt eftir áframahaldi gossins

 

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!