Ástráður

Archive for nóvember, 2014

Vika 1 – Hlekkur 3 – Stjörnufræði!

by on nov.26, 2014, under Hlekkur 3

mánudagur

Á mánudaginn byrjuðum við nýja hlekkinn formlega. Við fengum okkur hugtakarkort, skoðuðum bækur sem notaðar myndu verða í þessum hlekk, og lögð áheirsla á mikilvægi stjörnufræðivefsins. Við kíktum líka mjög mikið í fréttir, fréttir af Philae og Rosettu og ferðalögum þeirra, skoðuðum stórbrotnar myndir af Íslandi eftir Erez Maro, meira af eldgosinu í Holuhrauni og margt fleirra skemmtilegt

þriðjudagur

Á þriðjudaginn var stöðvavinna, ég tók fyrstu stöðina þar sem verkefnið var að fjalla um Philae og Rosette, en ég skryfaði þó aðalega um Philae, hvaða skynjara hann hefur, hvert verkefni hans er, hvernig hann framkvæmir hluti, og líka það að hann er núna sofandi vegna þess að hann er á dekkri hlið halastjörnunar, þar sem engin sól fer að sjálfsögðu, og er hann þar aðgerðalaus. Ég og Hannes reyndum að taka einhverjar tölvu stöðvar, en reyndist það okkur erfitt því talvan var nærri jafn hæg og internet explorer. Ég fór líka á stöð 9 og 10, (ef mig minnir rétt) þar sem ég svaraði spurningum um plánetur, kjaransamruna, mismun á umhverfis tíma um sólu mismiunandi reikistjarna og fleira

fimmtudagur

Í dag fengum við nýtt verkefni. Þetta kom í stað fyrir próf og var þetta einstaklingsverkefni, eða kynning, og áttum við að kynna einhvern hlut í geimnum. Við fengum að velja okkur hlut, því enginn átti að vera með það sama og valdi ég gasrisan Júpíter, því mér hefur alltaf fundist hann sérstaklega áhugaverður, vegna stærðar hans og sérstaklega langaði mig að ræða um hinn ógurlega hvirfilbil sem reykir á honum og hefur gert í margar aldir, sem er stundum nefnt auga Júpíters.

planet

Fréttir: 40 ára skilaboð um jafnrétti

Glæpakettir í rússneskum fangelsum

Í tilefni alþjóðlega klósettdagsins 19. nóvember

Leave a Comment more...

Vika 11

by on nov.23, 2014, under Hlekkur 2

mánudagur

Þetta var seinasta vikan í eðlisfræði og var hún notuð til að gera tilruan. Ég var þó ekki á þessum degi…

 

þriðjudagur

Við hófumst handa á nýrri skýrlsu, og í þetta sinn vorum við  að finna hröðun bolta. Ég fór inn í hóp með Herði, Guido og Dísu, og fórum við beint í að vinna. Til að finna hröðun, þarf að nota eftirfarandi formúlur: (lokahraði-upphafshraði)/tíma. Dæmi: Mótorhjól ferðast frá A til B. Gefum okkur það að á miðri leið er hann kominn upp í 70 km klst, og gefum okkur það að það tók hann, u.þ.b. 30 sek til að komast það hátt. Að sjálfsögðu byrjar hann í 0. Hröðunin sem við viljum finna er frá því hann leggur af stað, þangað til að hann fer á hraða sem breytist ekki, í þessu dæmi 70. Lokahraði er þá 70 km klst og upphafshraði er 0. Þá gerum við formúluna okkar:(70-0)/30 og fáum út: 2,33. Þá er hröðunin frá 0 km á klst til 70 km klst á 30 sek 2,33m/s2.

Við notuðum þessar formúlur til að mæla hröðunina okkar en tilraunin var framkvæmd með því að við tókum bolta, merktum 20 metra, og svo merktum á hverja 5, (þannig að við merktum á 5, 10, 15 og 20) og tókum tíma hversu langan tíma það tókan boltan að fara þessa leið, og tókum tíman á hversu lengi hann fór hverja 5 metra. Hröðunin var áhugaverð, fór bæði hratt upp í jákvæða hröðun, en dvínaði svo niður í neikvæða hröðun. Nánari upplísingar á verkefnabankanum.

fimmtudagur

Við héldum áfram að gera skýrlsuna, klára hana til, skrifa og klára inngang framkvæmd og niðurstöður, og pússuðum hana svo aðeins til.

AccelerationFormulaA

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!