Ástráður

Archive for febrúar, 2015

Vika 2 Lífríki Þingvallavatns

by on Feb.26, 2015, under Hlekkur 6

Hér var verkefnið að skrifa um lífríki Þingvallavatns og sérstaklega um bleikjurnar þar

Þingvallavatn inniheldur þrjár af þeim fimm fiskitegundum sem finnast hér á landi, það eru Urriði Bleikja og Hornsíli. Talið er að þær hafi lokast í vatninu rétt eftir ísöld þegar land byrjaði að rísa við suður enda vatnsins. Í þingvallavatni finnast líka um 50 tegundir smádýra og er talið að í fjöruborðinu búa 120 þúsund dýr á hvern fermetra. Á síðustu 10 þúsund árum hafa myndast 4 afbrigði bleikju í vatninu og hafa hvergi annarstaðar í heiminum myndast fjögur afbrigði af sömu fiskitegund. Það eru sílableikjan, kuðungableikjan, dvergablekja og murta. Sílableikjan sjálf getur orðið allt að 40 cm en Murtan verður aðeins 20 cm og lifir hún á smákröbbum, mýflugum og lirfum, með oddmjótt höfuð og jafnlanga skolta. Kuðungableikjan er með dökkt bak og silfraðar hliðar og verður hún allt að 20-50 cm löng. Hún étur m.a. mý, hornsíli og fleirri botnlæg dýr. smæst af þeim öllum er dvergbleikjan sem verður allt uppúr 7 cm til 20 cm. Hún verður 2-4 ára og lifir hún á kuðungum. Ástæðan fyrir því að það eru 4 afbrigði í einu vatni er það að Þingvallavatn hefur svo ríkan fæðustofn að bleikjurnar þurfa ekki að berjast um fæðuna, heldur getur hvert afbrigði lifað á mismunandi fæðustofni.

Heimildir fundnar á:

http://visindavefur.is/svar.php?id=2327

http://fos.is/2010/09/28/dvergbleikja/

http://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2010/08/13/Hvad-er-liffraedileg-fjolbreytni—Thingvallavatn/

http://www.thingvellir.is/nattura/fiskurinn/bleikja.aspx

BleikjutegundirThingvallava_(Small)

Leave a Comment more...

Hvíta – Hlekkur 6 Vika 1

by on Feb.24, 2015, under Hlekkur 6

mánudagur

Á mánudaginn byrjuðum við nýjan hlekk, þessi hlekkur sem var númer 6 er um Hvítá, m.a. jarðfræði og vatnasvið hennar. Í þessum tíma þá vorum við mest að rifja upp frá því í fyrra, hvað eru innry og ytri öfl (innri öfl eru t.d. jarðskjálfar og eldgos, eitthvað sem kemur innan frá. Ytri öfl eru eitthvað eins og stormar og vindir, rigning og veður og líka flest það sem með sólina snertir.) Við skoðuðum líka vatnasvið Ölfusar og hvernig Hvíta myndast, og svo ryfjuðum við upp mismunin á dragám, lindám og jökulám. Það sem við mundum var að jökulár voru (eins og nafnið bendir til) ár sem renna beint úr jökli, á meðan dragár eru bergvatnsár, sem myndast smám saman þegar yfirborðsvatn í lækjasytrum leitar sameiginlegs farvegs, og lindár eru ár sem eiga sína uppsprettu í lindum og uppsprettum. Við skoðuðum örlítið mismunandi gerðir jökla og svo eitthvað fleirra skemmtilegt.

þriðjudagur

Þennan þriðjudag var stöðvavinna og var þar unnið samkvæmt fyrirmælum. Ég og Hannes unnum eins og við gátum, og skoðuðum m.a. frétt um íshellinn í langjökli, og svo kíktum við inná vef frá Bolettu sem var gaman að sjá aftur um innry og ytri öfl o.fl en svo í lokinn vorum við látnir reikna út leng Hvítár, frá upptökum til ósa og eftir það föttuðum við að tíminn hafði alveg flogið frá okkur.

 

fimmtudagur

Á þriðjudaginn vorum við í tölvuveri að vinna verkefni sem voru á náttúrufræði síðunni. Mín verkefni fóru beint inná verkefnabankann, og sum af þeim verkefnum voru m.a. nr 2 og 4. Ég og Birgit unnum mikið saman, og þó að lítið væri um að finna af upplýsingum á köflum þá fengum við loks niðurstöður. Skoðuðum við líka hvernig flóðið í Ölfusá hafði áhrif á mikið af fólki og örugglega meira á dýralífið.

img_0649

Svo fann ég hér frétt frá honum kunningja mínum, honum Össi Skarphéðni um fiskiveg í Efra-Sogi og Landsvirkjun. Þó að ég gat ekki fundið fréttina á mbl, þá talar hann um 20 ára gamalt loforð landsvirkunar um að gera fiskiveg á milli Þingavllavatns og Efra-Sogs. Það sé mikilvægur hrignstaður fyrir stórurriðan, sem að hans mati er ein af merkustu urriðahrygnustöðum í heimi. Ef áhugasamir vilja vita meira, þá var þetta í blaði morgunblaðsins frá laugardeginum, ef það er ennþá til einhverstaðar.

 

Leave a Comment more...

Vika X

by on Feb.15, 2015, under Hlekkur 5

mánudagur

Ég var ekki þennan mánudag en mér skilst að það hafi verið umræður um veður og krakkarnir kíktu eitthvað á það sem við vorum að læra í fyrra eða hvað 8. bekkur er  að læra núna

þriðjudagur

Ég var ekki heldur þennan þriðjudag vegna veikinda en ég heyrði að það var mikil plaggat vinna um veður og ský o.fl

fimmtudagur

Ég var hinsvegar komin aftur á fimmtudaginn og þá voru plaggötin kynnt, það var farið yfir blogg. Ekki mykið meira var gert þessa viku en ég ætla að reyna að bæta það upp með smá fróðleik og fréttum.

Ég hef lengi spurt sjálfan mig eina spurningu og seinustu daga hef ég verið að reyna að púsla svarinu saman, ég hef skoðað mismunandi heimildir og ég held að ég sé loks kominn með svarið yfir: Hvað er vindur ?
Vindur er loft á hreyfingu. Algenagsta ástæðan er misjafn loftþrýstingur, það er ekki sá sami loftþrýstingur á einu svæði og því næsta og verður þá vindurinn til þegar loftið reynir að koma frá hærri loftþrýstingi í hin minni. Þó getur mikið truflað vindinn á leið sinni og jafnvel breytt átt hans. Þannig að þegar við fáum vind í andlitið, þá er það bara loft að forðast frá háþrýstingssvæði og er að leita að minni loftþrýstingi. Heimildir fengnar á vedur.is

download

Stór pollur eða sæmilegt stöðuvatn!

Klessu krani í garðabænum

Leave a Comment more...

Spurningar um veður

by on Feb.05, 2015, under Óflokkað

Spurningar náttúrufræði 11/04 2015

  1. Þeir sólargeislar sem sólin sendir frá sér skapa varmaorku í mismunandi efnum sem annað hvort hitna eða kólna, sem skapa veður því þegar þeir hitna þá eru þeir eðlisléttari og þegar kólna þá eðlisþungari.
  2. Jörðin hitnar mest við miðbaug vegna halla jarðmönduls. Sólargeislar fella ekki beint á skautinn eins og við miðbaug.
  3. Veðurfræði í sjálfu sér er eðlisfræði, lægðir stormar og vindhviður eru sameindir með mismunandi varmaorku að hegða sér mismunandi við mismunandi aðstæður
  4. Möndulhalli jarðar er ástæða fyrir af hverju skautin eru köld og miðbaugur heitari. Jörðin snýst ekki alveg lárétt, hún snýst um möndulhalla sinn á 23,5°og þess vegna hittir ljósið meira miðbauginn en ekki skautin, semsagt gerir kaldara loftslag í norðri vegna minni varmaorku í lofttegundum en meiri í miðbaugnum
  5. Ský eru gróflega séð bara rigning. Þegar vatn hitnar léttist eðlismassi þess og það rýs upp, verður þar uppi að skýjum vegna þess að þau þéttast þegar þau eru uppi fyrir utan andrúmsloft. Ský eru bara raki, og þegar þau rigna eru þau fyrst að snjóa en þegar það fer í andrúmsloftið okkar þá bráðna snjókornin og verða að rigningu en þegar snjóar er bara það kalt úti að snjókornin bráðna ekki.
  6. Þegar kalt loft og heitt loft rekst á verða átök og lofttegundir fara á hreyfingu og mynda loftstrauma. Ástæðan er líka loftþrýstingur. Þrýstingsmunur, þegar loft fer frá hææri loftþrýsting til þess lægri.
Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!