Ástráður

Hvíta – Hlekkur 6 Vika 1

by on Feb.24, 2015, under Hlekkur 6

mánudagur

Á mánudaginn byrjuðum við nýjan hlekk, þessi hlekkur sem var númer 6 er um Hvítá, m.a. jarðfræði og vatnasvið hennar. Í þessum tíma þá vorum við mest að rifja upp frá því í fyrra, hvað eru innry og ytri öfl (innri öfl eru t.d. jarðskjálfar og eldgos, eitthvað sem kemur innan frá. Ytri öfl eru eitthvað eins og stormar og vindir, rigning og veður og líka flest það sem með sólina snertir.) Við skoðuðum líka vatnasvið Ölfusar og hvernig Hvíta myndast, og svo ryfjuðum við upp mismunin á dragám, lindám og jökulám. Það sem við mundum var að jökulár voru (eins og nafnið bendir til) ár sem renna beint úr jökli, á meðan dragár eru bergvatnsár, sem myndast smám saman þegar yfirborðsvatn í lækjasytrum leitar sameiginlegs farvegs, og lindár eru ár sem eiga sína uppsprettu í lindum og uppsprettum. Við skoðuðum örlítið mismunandi gerðir jökla og svo eitthvað fleirra skemmtilegt.

þriðjudagur

Þennan þriðjudag var stöðvavinna og var þar unnið samkvæmt fyrirmælum. Ég og Hannes unnum eins og við gátum, og skoðuðum m.a. frétt um íshellinn í langjökli, og svo kíktum við inná vef frá Bolettu sem var gaman að sjá aftur um innry og ytri öfl o.fl en svo í lokinn vorum við látnir reikna út leng Hvítár, frá upptökum til ósa og eftir það föttuðum við að tíminn hafði alveg flogið frá okkur.

 

fimmtudagur

Á þriðjudaginn vorum við í tölvuveri að vinna verkefni sem voru á náttúrufræði síðunni. Mín verkefni fóru beint inná verkefnabankann, og sum af þeim verkefnum voru m.a. nr 2 og 4. Ég og Birgit unnum mikið saman, og þó að lítið væri um að finna af upplýsingum á köflum þá fengum við loks niðurstöður. Skoðuðum við líka hvernig flóðið í Ölfusá hafði áhrif á mikið af fólki og örugglega meira á dýralífið.

img_0649

Svo fann ég hér frétt frá honum kunningja mínum, honum Össi Skarphéðni um fiskiveg í Efra-Sogi og Landsvirkjun. Þó að ég gat ekki fundið fréttina á mbl, þá talar hann um 20 ára gamalt loforð landsvirkunar um að gera fiskiveg á milli Þingavllavatns og Efra-Sogs. Það sé mikilvægur hrignstaður fyrir stórurriðan, sem að hans mati er ein af merkustu urriðahrygnustöðum í heimi. Ef áhugasamir vilja vita meira, þá var þetta í blaði morgunblaðsins frá laugardeginum, ef það er ennþá til einhverstaðar.

 


Leave a Reply

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!