Ástráður

Vika 2 Lífríki Þingvallavatns

by on Feb.26, 2015, under Hlekkur 6

Hér var verkefnið að skrifa um lífríki Þingvallavatns og sérstaklega um bleikjurnar þar

Þingvallavatn inniheldur þrjár af þeim fimm fiskitegundum sem finnast hér á landi, það eru Urriði Bleikja og Hornsíli. Talið er að þær hafi lokast í vatninu rétt eftir ísöld þegar land byrjaði að rísa við suður enda vatnsins. Í þingvallavatni finnast líka um 50 tegundir smádýra og er talið að í fjöruborðinu búa 120 þúsund dýr á hvern fermetra. Á síðustu 10 þúsund árum hafa myndast 4 afbrigði bleikju í vatninu og hafa hvergi annarstaðar í heiminum myndast fjögur afbrigði af sömu fiskitegund. Það eru sílableikjan, kuðungableikjan, dvergablekja og murta. Sílableikjan sjálf getur orðið allt að 40 cm en Murtan verður aðeins 20 cm og lifir hún á smákröbbum, mýflugum og lirfum, með oddmjótt höfuð og jafnlanga skolta. Kuðungableikjan er með dökkt bak og silfraðar hliðar og verður hún allt að 20-50 cm löng. Hún étur m.a. mý, hornsíli og fleirri botnlæg dýr. smæst af þeim öllum er dvergbleikjan sem verður allt uppúr 7 cm til 20 cm. Hún verður 2-4 ára og lifir hún á kuðungum. Ástæðan fyrir því að það eru 4 afbrigði í einu vatni er það að Þingvallavatn hefur svo ríkan fæðustofn að bleikjurnar þurfa ekki að berjast um fæðuna, heldur getur hvert afbrigði lifað á mismunandi fæðustofni.

Heimildir fundnar á:

http://visindavefur.is/svar.php?id=2327

http://fos.is/2010/09/28/dvergbleikja/

http://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2010/08/13/Hvad-er-liffraedileg-fjolbreytni—Thingvallavatn/

http://www.thingvellir.is/nattura/fiskurinn/bleikja.aspx

BleikjutegundirThingvallava_(Small)


Leave a Reply

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!