Ástráður

Archive for maí, 2015

Sveppa Ferð 5/12

by on Maí.18, 2015, under Óflokkað

Hér er skýrslan mín af sveppaferðinni sem var á þriðjudaginn liðinn, enjoy :)

Sveppaframleiðsla

Leave a Comment more...

Vika 4 – Seinasta viku uppfærslan

by on Maí.05, 2015, under Óflokkað

Mánudagur

Í dag byrjuðum við að tala um frumverur. Frumverur eru skilgreindar í einfrumunga sem hafa einn frumukjarna og eru bara ein fruma en geta samt myndað sambýli og fjölrumunga sem eru eitthvað eins og dýr, sveppir og plöntur. Við flokkuðum þær betur, skilgreindum hverjar voru ófrumbjarga og hverjar væru frumbjarga, hver er með dreifkjörnunga og hver ekki og margt fleira.

Þriðjudagur

Í dag var Gyða ekki og var þá stór Nearpod kynning. Sumir unnu í pörum og átti að fara yfir glæurur og svara spurningum úr efninu. Kynningin var löng og ströng en eftir að hún kláraðist var tíminn búinn. Farið var í nýjar frumur, greining hvernig frumar lifa hvar og hvaða eiginleika hafa t.d. bakteríur sem aðrar frumur hafa ekki.

Fimmtudagur

Við byrjuðum tíman á að fara út við ár og læki og safna sínum fyrir uppikomandi verkefni. Ég og Birgit fórum niður að litlu laxá og náðum okkur í sýni til þess að geyma. Þegar inn var komið fórum við svo yfir blogg og umræður fóru í gang um mikilvægi jarðar og hvernig við erum hægt og örugglega að drepa hana.

Frumdýr

Frumdýr teljast flest einfrumungar en þó geta sumar myndað sambú fruma. Vísindamenn hafa reynt að geta sér til um hversu margar þær eru en þó geta þeir vel verið langt frá réttu svari. 65 þúsund hefur verið lýst en hellingur er örugglega eftir. Þeir eru mjög stór hluti af lífkerfi okkar, stærri en við hryggdýrin ef miðað er við einstaklingsfjölda. Þau eru aðal neytendur gerla og smárra sveppa. Vöxtur þeirra væri þess vegna stjórnlaus ef ekki væri fyrir frumdýr. Þau eru líka sníklar og gegna mikilvægu hlutverki í rotnunarferlum í fæðukeðjunni. Þau eru líka mikilvæg fæðuuppspretta fyrir minni tegundir af hryggleisingjum.

     Bifdýr

Bifdýr eru talinn lengst þróuð af öllum frumdýrum ef litið er til líkamsgerðar, þau nota bifhárinn til að koma sér áfram í vatni eða til að sópa til sín fæðu. Bifdýr hafa bifhárin sín á mismunandi skeiðum ævi sinnar, sum hafa bara hárinn í æsku en sum hafa þau allt sitt líf. Sogdýr(eða suctoria) hafa hárin aðeins í æsku sinni en þegar fullvaxinn fá þau einskonar arma sem þau nota til að grípa önnur frumdýr og sjúga úr þeim innihaldið.

Heimildir: Vísindavefurinn

FRÉTTIR

Everest lækkar!

Sjórinn missir súrefni!

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!