Ástráður

Archive for september, 2015

Vika 4

by on Sep.23, 2015, under Hlekkur 1

Mánudagur

Þennan dag fórum við aðalega yfir það sem við færum í í vikunni. Þ.á.m var ósonlagið, loftmengun, gróðurhúsaáhrif, ofauðgun og aðrir hlutir sem ógna náttúrunni eða skemma. Við kíktum á margar fréttir, og þ.á.m. var frétt um hvernig veðrið verður árið 2050, þar var talað um hversu mikið meira af raka væri í loftinu, plöntulíf myndi blómstra en hiti myndi svo sannarlega hækka. Rigningar yrðu fleirri og mörg önnur atriði.

Þriðjudagur

Í dag fengum við úthlutað verkefni, nefnt: Ég ber ábyrgð. Parað var saman í hópa og var ég settur með Hönnu og Birgit. Við völdum okkur viðfangsefni eins og allir aðrir hóparnir, og okkar viðfangsefni var jarðardagurinn. Þegar við byrjuðum að leita að upplýsingum um hann, komumst við að því að sá jarðardagur sem við fundum mestar upplýsingar um var jarðardagurinn 22. apríl og þar er sérstök áheirsla lögð á það að hjálpa jörðinna, slökkva ljós, nota minna vatn, flokka meira og mikla áheyrslu lagt að stöðva fyrirtæki sem að eru að menga mikið og stunda einhverja ólegala starfsemi þegar kemur að náttúrverndar málum. Annars vegar var sá jarðardagur sem að Gyða sagði okkur frá, sem að breytist á hverju ári. Sá dagur er þegar við höfum notað upp allar auðlindir jarðar yfir það mark þar sem að hún getur endurnýjað sjálfan sig og þessar auðlindir, og þessi dagur er alltaf á hverju ári að færast nær og nær. En þar sem að við fundum meiri upplýsingar um þann fyrri skrifuðum við meira um hann. Verkefnið var skemmtilegt og fræðandi, og fundum við nokkrar lausnir til að hjálpa jarðardeginum eða til að styðja hann samkvæmt Earthday.org :

  • Skipta um perur – Nýjar flúrljós perur eru miklu meira orkusparandi en þær sem að meginmegnis notaðar hér á landi. Þær endast mun lengur og spara mikinn pening.
  • Slökkva á tölvum – Tölvur sem eru í gangi yfir nótt eða yfir langan tíma geta eytt mikið af rafmagni, sérstaklega borðtölvur. Betra er að setja þær í svokallað „Sleep mode“ sem kemur með flestum nýjustu tölvum nú til dags en best væri þó að slökkva alveg á þeim
  • Vaska minna upp – Að nota minna vatn í uppvaskið getur sparað allt upp í 50 lítra eða meira. uppþvottavélar nú til dags geta þrifið diska og glös mjög vel og þær eyða sjálfar ekki það mikið af vatni.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fór allur tíminn í að vinna þetta verkefni.

 

Leave a Comment more...

Vika 3

by on Sep.14, 2015, under Hlekkur 1

Mánudagur

Þennan dag var aðallega umræða og einhver verkefni. Við ræddum aftur um mikilvægi samspils lífvera og lífvana og töluðum meira um skógi og hversu mikið af trjám voru á Íslandi áður en að landnámsmenn komu, á þeim tíma var 25 prósent landsins hulið skógi en nú er minna en 3 prósent landsins hulið skógi.  Mikilvægi stöðuvatna og hafsins og margt fleira.

Miðvikudagur 

Þennan dag var stöðva vinna með mörgum áhugaverðum stöðvum. Ég byrjaði á því að setja saman  frumeindir og glúkósa en svo en svo for ég í kross glímur, orð af orði og margt fleira. Þegar lítið var eftir af tímanum for ég og kíkti í smásjá og sá loftgöt og grænu korn af undir laufblöðum. Það tók smá tíma en það sem ég sá svo eitthvað sem var svo sannarlega biðinnar virði. Loftgötinn voru lítil en samt sjáanleg, og afar áhugaverð. Eftir það kláraði ég blaðið og hélt úr tíma.

Ég var ekki á fimmtudaginn, því ég þurfti að ríða með safni.

Leave a Comment more...

Danmörkuferð

by on Sep.13, 2015, under Hlekkur 1

Þegar ég kom til Danmörku var ég strax heillaður af mismunandi veðurfari, hitastigi, og náttúru yfir höfuð í Danmörku. Þó að munurinn var ekki mikill var þetta samt vel greinilegt fyrir mér, því þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði komið til útlanda! Greinilegasi mismunurinn fyrir mér á milli Danmörku og Íslands var hitinn og vindurinn. Þó að við eyddum mestum okkar tíma í Kaupmannahöfn, og þar sem að ekki mikill vindur safnast upp í svona borgum og hverfum, fann ég samt fyrir því hvernig vindurinn var ekki eins kaldur og heima, þegar við vorum ekki í borginni. Það sem að náði athygli minni líka eftir vikudvöl í Danmörku, var hversu mikið magn af trjám þeir hafa. Mest allt af því sem að við sáum og hvert við fórum, voru þessi tré plöntuð, ekki náttúrulegir skógar – en annars fanst mér vera nærri óhóflega mikið af þeim. Eins mikill Íslendingur og ég er, er ég vanur að líta upp til fjallanna okkar, en mér fanst eins og Danirnir væru að hylja þá staðreynd að þeir hafa enginn fjöll, með því að setja nóu mikið af trjám til þess að fela staði þar sem veinjulega sást til fjalla. Náttúran í Danmörk er að sjálfsögðu mun öðruvísi frá náttúrunni í Íslandi, en það vita þeir vel og eru að gera sitt besta til að vernda hana. Þ.á.m er stofnun sem heitir danska náttúrustofnunin og sér hún um að vernda og hugsa um náttúrumál í Danmörk, og segja margir að hún hafi  notið mikillar velgengni. Hún hugsar um jafnvægislega þróun í landinu, og er ábyrg fyrir að halda uppi fjölbreittum sveitum og héröðum, og vill finna jafnvægið á milli náttúru og iðnframleiðslu. Allt í allt er Danmörk áhugavert land og svo sannarlega þess virði að koma aftur til, og ekki bara til þess að skoða náttúru hennar.

Heimild

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!