Ástráður

Archive for október, 2015

Vika 3

by on Okt.26, 2015, under Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudaginn fórum við í hugtök eins og ríkjandi og víkjandi. Þessi hugtök eru í sjálfu sér mjög einföld og reiða bæði á hvort annað. Ríkjandi er þegar annað genið stjórnar meira, hefur meiri áhrif á genamengið þannig að þegar einn kostur er ríkjandi er það alltaf hann sem kemur þegar sett er saman tvo gen, t.d. Ef að móðirin er hvít og faðirinn er svartur, þá fer það eftir því hvort þeirra er með ríkjandi húðlitagen sem stjórnar hvernig barnið verður á litinn, þ.e.a.s. ef að þau eru ekki bæð með ríkjandi húðlit. Segjum sem svo að móðirin er með víkjandi húðlit og faðirinn með ríkjandi, og þegar kemur að því að velja húlitagen, mun gen föðurinns alltaf vinna, vegna þess að hans gen eru ríkjandi. Þetta er mjög vel útskýrt fannst mér með Punnett square, sem segir hvernig ríkjandi og víkjandi virkar og líkurnar á einhverjum genum komi fram. Við fórum líka í gegnum fleirri hugtök eins og arfblendinn og arfhreinn (líka vel útskýrður með Punnett square) sem er bara það að arfhreinn er þegar einstaklingur er með tvö ríkjandi gen (YY) eða tvö víkjandi (yy) en arblendinn þegar þeim er blandað saman (Yy) Ef mig minnir rétt.

Miðvikudagur

Stöðvavinna var á miðvikudag, og þó að ég gerði eitthvað í tímanum, gerði ég svo sannarlega ekki nóg(vekna heilsuferðar til læknis). En það sem við fórum í – allavega í byrjun tímanns- voru hugtökin sem við lærðum í gær, og hvernig við áttum að skilja þau. Ég náði einni stöð sem útskýrði vel hvernig HIV veirann sýkir aðrar frumur og hvernig eitt prósent manna eru ónæmir fyrir þessari veiru. Venjulega sýkir veiran frumur þannig að þegar hún afritar RNA sitt inn á DNA frumunnar, þá stoppar hún alla verndareingla innan frumunnar, með sérstöku próteini, en þar sem í einu prósenti mannkinsins stoppa próteinin þessa ákveðnu verndarguði frumunnar ekki, hugsanlega sökum ofvirkni í frumunni. Þeir þaðan ná að skemma afritunina þannig að fruman, þó sýkt sé að einhverju leiti getur ekki framleitt HIV veiruna, og því (vegna þess að hún getur ekki framleitt aftur meiri prótein eða RNA) deyr hún einfaldlega út.

Fimmtudagur

Ekki gerðist mikið á fimmtudaginn, horfðum á myndbönd þrátt fyrir að Gyða var ekki og fórum því enn betur í hugtök sem við áttum að læra.

image162

 

Hér hef ég mynd með link inn á henni þar sem að (á ensku) er sýnt eitthvað um Punnett square og hvernig hann virkar, litningar og eitthvað fleirra sem lítur út eins og Punnett square en er mikklu miera ógnvekjandi en það.

Hér er svo myndband sem mér finnst útskýra frekar vel hvað gen er.

 

 

 

 

Leave a Comment more...

Vika 2

by on Okt.22, 2015, under Hlekkur 2

Mánudagur

Hér var góður fyrirlestur um DNA, litninga og margt annað. Gyða fór yfir mikið í tímanum, hugtök eins og ríkjandi og víkjandi, arfblendinnn og arfhreinn og mörg önnur hugtök. Fórum líka yfir hvernig litnningar virka og hversu marga litninga við höfum, og mismuninn á karl og kvenlitningum.

Miðvikudagur

Hér voru allir saman í tíma vegna fjarvistar sumra kennara, og áttum við að undirbúa kynningu í hópum. Ég var í hóp með Filip, Gumma og Gabríel og gerðum við stutta kynningu um furðulegar staðreindir um frumur. Við fundum margar skemmtilegar staðreynir, þ.á.m að 50 % af genunm manneskju eru þau sömu og í bananna. Við kláruðum kynninguna snemma og settum hana á padlettið.

Fimmtudagur

Það var ekki mikið gert á fimmtudaginn, við horfðum bara á myndbönd um frumur frá mismunandi vefum og höfðum það rólegt.

Fréttir

Sigmundur Davíð, er Back to the future fan

Putin gagnrýndur vegna heimsókn Assad

 

 

Leave a Comment more...

Vika 1

by on Okt.13, 2015, under Hlekkur 2

Mánudagur

Í dag fengum við þá tylkinningu að við værum á leiðinni inn í efnafræði. Við höfðum nú það verkefni að rifja upp frumulíffræði og sjá hvort að við mundum eitthvað frá árum áður. Fyrir þá sem að höfðu ekki alveg jafn skarpt minni, var ekki öll von úti því að við fengum uppryfjunarfyrirlestur úr þeim efnum. Við tókum vel í gegn frumuskiptingu, hvernig frumur skipta sér á tvo mismunandi hætti, annars vegar: Mitosa, þegar fruman skiptir sér í tvennt og myndar tvær alveg eins frumur, og meiosa, þar sem að fruman skiptir sér í fernt. Minnir mig. Við fórum í gegnum stofnfrumur og hvaða hlutverki þær gegna og svo voru einhverjar fréttir

Miðvikudagur

Stöðvavinna var á miðvikudag eins og flestallaðra miðvikudaga, og þar voru margar stöðvar í boði. Ég valdi fyrst stærðfræði stöð, þar sem að markmiðið var að reikna út með lögmálum og formúlum hversu margar frumur eru í einum mannslíkama, og gerði ég það ásamt Birgit, Hannesi og Steinari. Eftir það var fengin litastöð, þar sem að við fengum blað með dýrafrumu og áttum við að lita mismunandi hluta hennar í mismunandi litum, eftir fyrirmælum. O svo til að enda það tók ég krossglímu þangað til að tíminn kláraðist

Fimmtudagur

Fimmtudagurinn var verkefnisdagur úr seinasta hlekk, og var þar einstakt verkefni inná padletinu, þar sem að við áttum að velja þrjú verkefni og skrifa eitthvað um þau. Tíminn kláraðist hratt og gerðist ekki mikið meira þann tíma.

Leave a Comment more...

Vika 6

by on Okt.07, 2015, under Hlekkur 1

Mánudagur

Þennan dag fengum við góða fræðslu um blóðmánann, vegna þess að hann sýndi sig kvöldið áður. Við skoðuðum myndir, horfðum á fréttir og gerðum margt annað teng mánanum sem að var skemmtilegt og fræðandi. Þó að skýjahula var yfir mánanum hér í hreppnum voru menn ekki hræddir við að koma út og taka myndir, þó fann ég engar sérstaklega góðar frá fólki úr þessum hreppum. Eftir það fórum við í hópavinnu, þar sem farið var í gagnvirkan lestur upp úr heftinu hans Einar Sveinbjörnssonar um hýnun jarðar og fleiri náttúru tengd vandamál. Planið var að Einn myndi lesa texta, taka svo það sem hann las og setja það í eina setningu, næsti myndi spyrja spurningar uppúr textanum, næsti myndi svo svara þeim og sá fjórði myndi hugsa um hva gerist næst. Þannig var unnið og var ég settur í hóp með Siggu og Hönnu, komu margar fræðilegar umfjallanir þar upp.

Það var ekki tími á miðvikudaginn

Fimmtudagur

Hér var tekið skemmtilegt verkefni um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna, um sjálfbærni jarðar. Fengum við tíma tl þess velja efni sem við styðjum, (Heimsfrið, Mengunarlaus sjór, Sjálfbærar borgir o.s.fr.) Og tókum við svo sjálfsmynd og settum okkur upp sem svona ofurhetju sem stendur fyrir það sem að við völdum. Það var einstaklega gaman og áhugavert.

Blóðmáni

Blóðmáni eða Blood moon gerist þegar almyrkvi verur á tunglinu og er hann þá í skugga jarðar, hann fær á sig nýjan lit, blóðrauður vegna þess að sólarljósið sem berst í gegnum lofthjúpinn tvístrar rauða litnum síðar en öllum hinum, ljósið berst þá til tunglsins með rauðum lit í sér. Þessi tunglmyrkvi er einstakur vegna þess að hann gerist þegar tungl er næst jörðu – 356,877 km í burtu. Aðeins fimm slíkir hafa átt sér stað síðan 1900, seinast 1982 og næst árið 2033. Venjulega hefur fullt tungl nálægt jörðu verið kallað ofurmáni, þó ekkert „ofur“ er við hann (Nema að 15 tommu pizza er „ofurpizza“ meðað við 14 tommu pizzu) Því tunglið er ekki nema 14 % stærra en fullt tungl í jarðfirrð. Mjög erfitt er því að sjá mun á þessum mána og einhverjum öðrum. 3107044530_c4031a05b7_z

Heimildir fengnar hér

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!