Ástráður

Vika 6

by on Okt.07, 2015, under Hlekkur 1

Mánudagur

Þennan dag fengum við góða fræðslu um blóðmánann, vegna þess að hann sýndi sig kvöldið áður. Við skoðuðum myndir, horfðum á fréttir og gerðum margt annað teng mánanum sem að var skemmtilegt og fræðandi. Þó að skýjahula var yfir mánanum hér í hreppnum voru menn ekki hræddir við að koma út og taka myndir, þó fann ég engar sérstaklega góðar frá fólki úr þessum hreppum. Eftir það fórum við í hópavinnu, þar sem farið var í gagnvirkan lestur upp úr heftinu hans Einar Sveinbjörnssonar um hýnun jarðar og fleiri náttúru tengd vandamál. Planið var að Einn myndi lesa texta, taka svo það sem hann las og setja það í eina setningu, næsti myndi spyrja spurningar uppúr textanum, næsti myndi svo svara þeim og sá fjórði myndi hugsa um hva gerist næst. Þannig var unnið og var ég settur í hóp með Siggu og Hönnu, komu margar fræðilegar umfjallanir þar upp.

Það var ekki tími á miðvikudaginn

Fimmtudagur

Hér var tekið skemmtilegt verkefni um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna, um sjálfbærni jarðar. Fengum við tíma tl þess velja efni sem við styðjum, (Heimsfrið, Mengunarlaus sjór, Sjálfbærar borgir o.s.fr.) Og tókum við svo sjálfsmynd og settum okkur upp sem svona ofurhetju sem stendur fyrir það sem að við völdum. Það var einstaklega gaman og áhugavert.

Blóðmáni

Blóðmáni eða Blood moon gerist þegar almyrkvi verur á tunglinu og er hann þá í skugga jarðar, hann fær á sig nýjan lit, blóðrauður vegna þess að sólarljósið sem berst í gegnum lofthjúpinn tvístrar rauða litnum síðar en öllum hinum, ljósið berst þá til tunglsins með rauðum lit í sér. Þessi tunglmyrkvi er einstakur vegna þess að hann gerist þegar tungl er næst jörðu – 356,877 km í burtu. Aðeins fimm slíkir hafa átt sér stað síðan 1900, seinast 1982 og næst árið 2033. Venjulega hefur fullt tungl nálægt jörðu verið kallað ofurmáni, þó ekkert „ofur“ er við hann (Nema að 15 tommu pizza er „ofurpizza“ meðað við 14 tommu pizzu) Því tunglið er ekki nema 14 % stærra en fullt tungl í jarðfirrð. Mjög erfitt er því að sjá mun á þessum mána og einhverjum öðrum. 3107044530_c4031a05b7_z

Heimildir fengnar hér


Leave a Reply

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!