Ástráður

Vika 1

by on Okt.13, 2015, under Hlekkur 2

Mánudagur

Í dag fengum við þá tylkinningu að við værum á leiðinni inn í efnafræði. Við höfðum nú það verkefni að rifja upp frumulíffræði og sjá hvort að við mundum eitthvað frá árum áður. Fyrir þá sem að höfðu ekki alveg jafn skarpt minni, var ekki öll von úti því að við fengum uppryfjunarfyrirlestur úr þeim efnum. Við tókum vel í gegn frumuskiptingu, hvernig frumur skipta sér á tvo mismunandi hætti, annars vegar: Mitosa, þegar fruman skiptir sér í tvennt og myndar tvær alveg eins frumur, og meiosa, þar sem að fruman skiptir sér í fernt. Minnir mig. Við fórum í gegnum stofnfrumur og hvaða hlutverki þær gegna og svo voru einhverjar fréttir

Miðvikudagur

Stöðvavinna var á miðvikudag eins og flestallaðra miðvikudaga, og þar voru margar stöðvar í boði. Ég valdi fyrst stærðfræði stöð, þar sem að markmiðið var að reikna út með lögmálum og formúlum hversu margar frumur eru í einum mannslíkama, og gerði ég það ásamt Birgit, Hannesi og Steinari. Eftir það var fengin litastöð, þar sem að við fengum blað með dýrafrumu og áttum við að lita mismunandi hluta hennar í mismunandi litum, eftir fyrirmælum. O svo til að enda það tók ég krossglímu þangað til að tíminn kláraðist

Fimmtudagur

Fimmtudagurinn var verkefnisdagur úr seinasta hlekk, og var þar einstakt verkefni inná padletinu, þar sem að við áttum að velja þrjú verkefni og skrifa eitthvað um þau. Tíminn kláraðist hratt og gerðist ekki mikið meira þann tíma.


Leave a Reply

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!