Ástráður

Vika 3

by on Okt.26, 2015, under Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudaginn fórum við í hugtök eins og ríkjandi og víkjandi. Þessi hugtök eru í sjálfu sér mjög einföld og reiða bæði á hvort annað. Ríkjandi er þegar annað genið stjórnar meira, hefur meiri áhrif á genamengið þannig að þegar einn kostur er ríkjandi er það alltaf hann sem kemur þegar sett er saman tvo gen, t.d. Ef að móðirin er hvít og faðirinn er svartur, þá fer það eftir því hvort þeirra er með ríkjandi húðlitagen sem stjórnar hvernig barnið verður á litinn, þ.e.a.s. ef að þau eru ekki bæð með ríkjandi húðlit. Segjum sem svo að móðirin er með víkjandi húðlit og faðirinn með ríkjandi, og þegar kemur að því að velja húlitagen, mun gen föðurinns alltaf vinna, vegna þess að hans gen eru ríkjandi. Þetta er mjög vel útskýrt fannst mér með Punnett square, sem segir hvernig ríkjandi og víkjandi virkar og líkurnar á einhverjum genum komi fram. Við fórum líka í gegnum fleirri hugtök eins og arfblendinn og arfhreinn (líka vel útskýrður með Punnett square) sem er bara það að arfhreinn er þegar einstaklingur er með tvö ríkjandi gen (YY) eða tvö víkjandi (yy) en arblendinn þegar þeim er blandað saman (Yy) Ef mig minnir rétt.

Miðvikudagur

Stöðvavinna var á miðvikudag, og þó að ég gerði eitthvað í tímanum, gerði ég svo sannarlega ekki nóg(vekna heilsuferðar til læknis). En það sem við fórum í – allavega í byrjun tímanns- voru hugtökin sem við lærðum í gær, og hvernig við áttum að skilja þau. Ég náði einni stöð sem útskýrði vel hvernig HIV veirann sýkir aðrar frumur og hvernig eitt prósent manna eru ónæmir fyrir þessari veiru. Venjulega sýkir veiran frumur þannig að þegar hún afritar RNA sitt inn á DNA frumunnar, þá stoppar hún alla verndareingla innan frumunnar, með sérstöku próteini, en þar sem í einu prósenti mannkinsins stoppa próteinin þessa ákveðnu verndarguði frumunnar ekki, hugsanlega sökum ofvirkni í frumunni. Þeir þaðan ná að skemma afritunina þannig að fruman, þó sýkt sé að einhverju leiti getur ekki framleitt HIV veiruna, og því (vegna þess að hún getur ekki framleitt aftur meiri prótein eða RNA) deyr hún einfaldlega út.

Fimmtudagur

Ekki gerðist mikið á fimmtudaginn, horfðum á myndbönd þrátt fyrir að Gyða var ekki og fórum því enn betur í hugtök sem við áttum að læra.

image162

 

Hér hef ég mynd með link inn á henni þar sem að (á ensku) er sýnt eitthvað um Punnett square og hvernig hann virkar, litningar og eitthvað fleirra sem lítur út eins og Punnett square en er mikklu miera ógnvekjandi en það.

Hér er svo myndband sem mér finnst útskýra frekar vel hvað gen er.

 

 

 

 


Leave a Reply

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!