Ástráður

Archive for desember 17th, 2015

Þurrístilraunir

by on Des.17, 2015, under Óflokkað

Miðvikudaginn 16. desember fengum við það verkefni að pófa eins og við gátum með þurrís og alla hans eiginleika.

Aðal munur á milli þurrís og venjulegs klaka er að þurrís er gerður úr koltvíoxíð (CO2) og það að hann „bráðnar“ allt allt öðruvísi en venjulegur ísmoli. Venjulegur ísmoli bráðnar í vatn og ef hann hitnar meira breytist hann í gufu, en þurrís fer beint í gufu þegar hann „bráðnar“ og kallast það þurrgufun.

Margar  stöðvar voru til að prófa og byrjuðum við Hannes á því að prófa sinnepsdollur, setja þurrís í þær og setja svo heitt vatn, og loka svo stútinum. Við gerðum það við nokkrar og ger’um einskonar lest.

Svo fórum við í að gera þurrís sápukúlu, með því að setja þurrís og nóg af heitu vatni í skál, sápubleyta tusku og renna henni svo yfir skálina og mynda einskonar stóra sáðukúlu sem að stækkaði þangað til að hún sprakk með svakalegu sjónarspili.

Eftir það gerðum við eina af mest áhugaverðum stöðvunum, það var að blása sápukúlu ofaní fiskiker með þurrís í botninum, ef það tókst og hún hélst á lofti þá tókum við eftir því að hún stóð eiginlega alveg kjurr í búrinu, fór ekki niður né upp. Eftir að spegúlera mikið fundum við það útt að sápukúlan hélst á lofti vegna fyrirnefndu þurrgufunar. Þurrísinn var að gufa upp og  (CO2) var að streyma út í loftið í gasformi og halda sápukúlunni uppi. Þó hún hægt og rólega dvínaði á botninn þá fanst okkur þetta stórmerkilegt.

Fleirri tilraunir voru eitthvað útí loftið, þ.á.m blaðra sem fylltist af  (CO2) og  þar af leiðandi þyngri en venjulegt loft. Við troddum blöðru ofaný suðuglas með þurrís í botni og sáum hvernig hún hægt og rólega lyftist upp, og svo reindum við að frysta blöðru með vatni í, og þegar tíminn var búinn var hún að einhverjuleiti frosinn, en ekki alveg.

Því miður lentum við Hannes í veseni með myndirnar og við komum þeim ekki yfir.

Takk fyrir mig, þetta var svo sannarlega skemmtilegt.

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!