Archive for mars, 2016
Hvítbók
by 00astradur on Mar.31, 2016, under Hlekkur 6
Afréttur
Égvaldi mér hugtakið afréttur því í lagalegum skilningi er það svolítið einstakt.
Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, 1. gr. Jarðalög nr. 81/2004, 2. gr. Lög um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, 3. gr. Segir að afréttur sé:
Landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé.
Og þó að útskýringin sé mjög einföld þá lendir hún undir fleiri hugtökum eins og Eignarland og Þjóðlenda. Bæði eru bloggfærsla fyrir sjálfan sig en til þess að ná hvað þau eru um er Eignarland Það sem einstaklingur á, og gilda öll eignarréttindi og öll venjuleg eignarráð, en Þjóðlenda: Landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Afréttur hefur verið kallaður bæði og líka hvorugt, en þó oftar undir þjóðlendu, eins og þessi síða segir. Hafa skal þó í huga að afréttur er ekki notað sem lýsingu á ákveðnu eignarformi, heldur frekar nýtingu lands.
Heimildir