Ástráður

Hlekkur 1

Vika 6

by on Okt.07, 2015, under Hlekkur 1

Mánudagur

Þennan dag fengum við góða fræðslu um blóðmánann, vegna þess að hann sýndi sig kvöldið áður. Við skoðuðum myndir, horfðum á fréttir og gerðum margt annað teng mánanum sem að var skemmtilegt og fræðandi. Þó að skýjahula var yfir mánanum hér í hreppnum voru menn ekki hræddir við að koma út og taka myndir, þó fann ég engar sérstaklega góðar frá fólki úr þessum hreppum. Eftir það fórum við í hópavinnu, þar sem farið var í gagnvirkan lestur upp úr heftinu hans Einar Sveinbjörnssonar um hýnun jarðar og fleiri náttúru tengd vandamál. Planið var að Einn myndi lesa texta, taka svo það sem hann las og setja það í eina setningu, næsti myndi spyrja spurningar uppúr textanum, næsti myndi svo svara þeim og sá fjórði myndi hugsa um hva gerist næst. Þannig var unnið og var ég settur í hóp með Siggu og Hönnu, komu margar fræðilegar umfjallanir þar upp.

Það var ekki tími á miðvikudaginn

Fimmtudagur

Hér var tekið skemmtilegt verkefni um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna, um sjálfbærni jarðar. Fengum við tíma tl þess velja efni sem við styðjum, (Heimsfrið, Mengunarlaus sjór, Sjálfbærar borgir o.s.fr.) Og tókum við svo sjálfsmynd og settum okkur upp sem svona ofurhetju sem stendur fyrir það sem að við völdum. Það var einstaklega gaman og áhugavert.

Blóðmáni

Blóðmáni eða Blood moon gerist þegar almyrkvi verur á tunglinu og er hann þá í skugga jarðar, hann fær á sig nýjan lit, blóðrauður vegna þess að sólarljósið sem berst í gegnum lofthjúpinn tvístrar rauða litnum síðar en öllum hinum, ljósið berst þá til tunglsins með rauðum lit í sér. Þessi tunglmyrkvi er einstakur vegna þess að hann gerist þegar tungl er næst jörðu – 356,877 km í burtu. Aðeins fimm slíkir hafa átt sér stað síðan 1900, seinast 1982 og næst árið 2033. Venjulega hefur fullt tungl nálægt jörðu verið kallað ofurmáni, þó ekkert „ofur“ er við hann (Nema að 15 tommu pizza er „ofurpizza“ meðað við 14 tommu pizzu) Því tunglið er ekki nema 14 % stærra en fullt tungl í jarðfirrð. Mjög erfitt er því að sjá mun á þessum mána og einhverjum öðrum. 3107044530_c4031a05b7_z

Heimildir fengnar hér

Leave a Comment more...

Vika 4

by on Sep.23, 2015, under Hlekkur 1

Mánudagur

Þennan dag fórum við aðalega yfir það sem við færum í í vikunni. Þ.á.m var ósonlagið, loftmengun, gróðurhúsaáhrif, ofauðgun og aðrir hlutir sem ógna náttúrunni eða skemma. Við kíktum á margar fréttir, og þ.á.m. var frétt um hvernig veðrið verður árið 2050, þar var talað um hversu mikið meira af raka væri í loftinu, plöntulíf myndi blómstra en hiti myndi svo sannarlega hækka. Rigningar yrðu fleirri og mörg önnur atriði.

Þriðjudagur

Í dag fengum við úthlutað verkefni, nefnt: Ég ber ábyrgð. Parað var saman í hópa og var ég settur með Hönnu og Birgit. Við völdum okkur viðfangsefni eins og allir aðrir hóparnir, og okkar viðfangsefni var jarðardagurinn. Þegar við byrjuðum að leita að upplýsingum um hann, komumst við að því að sá jarðardagur sem við fundum mestar upplýsingar um var jarðardagurinn 22. apríl og þar er sérstök áheirsla lögð á það að hjálpa jörðinna, slökkva ljós, nota minna vatn, flokka meira og mikla áheyrslu lagt að stöðva fyrirtæki sem að eru að menga mikið og stunda einhverja ólegala starfsemi þegar kemur að náttúrverndar málum. Annars vegar var sá jarðardagur sem að Gyða sagði okkur frá, sem að breytist á hverju ári. Sá dagur er þegar við höfum notað upp allar auðlindir jarðar yfir það mark þar sem að hún getur endurnýjað sjálfan sig og þessar auðlindir, og þessi dagur er alltaf á hverju ári að færast nær og nær. En þar sem að við fundum meiri upplýsingar um þann fyrri skrifuðum við meira um hann. Verkefnið var skemmtilegt og fræðandi, og fundum við nokkrar lausnir til að hjálpa jarðardeginum eða til að styðja hann samkvæmt Earthday.org :

  • Skipta um perur – Nýjar flúrljós perur eru miklu meira orkusparandi en þær sem að meginmegnis notaðar hér á landi. Þær endast mun lengur og spara mikinn pening.
  • Slökkva á tölvum – Tölvur sem eru í gangi yfir nótt eða yfir langan tíma geta eytt mikið af rafmagni, sérstaklega borðtölvur. Betra er að setja þær í svokallað „Sleep mode“ sem kemur með flestum nýjustu tölvum nú til dags en best væri þó að slökkva alveg á þeim
  • Vaska minna upp – Að nota minna vatn í uppvaskið getur sparað allt upp í 50 lítra eða meira. uppþvottavélar nú til dags geta þrifið diska og glös mjög vel og þær eyða sjálfar ekki það mikið af vatni.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fór allur tíminn í að vinna þetta verkefni.

 

Leave a Comment more...

Vika 3

by on Sep.14, 2015, under Hlekkur 1

Mánudagur

Þennan dag var aðallega umræða og einhver verkefni. Við ræddum aftur um mikilvægi samspils lífvera og lífvana og töluðum meira um skógi og hversu mikið af trjám voru á Íslandi áður en að landnámsmenn komu, á þeim tíma var 25 prósent landsins hulið skógi en nú er minna en 3 prósent landsins hulið skógi.  Mikilvægi stöðuvatna og hafsins og margt fleira.

Miðvikudagur 

Þennan dag var stöðva vinna með mörgum áhugaverðum stöðvum. Ég byrjaði á því að setja saman  frumeindir og glúkósa en svo en svo for ég í kross glímur, orð af orði og margt fleira. Þegar lítið var eftir af tímanum for ég og kíkti í smásjá og sá loftgöt og grænu korn af undir laufblöðum. Það tók smá tíma en það sem ég sá svo eitthvað sem var svo sannarlega biðinnar virði. Loftgötinn voru lítil en samt sjáanleg, og afar áhugaverð. Eftir það kláraði ég blaðið og hélt úr tíma.

Ég var ekki á fimmtudaginn, því ég þurfti að ríða með safni.

Leave a Comment more...

Danmörkuferð

by on Sep.13, 2015, under Hlekkur 1

Þegar ég kom til Danmörku var ég strax heillaður af mismunandi veðurfari, hitastigi, og náttúru yfir höfuð í Danmörku. Þó að munurinn var ekki mikill var þetta samt vel greinilegt fyrir mér, því þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði komið til útlanda! Greinilegasi mismunurinn fyrir mér á milli Danmörku og Íslands var hitinn og vindurinn. Þó að við eyddum mestum okkar tíma í Kaupmannahöfn, og þar sem að ekki mikill vindur safnast upp í svona borgum og hverfum, fann ég samt fyrir því hvernig vindurinn var ekki eins kaldur og heima, þegar við vorum ekki í borginni. Það sem að náði athygli minni líka eftir vikudvöl í Danmörku, var hversu mikið magn af trjám þeir hafa. Mest allt af því sem að við sáum og hvert við fórum, voru þessi tré plöntuð, ekki náttúrulegir skógar – en annars fanst mér vera nærri óhóflega mikið af þeim. Eins mikill Íslendingur og ég er, er ég vanur að líta upp til fjallanna okkar, en mér fanst eins og Danirnir væru að hylja þá staðreynd að þeir hafa enginn fjöll, með því að setja nóu mikið af trjám til þess að fela staði þar sem veinjulega sást til fjalla. Náttúran í Danmörk er að sjálfsögðu mun öðruvísi frá náttúrunni í Íslandi, en það vita þeir vel og eru að gera sitt besta til að vernda hana. Þ.á.m er stofnun sem heitir danska náttúrustofnunin og sér hún um að vernda og hugsa um náttúrumál í Danmörk, og segja margir að hún hafi  notið mikillar velgengni. Hún hugsar um jafnvægislega þróun í landinu, og er ábyrg fyrir að halda uppi fjölbreittum sveitum og héröðum, og vill finna jafnvægið á milli náttúru og iðnframleiðslu. Allt í allt er Danmörk áhugavert land og svo sannarlega þess virði að koma aftur til, og ekki bara til þess að skoða náttúru hennar.

Heimild

Leave a Comment more...

Vika 4

by on Sep.22, 2014, under Hlekkur 1

mánudagur

Á mánudgainn lærðum við um lindýr og skrápdýr. Skrápdýr eru fylking sjávardýra. Það eru um 7000 vitaðar tegundir af þeim dýrum. Skrápdýr eru meðal annars: Krossfiskar, sæbjúgu, ígulker, og fl. Nafn þeirra kemur úr kalkflögum á húð þeirra, sem á t.d. ígulkerjum getur myndað þykka skel. Lindýr eru fylking dýra sem eru hinsvegar með mjúkan líkama, og sum þeirra, eins og sumir sníglar, fara um með skel á baki. Það eru vitaðar um 100000 tegunda, og skiptast þau í 6 flokka, sem eru eftirfarandi: Höfuðfætlingar, sniglar, samlokur, nökkvar, sætennur, skelleysingjar, og einskeljungar. Við fórum líka meira í ritgerðar áheirsluatriði. Við fjölluðum líka um hvernig krossfiskar geta einfaldlega ef meiddir eða skemmdir, einfaldlega endurgóið það sem farið var og það sem var tekið af, getur orðið að nýjum krossfisk, og vísindamenn vita enn ekki hvernig þeir fara að því. Við skoðuðum myndir af sjávardýrum sem kallaðar eru englar og djöflar út af útliti sínu, og svo fórum við í margar skemmtilegar fréttir.

þriðjudagur

Á þriðjudaginn eiddum við mestöllum tímanum úti, og fórum við í að tína birkifræ fyrir Hekluskóga, eins og gert hefur verið í fjöldamörg ár, en eftir það fórum við inn í smá Alias bara svona til að ljúka tímanum.

fimmtudagur.

Á fimmtudaginn fórum við að skoða hryggleysingja, skordýr og áttfætlur, skoðuðum hvað af þeim er hér við Ísland, skoðuðum myndir af býflugum, köngulóm, sem skaut mörgum skelk í bringu þó myndirnar væru ekki slæmar ef ég mætti sjálfur segja, og þannig endaði vikan, ef minnið bregðist mér ekki.

fréttir

Hversu mörg Íslönd komast fyrir í Asíu

Seldi effel turnin til al capone

Leave a Comment more...

Vika 3

by on Sep.22, 2014, under Hlekkur 1

mánudagur

Á mánudaginn fórum við í svampdýr og holdýr. Við áttum að bragðbæta glósurnar hressilega, og gerðum við það eftir bestu list. Við skoðuðum líka hvernig kóralrif eru full af lífverum, og eru þeu bara svampdýr og holdýr, og við fórum líka vel í áheirslur i ritgerðarvinnu. Við skoðuðum kóralrif sem eru í hættu vegna menguna, og stæsta kóralrif heims sem er við Ástralíu, og svo var það bara  myndir og myndbönd, fréttir og fróðleikur eins og venjulega.

þriðjudagur.

Á þriðjudaginn var stöðvavinna, og var meginathugaefnið, svampdýr og holdýr. Ég vann með Hannesi, og tókum við þrjár eftirfarandi stöðvar: Smásjánna, þar sem við áttum að skrá niður hvað við sáum, í mismiunandi stærðum og litum, áhugaverðar fréttir úr lifandi vísindi, þar sem að við áttum að finna eina eða fleirri áhugaverða frétt úr lifandi vísindi bókum, og skrá niður um hana. Ég skráði niður um hvernig mæður og feður vernda afkvæmi sín rosalega í fæðingu og uppeli og eru til í að láta þau éta sig og leggja sjálfan sig í heljarinns kvöl, bara svo að þessi afkvæmi geti lifað og dafnað, og svo loks tókum við þessa  einu   stöð  sem   ég   man   ekki   eftiir…..(vandræðalegt)

fimmtudagur

Ég var ekki á fimmtudaginn, því ég fór á móti safni, en þá voru krakkarnir í hugtakarkorti (sem ég gat ekki gert heima, bölvuð talva)

 

 

 

Leave a Comment more...

Hlekkur 1 Vika 1 Dýrafræði

by on Agú.28, 2014, under Hlekkur 1

mánudagur

Á mánudaginn hófst nýtt skeið í náttúrufræðinni, og við byrjum önnina með dýrafræði. Dýrafræði er víðfemt fræðisvið sem nær til alls dýraríkisins, frá smæstu lús til hinna stóru hvala. Eina dýrategundin sem ekki er inni í þessari fræði er maðurinn, Homo sapiens, því hann hefur sína eigin fræði. En á mánudaginn fengum við kynningu á efninu sem við erum að fara í sem er dýrafræði, og fengum við að sjá myndir og myndbönd, jafnvel af stærsta tígur í heimi sem er blanda af ljóni og tígur, sem nefnist liger og verður svo rosalega stór:

aries-liger-cub-hercules-picture

 

Við tókum líka stutta könnun tila að reyna þekkingu okkar, opna gamlart skúffur sem ekki höfðu verið notaðar allt sumarið, og kom sú könnun út misvel. Við lærðum líka um hvernig dýr flokkast sem er eftirfarandi

1. Rýki

2. Fylking

3. Flokkur

4. Ættbálkur

5. Ættkvísl

6. Ætt

7. Tegund

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn áttum við að vera úti en veðrið var svo vont að við héldum okkur inni. Gyða ákvað að setja okkur í hópavinnu, og sýndi okkur þau dýr sem voru í útrýmingarhættu, og á þessu ári hafa bæst við rúmlega 1600 dýrategundir sem skráðar eru í hættu. Ég var settur í hóp með Siggu L og Gabriel og var verkefnið að velja okkur dýr sem að var í útrýmingarhættu og gera plaggat um það. við veldum Síberíu týgurinn sem er mikið veiddur fyrir sjaldgæfni feldsins sýns og eru aðeins rúmlega 200 dýr eftir á þessari plánetu. Síberíutígurinn er stærsta náttúrulega kattadýr heims, sem karldýrið var um 3,5 metrar á lengd, og 350 kg, en kvendýrið er aðeins 150 kg. Hér er gömul frétt um Pútín og síberíutígur

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1239645/

Síberíu tígurinn er sagður búa aðeins í Sikhote Alin fjöllunum sem eru staðsett afar austarlega í Rússlandiimages

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við að blogga og er það dagurinn sem þessi færsla er sett inná, fengum að kinnast aftur þeirri gömlu hefð bloggsins

 

Fréttir

Engar Breytingar á Sigkötlum

Dauð Slanga gengur aftur

Leave a Comment more...

Vika 8

by on Okt.23, 2013, under Hlekkur 1

mánudagur

Á mánudaginn fórum við yfir hugtök yfir það sem verður á prófi, svo sem innihald fruma og hvað þær eru gerðar úr. Svo kíktum við á blogg, hvernig það var í gangi og hvað mætti bæta. Eftir það gerðum við spurningar fyrir prófið, hvað við vildum hafa og hvað okkur fannst of erfitt. Síðast fóum við í skemmtilegan alías, þar sem við áttum að útskýra með orðum hvað þetta var sem við fengum og áttum við að útskýra það með orðum. Allt sem við fengum var tengt frumum.cell

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn gerðum við skýrlurnar í einstaklingsvinnu í tölvuveri.

 

föstudagur

Á föstudaginn var svo prófið. Með prófinu lokaðist hlekkurinn og með því bloggin og verða bloggin núna í hlekk 2. Prófið var mismunandi erfit, sumstaðar erfið dæmi, annarstaðar einföld. Allt í allt var þessi hlekkur mjög fróðlegur og góður. Ég veit núna svarið við hvernig plöntur geta lifað úti í sólinni, bara með því að standa og gera ekki neitt. Ég lærða hvað ljóstillífun er og hvernig hún virkar, frumframleiðendur, fyrsta stigs og annar stigs neytendur veit ég líka hvað eru hvað gera, líka frumur og starfsemi þeirra, munurinn á plöntu og dýrafrumu og hvernig á að nota smásjá. omano_om118_m3_monocular_compound_microscope_1

Leave a Comment more...

vika 7 og safabólur

by on Okt.17, 2013, under Hlekkur 1

Mánudagur
Á mánudaginn kláruðum vid glærupakkan um frumuna, skoðuðum smásjá, linsur og virkni þeirra. Vid fórun líka adeins yfir mismun á dýra og plöntufrumum og eiginleikun teirra.

Fimmtudagur
Á fimmtudaginn fórum vid í tölvuver og flestir gerdu námsmat fyrir foreldra vidtal en tar sem ad eg var buinn med tad gerdi eg verkefni um hvad eg vissi um frumur.

Föstudagur
Á föstudaginn fórum vid ad prófa smásjánna, prófudum síni og skrifudum skýrslu. Skýrslan mín er ekki kominn inn en hún kemur inn brádlega á verkefnabankann.

Safabóla
Safabóla frumulîffæri sem ad finnst bara í plöntufrumum. Hún er afar stór og heldur uppi vökvatrýstingi frumunnar. Tegar ekki er gefid plöntu ad drekka i nokkurn tima tá hripast hun nidur og deyr. Tá eru safabólurnar tómar og fruman deyr úr torsta. Hinnsvegar tegar tú gefur henni ad drekka, fyllast safabôlurnar og vökvatrystingurinn hækkar aftur upp i sitt venjulega ástand.

Leave a Comment more...

Hlekkur 1-Vika 4

by on Sep.23, 2013, under Hlekkur 1

mánudagur

Á mánudaginn fórum við út og söfnuðum birkifræum. Þau voru síðan gefin Hekluskógum (http://www.hekluskogar.is/frettir.htm) og var þar keppni á milli elstu bekkja um hver var með mesta magnið. Af því sem ég hef heyrt var 10.bekkur með mesta magnið (því miður). Síðan ræddum við um íslenska náttúru, gildi hennar og gallar/kostir.

fimmtudagur

Á fimmtudaginn festum við hvenær og hvernig ætti að blogga og blogguðum við fyrir viku 3.

föstudagur

Á föstudaginn var okkur skipt í hópa og áttum að gera plaggöt um endurvinnslu hrunamannahrepps og hver hópur átti að fara með þau niður í stofur 1-7 bekkja . Ég var með Hönnu og Hannesi og fengum við 1. bekk. Plaggötin áttu að sýna: gráu tunnuna, og það sem fer í hana-bláu tunnuna, og allt sem fer í hana og búnu tunnunna og allt sem fer í hana. Gáfum við þeim svo litla græna tunnu og maíspoka sem áttu  að fara undir lífrænan úrgang og pappakassa sem var tímabundið blá tunnan, á meðan var verið að kaupa nýjar. Þar ofaný fóru pappírsrusl.

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!