Ástráður

Hlekkur 2

Vika 4

by on nov.04, 2015, under Hlekkur 2

Í þessari viku fórum við í blóðflokka

Mánudagur

Við byrjuðum vikuna á kynningu um blóðflokka og hverjir þeir eru, (A-B-O-AB(Held ég)) og hvernig þeir virka og hvernig börn foreldra fá blóðflokka fá foreldrum sínum, eins og t.d ef hjón eru með blóðflokka A og B getur barni ðorðið O blóðflokkur en ekki ef einn foreldrin er með AB. Það er vegna þess að A blóðflokkur hefur arfgerð/svipgerð AO og B blóðflokkur hefur BO. Ef reiknað er með Punnett square kemur út að barnið hefur 25% líkur á að fá O blóðflokk. Ef annað foreldrið er með AB og BO er þá ekki hægt að fá O blóðflokk, aðeins AB BB og BO, þessir tveir seinustu teljast bara sem B en að sjálfsögðu er sá fyrsti AB. Við fórum líka aðeins í X og Y litninga og hvernig þeir virka, og hugsuðum líka um ríkjandi og víkjandi.

Miðvikudagur

Hér fengum við hefti til þess að þreita kunnáttu okkar á blóðflokkum. Ég verð að segja eins og er að þói að ég er að ná góðum tökum á hvernig flest allt virkar, þá skil ég enn ekki arfgerð og svipgerð, og hvor gerir hvað…. En annars voru bæklingarnir frekar skemmtilegir fanst mér, mörg mismunandi verkefni til þess að þreita kunnáttu sína og svo var líka spil þar sem kastað er uppá pening sem segir til um hvor eiginleikinn á að koma og hvort hann er ríkjandi og víkjandi, og var þetta um andlit einstaklings, augu eyru munn og nef og fleira. Svo sannarlega held ég að enginn hafi fengið eins einstakling og komu margar furðulegar manneskjur út úr því spili. Við reyndum að gera eins miki og hægt var í bæklingnum og þar á meðal voru nokkrar góðar útskýringar á Punnett square og hvernig erfðagallar fara á milli afkomenda.

Fimmtudagur

Fimmtudagur var mjög rólegur eins og venjulega, gerðum við ekki mikið nema að far yfir blogg og kíkja á fréttir og einhver  leskilningsverkefni.

 

Í tilefni blóðvikunar set ég hér myndabnd með staðreyndir um að gefa blóð

Leave a Comment more...

Vika 3

by on Okt.26, 2015, under Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudaginn fórum við í hugtök eins og ríkjandi og víkjandi. Þessi hugtök eru í sjálfu sér mjög einföld og reiða bæði á hvort annað. Ríkjandi er þegar annað genið stjórnar meira, hefur meiri áhrif á genamengið þannig að þegar einn kostur er ríkjandi er það alltaf hann sem kemur þegar sett er saman tvo gen, t.d. Ef að móðirin er hvít og faðirinn er svartur, þá fer það eftir því hvort þeirra er með ríkjandi húðlitagen sem stjórnar hvernig barnið verður á litinn, þ.e.a.s. ef að þau eru ekki bæð með ríkjandi húðlit. Segjum sem svo að móðirin er með víkjandi húðlit og faðirinn með ríkjandi, og þegar kemur að því að velja húlitagen, mun gen föðurinns alltaf vinna, vegna þess að hans gen eru ríkjandi. Þetta er mjög vel útskýrt fannst mér með Punnett square, sem segir hvernig ríkjandi og víkjandi virkar og líkurnar á einhverjum genum komi fram. Við fórum líka í gegnum fleirri hugtök eins og arfblendinn og arfhreinn (líka vel útskýrður með Punnett square) sem er bara það að arfhreinn er þegar einstaklingur er með tvö ríkjandi gen (YY) eða tvö víkjandi (yy) en arblendinn þegar þeim er blandað saman (Yy) Ef mig minnir rétt.

Miðvikudagur

Stöðvavinna var á miðvikudag, og þó að ég gerði eitthvað í tímanum, gerði ég svo sannarlega ekki nóg(vekna heilsuferðar til læknis). En það sem við fórum í – allavega í byrjun tímanns- voru hugtökin sem við lærðum í gær, og hvernig við áttum að skilja þau. Ég náði einni stöð sem útskýrði vel hvernig HIV veirann sýkir aðrar frumur og hvernig eitt prósent manna eru ónæmir fyrir þessari veiru. Venjulega sýkir veiran frumur þannig að þegar hún afritar RNA sitt inn á DNA frumunnar, þá stoppar hún alla verndareingla innan frumunnar, með sérstöku próteini, en þar sem í einu prósenti mannkinsins stoppa próteinin þessa ákveðnu verndarguði frumunnar ekki, hugsanlega sökum ofvirkni í frumunni. Þeir þaðan ná að skemma afritunina þannig að fruman, þó sýkt sé að einhverju leiti getur ekki framleitt HIV veiruna, og því (vegna þess að hún getur ekki framleitt aftur meiri prótein eða RNA) deyr hún einfaldlega út.

Fimmtudagur

Ekki gerðist mikið á fimmtudaginn, horfðum á myndbönd þrátt fyrir að Gyða var ekki og fórum því enn betur í hugtök sem við áttum að læra.

image162

 

Hér hef ég mynd með link inn á henni þar sem að (á ensku) er sýnt eitthvað um Punnett square og hvernig hann virkar, litningar og eitthvað fleirra sem lítur út eins og Punnett square en er mikklu miera ógnvekjandi en það.

Hér er svo myndband sem mér finnst útskýra frekar vel hvað gen er.

 

 

 

 

Leave a Comment more...

Vika 2

by on Okt.22, 2015, under Hlekkur 2

Mánudagur

Hér var góður fyrirlestur um DNA, litninga og margt annað. Gyða fór yfir mikið í tímanum, hugtök eins og ríkjandi og víkjandi, arfblendinnn og arfhreinn og mörg önnur hugtök. Fórum líka yfir hvernig litnningar virka og hversu marga litninga við höfum, og mismuninn á karl og kvenlitningum.

Miðvikudagur

Hér voru allir saman í tíma vegna fjarvistar sumra kennara, og áttum við að undirbúa kynningu í hópum. Ég var í hóp með Filip, Gumma og Gabríel og gerðum við stutta kynningu um furðulegar staðreindir um frumur. Við fundum margar skemmtilegar staðreynir, þ.á.m að 50 % af genunm manneskju eru þau sömu og í bananna. Við kláruðum kynninguna snemma og settum hana á padlettið.

Fimmtudagur

Það var ekki mikið gert á fimmtudaginn, við horfðum bara á myndbönd um frumur frá mismunandi vefum og höfðum það rólegt.

Fréttir

Sigmundur Davíð, er Back to the future fan

Putin gagnrýndur vegna heimsókn Assad

 

 

Leave a Comment more...

Vika 1

by on Okt.13, 2015, under Hlekkur 2

Mánudagur

Í dag fengum við þá tylkinningu að við værum á leiðinni inn í efnafræði. Við höfðum nú það verkefni að rifja upp frumulíffræði og sjá hvort að við mundum eitthvað frá árum áður. Fyrir þá sem að höfðu ekki alveg jafn skarpt minni, var ekki öll von úti því að við fengum uppryfjunarfyrirlestur úr þeim efnum. Við tókum vel í gegn frumuskiptingu, hvernig frumur skipta sér á tvo mismunandi hætti, annars vegar: Mitosa, þegar fruman skiptir sér í tvennt og myndar tvær alveg eins frumur, og meiosa, þar sem að fruman skiptir sér í fernt. Minnir mig. Við fórum í gegnum stofnfrumur og hvaða hlutverki þær gegna og svo voru einhverjar fréttir

Miðvikudagur

Stöðvavinna var á miðvikudag eins og flestallaðra miðvikudaga, og þar voru margar stöðvar í boði. Ég valdi fyrst stærðfræði stöð, þar sem að markmiðið var að reikna út með lögmálum og formúlum hversu margar frumur eru í einum mannslíkama, og gerði ég það ásamt Birgit, Hannesi og Steinari. Eftir það var fengin litastöð, þar sem að við fengum blað með dýrafrumu og áttum við að lita mismunandi hluta hennar í mismunandi litum, eftir fyrirmælum. O svo til að enda það tók ég krossglímu þangað til að tíminn kláraðist

Fimmtudagur

Fimmtudagurinn var verkefnisdagur úr seinasta hlekk, og var þar einstakt verkefni inná padletinu, þar sem að við áttum að velja þrjú verkefni og skrifa eitthvað um þau. Tíminn kláraðist hratt og gerðist ekki mikið meira þann tíma.

Leave a Comment more...

Vika 11

by on nov.23, 2014, under Hlekkur 2

mánudagur

Þetta var seinasta vikan í eðlisfræði og var hún notuð til að gera tilruan. Ég var þó ekki á þessum degi…

 

þriðjudagur

Við hófumst handa á nýrri skýrlsu, og í þetta sinn vorum við  að finna hröðun bolta. Ég fór inn í hóp með Herði, Guido og Dísu, og fórum við beint í að vinna. Til að finna hröðun, þarf að nota eftirfarandi formúlur: (lokahraði-upphafshraði)/tíma. Dæmi: Mótorhjól ferðast frá A til B. Gefum okkur það að á miðri leið er hann kominn upp í 70 km klst, og gefum okkur það að það tók hann, u.þ.b. 30 sek til að komast það hátt. Að sjálfsögðu byrjar hann í 0. Hröðunin sem við viljum finna er frá því hann leggur af stað, þangað til að hann fer á hraða sem breytist ekki, í þessu dæmi 70. Lokahraði er þá 70 km klst og upphafshraði er 0. Þá gerum við formúluna okkar:(70-0)/30 og fáum út: 2,33. Þá er hröðunin frá 0 km á klst til 70 km klst á 30 sek 2,33m/s2.

Við notuðum þessar formúlur til að mæla hröðunina okkar en tilraunin var framkvæmd með því að við tókum bolta, merktum 20 metra, og svo merktum á hverja 5, (þannig að við merktum á 5, 10, 15 og 20) og tókum tíma hversu langan tíma það tókan boltan að fara þessa leið, og tókum tíman á hversu lengi hann fór hverja 5 metra. Hröðunin var áhugaverð, fór bæði hratt upp í jákvæða hröðun, en dvínaði svo niður í neikvæða hröðun. Nánari upplísingar á verkefnabankanum.

fimmtudagur

Við héldum áfram að gera skýrlsuna, klára hana til, skrifa og klára inngang framkvæmd og niðurstöður, og pússuðum hana svo aðeins til.

AccelerationFormulaA

Leave a Comment more...

Vika 8 – Eðlisfræði

by on Okt.22, 2014, under Hlekkur 2

Að ritgerðinni lokni hófst svo nýr hlekkur, og í þetta skiptið er það eðlisfræðin

mánudagur.

ég var ekki þá en þá byrjuðum við í eðlisfræði hlekknum

Þriðjudagur

Á  þriðjudaginn var m.a. stöðvavinna með 12 stöðvum, en áður en þa hófst, fengum við að læra eitthvað um hvernig reiknaður er út kraftur efnis sem nefnist N (eða Njúton) og hvernig er hægt að reikna hann. Formúlan var eftirfarandi:

Til að finna kraft efnis, þarf fyrst að finna hröðunþess og massa. Í þessu tilfelli skulum við segja að hröðun efnis sé 10 m/s í öðru og massi sé um 50 kg. Massi er margfaldaður með hröðuninni sem er þá 10×50 sem er 500 og þá ertu komin með kraft efnis, sem er 500 N. En til að finna hröðun efnis, þarftu að hafa massa þess (kg) og kraft (N) og deilirðu þá kraftin í massa sem verður þá : 500/50 = 10 m/s í öðru. Til að finna massan, er þá gert kraftur deilt með hröðun sem er þá 500N / 10 m/s í öðru = 50 og er þá massinn 50 kg. Ég og Hannes tókum stöð 1 þar sem átti að finna nöfn áhalda og tækja, stoð 6, þar sem voru þrautir fyrir framhaldsskóla til að auka þekkingu okkar á efninu sem við erum að vinna með, og svo ætluðum við að taka stöð 7 en tíminn var búinn áður en við náðum að klára.

fimtudagur

Á fimmtudaginn voru svo ritgerðarskil. Mín ritgerð teigði sig alveg yfir 3500 orð, meira en nokkur annar í bekknum, en þegar ég skrifa um úlfa, þarf að stoppa mig með valdi, og það er það sem tímamörkin gerðu, en ég var mjög stoltur af henni því ég lagði mikla vinnu í hana, mikla hugsun og mikla orku, en ég náði þó að skila henni á tíma, reyndar þó tókst mér ekki að setja hana í plastmöppuna… en lítið annað var gert þennan fimmtudag.

Fréttir

Það er líf eftir dauðann !

Velti bílnum á leiðinni í gegnum hlið

 

Leave a Comment more...

Vika 2

by on Sep.19, 2014, under Hlekkur 2

mánudagur

Á mánudaginn var kennaraþing og því engin skóli

Þriðjudagur

À þriðjudaginn fórum við að pæla í ritgerð,  um hvað hún ætti að vera,  og hvernig formum hún er í,  s.s. Inngangur og innihald hans,  meginmál sem skipt var í sérstaka flokka og svo lokaorð og það sem hann mætti innihalda og hvað ekki. Við skoðuðum líka nokkra áhugaverða linka með t.d hvernig froskar heyra með munninum, skoðuðum dýr með djöflalegt útlit og margt fleira.  Við lærðum líka meira um hvernig dýr flokkast,  og hvernig ekki er nákvæmlega vitað hvaðan gosið í Bárðarbungu á sér sín upptök undir Vatnajökli.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn förum við í ritgerðina.  Við byrjuðum uppi,  og förum aftur yfir áherslu atriðin í þessari ritgerð, og færðum okkur svo niður til að vinna í X-mind. Ég valdi mér gráa úlfinn sem er einn stærsti úlfur heims,  lifir aðallega í Rússlandi en líka á öðrum stöðum. Þaðan skipulögðum við hvernig ritgerðin flokkaðist, inngang, meginmál og lokaorð ásamt nokkrum stadalstaðreyndum um hann.  Þar sem að ég myndi ekki vera viðstaddur næsta fimmtudag,  reyndi ég að draga það sem komið var í siman minn og þaðan í tölvuna heima hjá mér, en ég gat ekki komið X-mind til að virka.

 

 

Leave a Comment more...

Vika 4

by on nov.20, 2013, under Hlekkur 2

mánudagur

Á mánudaginn var fyrirlestur, við fórum í glósur og heftið, lögðum á minnið fleirra ú lotukerfinu og kíktum á fréttir.

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn skoðuðum við fréttir og merkilega síðu um filipseyjur og eyðileggingu þeirra. Þar var sínt t.d. fyrir og eftir fellibylinn. Krækjan: http://online.wsj.com/news/articles/SB10001424052702303914304579193971305978200. Svo færðum við okkur í tölvuver þar sem bæklingurinn með frumefnum var haldið áfram með. Ég hannaði útlit bæklingsins þar og ætla næst að klára innihald.

 

föstudagur

ég var veikur á föstudaginn og var þá ekki með í tíma.

Leave a Comment more...

Vika 3

by on nov.13, 2013, under Hlekkur 2

mánudagur

starfsdagur

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í tölvuver, og var þar verkefni. Framundan áttum við að gera bækling um eitthvað frumefni sem við völdum, og áttu við að byrja á því þar, velja frumefni og gera byrjun á hlutum. Ég valdi frumefnið Au eða gull. Hreint gull, sem er ekki blandað við neitt annað (eins og gert er við það gull sem er notað í t.d. gullstangir, skartgripi o.s.f.) og er mjög teigjanlegt. Það er tegjanlegasti málmurinn og er hægt að skapa næstum allt úr honum.

Gold_2

föstudagur

Á föstudaginn var dagur gegn einelti. Allur skólinn var fluttur fram í stofu, þar sem við sungum og kinnt var val sem átti að vera aðra önnina. Svo í náttúrufræði tímanum, horfðum við á mynd sem heitir Bully, um líf og þjáningar krakka sem lenda í þeim hörmulegu atburðum að vera lögð í einelti. Myndin var vel fræðandi, og tók báða tímana. Myndin er aðalega um krakka sem eru lögð í einelti, og fjölskyldu þeirra sem höfðu misst börn sín út af einelti. Það var fjölskylda sem missti son sinn sem hét Tyler, hann gerði sjálfsvíg og sagt var að hann einfaldlega gat ekki þolað meira. Trailer: http://www.youtube.com/watch?v=W1g9RV9OKhg

 

 

Leave a Comment more...

Vika 2

by on nov.07, 2013, under Hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudaginn fórum við yfir glærur, nokkrar fréttir – bara svona venjulegur mánudagur.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn skoðuðum við hvernig frumefnin eru flokkuð, hvernig sætistalan er og flokkar efnanna.

 

föstudagur

Á föstudaginn lituðum við lotukerfið með flokkalitum, alkalimálmar, o.s.f. Við læ´rðum meira um róteindir og rafeindir og hvernig þær flokka

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!