Ástráður

Hlekkur 3

Vika 1 – Hlekkur 3 – Stjörnufræði!

by on nov.26, 2014, under Hlekkur 3

mánudagur

Á mánudaginn byrjuðum við nýja hlekkinn formlega. Við fengum okkur hugtakarkort, skoðuðum bækur sem notaðar myndu verða í þessum hlekk, og lögð áheirsla á mikilvægi stjörnufræðivefsins. Við kíktum líka mjög mikið í fréttir, fréttir af Philae og Rosettu og ferðalögum þeirra, skoðuðum stórbrotnar myndir af Íslandi eftir Erez Maro, meira af eldgosinu í Holuhrauni og margt fleirra skemmtilegt

þriðjudagur

Á þriðjudaginn var stöðvavinna, ég tók fyrstu stöðina þar sem verkefnið var að fjalla um Philae og Rosette, en ég skryfaði þó aðalega um Philae, hvaða skynjara hann hefur, hvert verkefni hans er, hvernig hann framkvæmir hluti, og líka það að hann er núna sofandi vegna þess að hann er á dekkri hlið halastjörnunar, þar sem engin sól fer að sjálfsögðu, og er hann þar aðgerðalaus. Ég og Hannes reyndum að taka einhverjar tölvu stöðvar, en reyndist það okkur erfitt því talvan var nærri jafn hæg og internet explorer. Ég fór líka á stöð 9 og 10, (ef mig minnir rétt) þar sem ég svaraði spurningum um plánetur, kjaransamruna, mismun á umhverfis tíma um sólu mismiunandi reikistjarna og fleira

fimmtudagur

Í dag fengum við nýtt verkefni. Þetta kom í stað fyrir próf og var þetta einstaklingsverkefni, eða kynning, og áttum við að kynna einhvern hlut í geimnum. Við fengum að velja okkur hlut, því enginn átti að vera með það sama og valdi ég gasrisan Júpíter, því mér hefur alltaf fundist hann sérstaklega áhugaverður, vegna stærðar hans og sérstaklega langaði mig að ræða um hinn ógurlega hvirfilbil sem reykir á honum og hefur gert í margar aldir, sem er stundum nefnt auga Júpíters.

planet

Fréttir: 40 ára skilaboð um jafnrétti

Glæpakettir í rússneskum fangelsum

Í tilefni alþjóðlega klósettdagsins 19. nóvember

Leave a Comment more...

Vika 8-Próf

by on Des.18, 2013, under Hlekkur 3

mánudagur

Á mánudaginn var upprifjun fyrir próf og fórum við í alias, ég var með Birgit, Gabriel og Vitaliy og man ég ekki hvað okkr tókst að komast langt

 

fimtudagur

Á fimtudaginn var próf og endir á hlekknum. Prófið gekk frekar vel og var ég alveg frekar ánægður með einkunina mína meðað við hvað ég bjóst við að fá. Prófið var ekki svo einfalt en mér fanst það samt sangjarnt, meðað við hversu vel ég æfði mig undir það.

föstudagur

Á föstudaginn fengum við einkunirnar okkar og var því meðaleinkuninn 5. Talan mín var sangjörn og fín en svo fengum við möguleika á að hækka einkunirnar okkar með því að vinna saman í hópi með þeim sem höfðu svipaða einkun og við. Ég var með Halldóri Fjalari og Birgit og tókst okkur að hækka einkunirnar okkar alveg hressilega vel. Sumar spurningar í seinna prófinu voru óskiljanlegar, og höfðum við aldrei heirt það sem þær voru að tala um héldum við. Allt í allt er ég mjög ánægður með einkunina mína og er spentur fyrir stjörnuskoðun, næsta hlekk.

Leave a Comment more...

Vika 7

by on Des.11, 2013, under Hlekkur 3

mánudagur

Það var ekki tími á mánudaginn því Gyða var veik

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn gerðum við skýrsluna okkar í tölvu, og Hannes var ekki þannig að ég og hekla vorum ein. Þar kom vandamál því að Hannes var með skýrsluna okkar og hann var veikur heima. Við hringdum því í hann og báðum hann að taka mynd og senda okkur og tók það 2 mínútur en síðan virkaði ekki símin hans og sagði hann okkur að þetta væri ekki að virka. Höfðum við þá samband við hann á facebook og þá sagði hann okkur skýrsluna í grófum dráttum. Það tókst þó á endanum.

föstudagur

Á föstudaginn var kynning á bæklingnum og var tekin öfug stafrófsröð og náðu þá allir að kynna nema ÉG. Það var frekar fúlt og kynni ég á fimmtudaginn næsta. Bæklingurinn minn leit vel út og ég var ánægður með hann, í gullumbúðum og flottur.

Leave a Comment more...

Vika 6

by on Des.04, 2013, under Hlekkur 3

mánudagur

Á mánudaginn var venjulegur fyrirlestur við glósuðum og undirbúðum okkur fyrir föstudaginn með því að læra hvaða efni eru í sæigarettum og hvað þær skaða rosalega.

 

fimmtudagur

Á fimmtudaginn áttum við að klára bæklinginn og tókst mér það, gullbæklingurinn minn er fullkominn, og ég er mjög stoltur af honum

föstudagur

Á föstudaginn eimuðum við svo sígarettu. Fyrst fórum við yfir forvarnir sígarettunuar, hvað við ættum að passa okkur á og svo settum við upp tilraunarsettið. Við höfðum 2 tilraunarglös og svo eitt mæliglas, krukku, brennara, plastslöngur og fl. Ég var með Hannesi og Heklu í hóp og set ég skýrsluna inn á bráðlega. Eftir eiminguna áttum við að opna glösin og þau lyktuðu hræðilega. Hjá okkur lyktaði glasið með sígarettuni verst, en öðrum fannst önnur glös lykta verr. Það var mjög skemmtuilegt að leika sér aðeins með eimingar og hlakka ég til þangað það gerist aftur.Dark-Skull-37262-83673

Leave a Comment more...

Vika 5

by on nov.27, 2013, under Hlekkur 3

Á mánudaginn var dagur íslenskrar tungu og þá var ekki náttúrufræði, en hinsvegar gerðum við strákarnir í 8. bekk kynningu um skrýtin og falleg landsnöfn fyrir fyrsta bekk. Verkefnið var gert á föstudaginn en ég var ekki þá svo að ég var ekki með kynningu.

fimtudagur

Á fimmtudaginn áttum við að klára bæklingin og mér tókst það. ‘eg á bara eftir að fínpússa.

föstudagur

á föstudaginn var stöðvavinna. Hér eru stöðvarnar:

Stöðvar af öllum stærðum og gerðum.

  1. Þraut – ekkert tengd efnafræðinni
  2. Athugun – kertalogi.
  3. Tölva – PhET
  4. Teikning – teikna upp atóm,  samsætur og jónir.
  5. Bók – Eðli vísinda, 5.kafli.  Sjálfspróf 
  6. Tölva  efnafræði  viðbót
  7. Teikning – mynd 4.16 bls. 69 í námsbók – teikna upp og útskýra.  Nota liti óspart en markvisst.
  8. Spurningaleikur – hugtök og skilgreiningar
  9. Hugtök – vinna með skilgreiningar og tengingar á hugtakakortinu
  10. Athugun – efnahvarf – bls. 69 í námsbók – muna eftir að nota efnatákn rétt í efnajöfnunni.
  11. Tölva – samsætur og massatala frumeinda
  12. Lifandi Vísindi valin grein lesin og búa til tvær spurningar.
  13. Verkefni  svara spurningum úr námsbókinni.
  14. Tölva – samsætur
  15. Athugun – eðlismassi.
  16. Tölva – sætistala og massatala
  17. Athugun – matarsódi og edik.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                 Í fyrri tímanum var ég með Steinari og gerðum við allt sem tengist tölvum, en í seinni bættist sölvi við og við gerðum stöð 17 og stöð 15. Á stöð 15 athuguðum við eðlismassa steins með yfirfallskeri, nákvæmum mæliglösum og vigt. Við höfðum nokkra steina og fundum út eðlismassa á þeim öllum sem ég man nú ekki.     Á stöð 17 mældum við eitthvað magn af matarsóda og settum svo ofaný blöðru. Svo settum við edik í mæliglas  sem var (ef mig minnir rétt) 10 ml. Síðan settum við blöðruna á mæliglasið og matarsódin rann ofaný edikið. Og viti menn ! Efnahvarf átti sér stað þannig að blaðran blés upp, án þess eð neinu súrefni væri blásið í hana. Skemtilegt :-)
Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!