Ástráður

Hlekkur 6

Hvítbók

by on Mar.31, 2016, under Hlekkur 6

Afréttur

Égvaldi mér hugtakið afréttur því í lagalegum skilningi er það svolítið einstakt.

Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda,
þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, 
1. gr. Jarðalög nr. 81/2004, 
2. gr. Lög um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, 3. gr.
Segir að afréttur sé:

Landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé.

Og þó að útskýringin sé mjög einföld þá lendir hún undir fleiri hugtökum eins og Eignarland  og Þjóðlenda. Bæði eru bloggfærsla fyrir sjálfan sig en til þess að ná hvað þau eru um er  Eignarland  Það sem einstaklingur á, og gilda öll eignarréttindi og öll venjuleg eignarráð, en Þjóðlenda: Landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Afréttur hefur verið kallaður bæði og líka hvorugt, en þó oftar undir þjóðlendu, eins og þessi síða segir. Hafa skal þó í huga að afréttur er ekki notað sem lýsingu á ákveðnu eignarformi, heldur frekar nýtingu lands.

Heimildir

Óbyggðanefnd

Hvítbók

Leave a Comment more...

Vika 3

by on apr..26, 2015, under Hlekkur 6

mánudagur

Á mánudaginn fórum við betur í hvernig veirur fjölga sér, sem ég nefndi í mínu seinasta bloggi. Við fórum líka í hvernig ebólan virkar og af hverju hún er svo erfið að drepa og hvernig hún drepur svo marga. Við horfðum líka á myndband um hvernig hún starfar og nær að dreyfa sér svona hratt. Við skoðuðum hvaða veira er hættulegasta veira í heimi og fórum þá á þessa síðu þar sem tekið var saman hættulegustu veirurnar en var þó enginn skýr sigurverari.

þriðjudagur

Í dag fórum við í kynsjúkdóma . Við vorum pöruð upp 2 og 2 og áttum við að velja okkur einhvern sjúkdóm og gera kynningu um hann. Ég og Sigga Helga völdum kláðamaur. Kláðamaur (scabies) er sníkjudýr lifir í húð manna. Hann er algengur húðsjúkdómur sem getur smitast við kynmök. Við gerðum bækling um maurinn og verð ég að segja að þessi maur er ekki sérstaklega fallegur.

Það var ekki skóli á fimmtudaginn því að það er fyrsti dagur sumars, gleðilegt sumar 😀

Baktería

Árið 1676 var Anton von Leeuwenhoek fyrstur manna til að sjá bakteríu og til að lýsa henni. Hann smíðaði stækkunargler í frítíma sínum til að skoða lífverur sem halda sig í vatnsdropa. Hann lýsti fyrst kúlu, gomrlaga spírali og stöng en hans uppgvötun var ekki tekin til marka fyrr en mörgum árum seinna. Bakteríur í sjálfu sér eru mjög flókinn þáttur lífvera sem gegna mikilvægu hlutverki í niðurbrotsferli náttúrunnar. Þær eru frumstæðar örverur og ef sjúkdómsvaldandi teljast þær til sýkla. Þær eru einfrumungar og tilheyra hópi dreyfkjörnunga og hafa því ekki afmarkaðan kjarna og ekki mikilvæg frumulíffæri, en hafa þó frumuvegg og frumuhimnu.

Average_prokaryote_cell-_en.svg

 

Leave a Comment more...

Vika 2 Hlekkur 6

by on apr..26, 2015, under Hlekkur 6

mánudagur

Þennan dag fórum við yfir það helsta sem við munum gera í þessum hlekk. Í þetta skipti ætlum við í líffræði, fara betur í gegnum það sem við fórum í í 8. bekk þ.á.m bakteríur, veirur kynsjúkdómar og fleirra. Í þetta skipti glósuðum við niður hvernig flokkun lífvera virkar sem virkar eftirfarandi: Fyrst er það Líf, hvaða lén það er í, hvaða ríki það er í, hvaða fylkingu það tilheyrir, í hvaða flokk það heldur sig í, hvaða ættbálk það er í, hver er ættin, ættkvíslin og loks tegund.

þriðjudagur

Ég var ekki þennan þriðjudag en mér skilst að við fræddumst meira um bakteríur

fimmtudagur

Það var skíðaferð þennan fimmtudag, sem var nú ekkert sérstök :/

Veirur

Veirur eru ekki talnar sjáflstæðar lífverur og jafnvel ef lífverur megi vera kallaðar því enn er verið að rífast um hvort veirur séu alvöru lífverur eða ekki. Veirur innihalda erfðaefni sem er umhlukið hlýfðarskel gerð úr prótíni. Það sem einkennir þær er að þær fjölga sér ekki og verða að reyða á frumurnar sem þær smita til að fjölga sér. Veirum er skipt í þrjá flokka eftir því hvernig þær fjölga sér: Bakteríuveirur, dýraveirur og plöntuveirur.

Virus

 

Leave a Comment more...

Vika 3

by on Mar.04, 2015, under Hlekkur 6

mánudagur

Þennan mánudag vorum við í dansi þannig að ekki var mikið gert. Við fórum að ræða heimspekilegar spurningar um lífið og tilveruna, og mikið af hugsunum kom útúr því.

þriðjudagur

Þriðhudagurinn var mikilvægur glósudagur og fórum við vel yfir vistkerfi Hvítár, hvernig frumbjarga og ófrumbjarga líffverur eru, farið var líka í fæðukeðjur og hvernig „hringrás lífsins“ virkar í Þingvallavatni m.a., Vatnasvið hvítar og hvernig hún myndast og margt meira skemmitlegt.

fimmtudagur

Þennan dag vorum við að svara spurningum um Þingvallavatn, ég vann  með Birgit og skoðuðum við hvernig mismunandi afbrigði af bleikjum þrifast í Þingvallavatni, afbrigðin geta verið þar í friði egna þess að þær hafa allar mismunandi fæðu, og þurfa því ekki að berjast um hana og eyða því einhverjum afbrigðum.

Hvítá

Hvítá tekur titilinn fyrir að ver þriðja lengsta á á Íslandi, á eftir Þjórsá og Jökulsá á fjöllum, upptök hennar eru skammt fyrir ofan Bláfell undir Langjökli. Gullfoss rennur í Hvítá. Við Öndunarnes sameinast Sogið og Hvítá sem mynda þar Ölfusá, sem rennur svo í gegnum Selfoss og svo út í sjó. Samanlögð lengd Hvítár og Ölfusár er 185 km

 

Leave a Comment more...

Vika 2 Lífríki Þingvallavatns

by on Feb.26, 2015, under Hlekkur 6

Hér var verkefnið að skrifa um lífríki Þingvallavatns og sérstaklega um bleikjurnar þar

Þingvallavatn inniheldur þrjár af þeim fimm fiskitegundum sem finnast hér á landi, það eru Urriði Bleikja og Hornsíli. Talið er að þær hafi lokast í vatninu rétt eftir ísöld þegar land byrjaði að rísa við suður enda vatnsins. Í þingvallavatni finnast líka um 50 tegundir smádýra og er talið að í fjöruborðinu búa 120 þúsund dýr á hvern fermetra. Á síðustu 10 þúsund árum hafa myndast 4 afbrigði bleikju í vatninu og hafa hvergi annarstaðar í heiminum myndast fjögur afbrigði af sömu fiskitegund. Það eru sílableikjan, kuðungableikjan, dvergablekja og murta. Sílableikjan sjálf getur orðið allt að 40 cm en Murtan verður aðeins 20 cm og lifir hún á smákröbbum, mýflugum og lirfum, með oddmjótt höfuð og jafnlanga skolta. Kuðungableikjan er með dökkt bak og silfraðar hliðar og verður hún allt að 20-50 cm löng. Hún étur m.a. mý, hornsíli og fleirri botnlæg dýr. smæst af þeim öllum er dvergbleikjan sem verður allt uppúr 7 cm til 20 cm. Hún verður 2-4 ára og lifir hún á kuðungum. Ástæðan fyrir því að það eru 4 afbrigði í einu vatni er það að Þingvallavatn hefur svo ríkan fæðustofn að bleikjurnar þurfa ekki að berjast um fæðuna, heldur getur hvert afbrigði lifað á mismunandi fæðustofni.

Heimildir fundnar á:

http://visindavefur.is/svar.php?id=2327

http://fos.is/2010/09/28/dvergbleikja/

http://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2010/08/13/Hvad-er-liffraedileg-fjolbreytni—Thingvallavatn/

http://www.thingvellir.is/nattura/fiskurinn/bleikja.aspx

BleikjutegundirThingvallava_(Small)

Leave a Comment more...

Hvíta – Hlekkur 6 Vika 1

by on Feb.24, 2015, under Hlekkur 6

mánudagur

Á mánudaginn byrjuðum við nýjan hlekk, þessi hlekkur sem var númer 6 er um Hvítá, m.a. jarðfræði og vatnasvið hennar. Í þessum tíma þá vorum við mest að rifja upp frá því í fyrra, hvað eru innry og ytri öfl (innri öfl eru t.d. jarðskjálfar og eldgos, eitthvað sem kemur innan frá. Ytri öfl eru eitthvað eins og stormar og vindir, rigning og veður og líka flest það sem með sólina snertir.) Við skoðuðum líka vatnasvið Ölfusar og hvernig Hvíta myndast, og svo ryfjuðum við upp mismunin á dragám, lindám og jökulám. Það sem við mundum var að jökulár voru (eins og nafnið bendir til) ár sem renna beint úr jökli, á meðan dragár eru bergvatnsár, sem myndast smám saman þegar yfirborðsvatn í lækjasytrum leitar sameiginlegs farvegs, og lindár eru ár sem eiga sína uppsprettu í lindum og uppsprettum. Við skoðuðum örlítið mismunandi gerðir jökla og svo eitthvað fleirra skemmtilegt.

þriðjudagur

Þennan þriðjudag var stöðvavinna og var þar unnið samkvæmt fyrirmælum. Ég og Hannes unnum eins og við gátum, og skoðuðum m.a. frétt um íshellinn í langjökli, og svo kíktum við inná vef frá Bolettu sem var gaman að sjá aftur um innry og ytri öfl o.fl en svo í lokinn vorum við látnir reikna út leng Hvítár, frá upptökum til ósa og eftir það föttuðum við að tíminn hafði alveg flogið frá okkur.

 

fimmtudagur

Á þriðjudaginn vorum við í tölvuveri að vinna verkefni sem voru á náttúrufræði síðunni. Mín verkefni fóru beint inná verkefnabankann, og sum af þeim verkefnum voru m.a. nr 2 og 4. Ég og Birgit unnum mikið saman, og þó að lítið væri um að finna af upplýsingum á köflum þá fengum við loks niðurstöður. Skoðuðum við líka hvernig flóðið í Ölfusá hafði áhrif á mikið af fólki og örugglega meira á dýralífið.

img_0649

Svo fann ég hér frétt frá honum kunningja mínum, honum Össi Skarphéðni um fiskiveg í Efra-Sogi og Landsvirkjun. Þó að ég gat ekki fundið fréttina á mbl, þá talar hann um 20 ára gamalt loforð landsvirkunar um að gera fiskiveg á milli Þingavllavatns og Efra-Sogs. Það sé mikilvægur hrignstaður fyrir stórurriðan, sem að hans mati er ein af merkustu urriðahrygnustöðum í heimi. Ef áhugasamir vilja vita meira, þá var þetta í blaði morgunblaðsins frá laugardeginum, ef það er ennþá til einhverstaðar.

 

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!