Ástráður

Óflokkað

Vika 1

by on Feb.04, 2016, under Óflokkað

Mánudagur

Þessi vika var afar róleg, vðeyddum mánudaginum í að skoða vísindavöku myndbönd sem að komu vel út og allir skiluðu á réttum tíma, og svo höfðum við það bara rólegt

Miðvikudagur

Hér fengum við kynninug um það að við værum að fara í nýjan hlekk, um rafmagn og orku. Nearpod kynning var sett í gang og var hún aðalega um hugtökin og svo um baráttuna fyrir fossana. Gyða sagði okkur líka að við værum að fara að skoða meira rafmagn heldur en eitthvað annað

Fimmtudagur

Við eyddum þessum tíma einfaldlega í að blogga um vísindavökuna og hvað við gerðum og hvað okkur fannst flottast.

Leave a Comment more...

Avatar

by on jan.18, 2016, under Óflokkað

Myndin Avatar er ein mest selda mynd einhverntíman byggð og sú dýrasta. Hún hélt metinun fyrir mesta gróðann í bíósölum áður en Star Wars Episode 7: The Force Awakens tók yfir en það er samt glæsilegt afrek fyrir fyrstu mynd af myndaröð sem bíður 7 ár þangað til að næsta mynd kemur út.

 

Hún hefur þann eiginleika sem engar aðrar myndir hafa að sagan bakvið hana er trúverðug, og einstök. Engin önnur mynd hefur kafað það djúpt í baksögu myndarinnar jafnmikið og Avatar hefur gert, myndin er staðset í Alpha Centauri kerfinu, sem er u.þ.b. 4.37 ljósár í burtu. Pandora er tungl sem hringsólast gasrisann Polyphemus. Eitt sem að mér fanst mjög áhugavert er að á Pandoru, hvar þú ert breytir hvernig sjóndeildarhringurin lítur út, og Na’vi fólkið litar hörund sitt með þessum litum, t.d. ef að Na’vi er svokallaður „Skydiver“ þá litar hann hörund sitt eftir þeim lit sem hann sér á þeirri hæð sem hann býr. Þannig geta Na’vi fólkið fljótt séð hvaðan þeir eru og hvað þeir gera.

 

Na’vi Taugatenging

Fljótt á litið getur taglið á Na’vi fólkinu litið út sem eins og venjulegur hárvalkostur hjá þessu fólki, en það gæti ekki verið lengra frá sannleikanum, taugatenging Na’vi fólksins er einstakt fyrirbæri sem að finnst hvergi annarstaðar í þekkjanlega heiminum. Með þessari taugatengingu geta Na’vi fólkið tengst lifandi verum og fundið fyrir þeirra hreyfanlegu jafnsem sálarlegu orku. Allt Na’vi fólk reiðir á þetta í sínu daglega lífi og án þess myndu þau svo sannarlega ekki lifa jafn áhugaverðu lífi og þau gera nú. Nærri öll dýr hafa þessa tengingu, jafnvel rándýrin og nota öll dýr þessa taugatengingu til þess að tengjast Eywu og plánetunni allri.

 

Hammerhead Titanothere

Mín uppáhalds dýr voru þessi nashyrnyngslegu, risastóru, svakalegu og svo sannarega einstöku dýr. Þessar grasætur ferðast um í hjörðum, einstaklega verndandi um svæðið sitt og heldur sig við mikilvægt stigveldi. Þegar þau dýr eru reitt til reiði (sem þau eru oft) sýna þau ógn sýna stögugt til apð vernda sinn stað innan hjarðarinnar og fyrir rándýrum. Þau eru ein sterkustu dýr á Pandoru og sýna þau þann styrk með því að beygja niður hornin, þannig að horniin séu í beinni línu við búkinn og hleypur af stað og sendir frá sér svo mikinn kraft í höggi sínu að það nægir til þess að senda stórt högg til heimatrés, með nokkrum höggum jafnel taka það niður. Ólíkt venjulegum hornum eru horn ungra Titanothere er ekki gerð úr beini heldur frekar brjóski sem gerir því kleift að beygjast, þegar dýrið fer í gegnum þrangar farir meðan það lærir hvar það skal vera og hvar ekki en þegar það þroskast og eldist verða hornin að föstu beini. Þeir hafa slæma fjarsýni en bæta upp fyrir það með einstaklega góðri heyrn og lyktarskyni. Titanothere hefur stórar brynplötur sem vernda líkamann og sterk bein sem vernda það gegn nærri öllum hættum, þ.á.m. thanator og leonopteryx

Leave a Comment more...

Þurrístilraunir

by on Des.17, 2015, under Óflokkað

Miðvikudaginn 16. desember fengum við það verkefni að pófa eins og við gátum með þurrís og alla hans eiginleika.

Aðal munur á milli þurrís og venjulegs klaka er að þurrís er gerður úr koltvíoxíð (CO2) og það að hann „bráðnar“ allt allt öðruvísi en venjulegur ísmoli. Venjulegur ísmoli bráðnar í vatn og ef hann hitnar meira breytist hann í gufu, en þurrís fer beint í gufu þegar hann „bráðnar“ og kallast það þurrgufun.

Margar  stöðvar voru til að prófa og byrjuðum við Hannes á því að prófa sinnepsdollur, setja þurrís í þær og setja svo heitt vatn, og loka svo stútinum. Við gerðum það við nokkrar og ger’um einskonar lest.

Svo fórum við í að gera þurrís sápukúlu, með því að setja þurrís og nóg af heitu vatni í skál, sápubleyta tusku og renna henni svo yfir skálina og mynda einskonar stóra sáðukúlu sem að stækkaði þangað til að hún sprakk með svakalegu sjónarspili.

Eftir það gerðum við eina af mest áhugaverðum stöðvunum, það var að blása sápukúlu ofaní fiskiker með þurrís í botninum, ef það tókst og hún hélst á lofti þá tókum við eftir því að hún stóð eiginlega alveg kjurr í búrinu, fór ekki niður né upp. Eftir að spegúlera mikið fundum við það útt að sápukúlan hélst á lofti vegna fyrirnefndu þurrgufunar. Þurrísinn var að gufa upp og  (CO2) var að streyma út í loftið í gasformi og halda sápukúlunni uppi. Þó hún hægt og rólega dvínaði á botninn þá fanst okkur þetta stórmerkilegt.

Fleirri tilraunir voru eitthvað útí loftið, þ.á.m blaðra sem fylltist af  (CO2) og  þar af leiðandi þyngri en venjulegt loft. Við troddum blöðru ofaný suðuglas með þurrís í botni og sáum hvernig hún hægt og rólega lyftist upp, og svo reindum við að frysta blöðru með vatni í, og þegar tíminn var búinn var hún að einhverjuleiti frosinn, en ekki alveg.

Því miður lentum við Hannes í veseni með myndirnar og við komum þeim ekki yfir.

Takk fyrir mig, þetta var svo sannarlega skemmtilegt.

Leave a Comment more...

Sveppa Ferð 5/12

by on Maí.18, 2015, under Óflokkað

Hér er skýrslan mín af sveppaferðinni sem var á þriðjudaginn liðinn, enjoy :)

Sveppaframleiðsla

Leave a Comment more...

Vika 4 – Seinasta viku uppfærslan

by on Maí.05, 2015, under Óflokkað

Mánudagur

Í dag byrjuðum við að tala um frumverur. Frumverur eru skilgreindar í einfrumunga sem hafa einn frumukjarna og eru bara ein fruma en geta samt myndað sambýli og fjölrumunga sem eru eitthvað eins og dýr, sveppir og plöntur. Við flokkuðum þær betur, skilgreindum hverjar voru ófrumbjarga og hverjar væru frumbjarga, hver er með dreifkjörnunga og hver ekki og margt fleira.

Þriðjudagur

Í dag var Gyða ekki og var þá stór Nearpod kynning. Sumir unnu í pörum og átti að fara yfir glæurur og svara spurningum úr efninu. Kynningin var löng og ströng en eftir að hún kláraðist var tíminn búinn. Farið var í nýjar frumur, greining hvernig frumar lifa hvar og hvaða eiginleika hafa t.d. bakteríur sem aðrar frumur hafa ekki.

Fimmtudagur

Við byrjuðum tíman á að fara út við ár og læki og safna sínum fyrir uppikomandi verkefni. Ég og Birgit fórum niður að litlu laxá og náðum okkur í sýni til þess að geyma. Þegar inn var komið fórum við svo yfir blogg og umræður fóru í gang um mikilvægi jarðar og hvernig við erum hægt og örugglega að drepa hana.

Frumdýr

Frumdýr teljast flest einfrumungar en þó geta sumar myndað sambú fruma. Vísindamenn hafa reynt að geta sér til um hversu margar þær eru en þó geta þeir vel verið langt frá réttu svari. 65 þúsund hefur verið lýst en hellingur er örugglega eftir. Þeir eru mjög stór hluti af lífkerfi okkar, stærri en við hryggdýrin ef miðað er við einstaklingsfjölda. Þau eru aðal neytendur gerla og smárra sveppa. Vöxtur þeirra væri þess vegna stjórnlaus ef ekki væri fyrir frumdýr. Þau eru líka sníklar og gegna mikilvægu hlutverki í rotnunarferlum í fæðukeðjunni. Þau eru líka mikilvæg fæðuuppspretta fyrir minni tegundir af hryggleisingjum.

     Bifdýr

Bifdýr eru talinn lengst þróuð af öllum frumdýrum ef litið er til líkamsgerðar, þau nota bifhárinn til að koma sér áfram í vatni eða til að sópa til sín fæðu. Bifdýr hafa bifhárin sín á mismunandi skeiðum ævi sinnar, sum hafa bara hárinn í æsku en sum hafa þau allt sitt líf. Sogdýr(eða suctoria) hafa hárin aðeins í æsku sinni en þegar fullvaxinn fá þau einskonar arma sem þau nota til að grípa önnur frumdýr og sjúga úr þeim innihaldið.

Heimildir: Vísindavefurinn

FRÉTTIR

Everest lækkar!

Sjórinn missir súrefni!

Leave a Comment more...

Spurningar um veður

by on Feb.05, 2015, under Óflokkað

Spurningar náttúrufræði 11/04 2015

  1. Þeir sólargeislar sem sólin sendir frá sér skapa varmaorku í mismunandi efnum sem annað hvort hitna eða kólna, sem skapa veður því þegar þeir hitna þá eru þeir eðlisléttari og þegar kólna þá eðlisþungari.
  2. Jörðin hitnar mest við miðbaug vegna halla jarðmönduls. Sólargeislar fella ekki beint á skautinn eins og við miðbaug.
  3. Veðurfræði í sjálfu sér er eðlisfræði, lægðir stormar og vindhviður eru sameindir með mismunandi varmaorku að hegða sér mismunandi við mismunandi aðstæður
  4. Möndulhalli jarðar er ástæða fyrir af hverju skautin eru köld og miðbaugur heitari. Jörðin snýst ekki alveg lárétt, hún snýst um möndulhalla sinn á 23,5°og þess vegna hittir ljósið meira miðbauginn en ekki skautin, semsagt gerir kaldara loftslag í norðri vegna minni varmaorku í lofttegundum en meiri í miðbaugnum
  5. Ský eru gróflega séð bara rigning. Þegar vatn hitnar léttist eðlismassi þess og það rýs upp, verður þar uppi að skýjum vegna þess að þau þéttast þegar þau eru uppi fyrir utan andrúmsloft. Ský eru bara raki, og þegar þau rigna eru þau fyrst að snjóa en þegar það fer í andrúmsloftið okkar þá bráðna snjókornin og verða að rigningu en þegar snjóar er bara það kalt úti að snjókornin bráðna ekki.
  6. Þegar kalt loft og heitt loft rekst á verða átök og lofttegundir fara á hreyfingu og mynda loftstrauma. Ástæðan er líka loftþrýstingur. Þrýstingsmunur, þegar loft fer frá hææri loftþrýsting til þess lægri.
Leave a Comment more...

Vísindavaka 2015

by on jan.22, 2015, under Óflokkað

Þessa v´sindavöku vorum við saman ég og Hannes, og var upprunalegt plan að gera sérstakar druagasápukúlur með þurrís og sápu. Planið var að setja þurrís í skál, hella svo vatni ofaní og setja svo blöndu af sápu og vatni yfir, sem myndi þá mynda þessa sápukúlu. Svo ætluðum við að reyna að setja svona í flösku, láta það blásast úr túbu og gera aðeins minni sápukúlur sem hægt var að halda á. En daginn fyrir að við ætluðum að taka upp, fréttum við að þurrís væri ekki fáanlegur snúðum við okkur að varatilraun. Þar fylltum við skál af vatni, nudduðum segli við nálina og stungum henni svo inn í sérbúinn kork sem flaut með hana. Nálinn benti í flest skiptin í norður vegna þess að þegar þú nuddar seglinum við nálina, myndast segulmagn sem lætur hana dragast í áttina að norðurpólnum sem er stærsta segulmagnið fyrir okkur. Eftir það klippti ég myndbandið til, og þá var allt tilbúið til útfluttnings. Við fengum allar heimildir í vísindabók villa, og var verkefnið tiltörulega einfalt í sjálfu sér, synd að það var ekki hægt að gera fyrri tilraunina okkar.

 

Leave a Comment more...

Vika 5-6 Bárðabungu

by on Okt.08, 2014, under Óflokkað

Í þessari viku átti bara að vera fjallað um Bárðarbungu

Bárðarðarbunga er stór eldstöð, staðsett í vestari hluta Vatnajökuls. Hún er ein víðáttumesta eldstöð Íslands, sem teigir sig yfir nærri 200 km löng og 25 km breið. Hún er falinn í ís, og geymir hún gríðarmikla jökulfyllda ösku. Fáir tóku eftir þessari eldstöð, og þeim sem tóku eftir henni, voru ekki með hana á hæsta lista, þangað til jökullin fór að rumska. Jarðskjálftar byrjuðu að poppa upp hver á eftir öðrum, og vissu vísindamenn að eitthvað væri að gerast undir jöklinum, en ekki nákvæmlega vitað hvar. Kröftugi jarðskjálftin sem kom svo gosinu af stað, fór alveg upp á 5 á Richter. Bárðarbunga eignar sér mörg gjóskulög, sem upprunalega voru haldið að væri frá öðrum eldstöðvum, og leiddi gjálpargosið 1996 það í ljós að samspil getur átt sér stað á milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Þessi víðamikla eldsstöð hefur með sér næst hæsta tind Íslands, sem teigir sig upp alveg í 2009 metra. Á 700 metra dýpi leinist 70 ferkílómetra askja, 10 km breið, og rísa barmar hennar í allt að 1850 metra, og er þessi askja allgjörlega jökulfyllt.

Bárðarbunga hreppur heiðurinn fyrir eitt öflugasta og hættulegasta eldstöð Íslands.Bárðarbunga

Þann 29 ágúst hófst svo gosið. Gosið í Holuhrauni er mesta hraunflóð síðan Heklugossins árið 1947 þegar þetta er skrifað og enn streymir hraun upp úr því. Holuhraun, sem er 10 km fyrir ofan Vatnajökul. Fréttir frá mörgum vefmiðlum s.s. mbl.is og vísir og Rúv greyna frá að kílómetralangt gos hafi hafist í Holuhrauni. Gosinu lauk stutt eftir það, en þar stoppaði atburðum ekki. Stuttu eftir það hófst annað gos, og í þetta skipti alveg 2 kílómetra sprungu. Og þá byrjaði hraunið að streyma fyrirstöðulaust. Skjálfatr héldu áfram í Holuhrauni, en þó dvínandi, en Bárðarbunga fór á skjálftareið, og er enn í gangi. Hraunstreymið er talið hafa komið upp í Bárðarbunu og farið svo með gömlum kvikugöngum og komið svo upp á heppilegum stað, í gömæu gæigunum í Holuhrauni. 3 september voru 7 kílómetrar af gosi spúnir upp, Svo fóru um hugsanir um gos í Bárðarbungu og afleiðingar þess. Bárðarbunga seig niður um 15 metra sem aukti líkur verulega á gosi í Bárðarbungu. Gosið í holuhrauni sem fer efti gömæum kvikugöngum, kemur beint úr kvikuþró, ekki kvikuhólfi, en vísindamenn telja að ef gjósi úr Bárðarbungu, þá gjósi úr þessu kvikuhólfi. Gosið í Holuhrauni stendur enn til þess dags í dag, og spýtir það upp 100-200 rúmmetrum af gosi á hverri sekúndu, við bíðum spennt eftir áframahaldi gossins

 

Leave a Comment more...

Hlekkur 6 Vika ?

by on Maí.07, 2014, under Óflokkað

Mánudagur
Á mánudaginn var ég með leikhópnum að sína árshátíðarleikrit og komst því ekki í tíma

Fimmtudagur
Fimmtudagurinn var 1. Mai og var ekki skóli

Föstudagur
A föstudaginn var allur bekkurinn í náttúrufræði allan daginn og var þar áskorun. Í fyrsta tíma vorum við sett í hópa og var ég í hóp með Heiðari, Filipi og Línu. Við fengum ipad og var áskorunin eftirfarandi: fara upp á miðfell og taka selfie, taka myndir af þrem fuglategundum og greina þær, greina fjórar tegundir af barrtrjám og taka myndir af þeim. Svo voru aukaverkefni, áttum við að velja að minsta kosti þrjú og völdum við að: gera góðverk, fara hundrað metra á höndum og reyna við stærstu sápukúluna. Fyrsta verkefnið gekk dálítið hægt, en náðist þó. Fuglunum ætluðum við aldrey að ná þangað til að við fundum landnámshönurnar hans Heiðars, heppilega voru þær lokaðar inní búri fyrir okkur þannig að við þurftum ekki að reyna að ná þeim , en við ætluðum aldrei að ná hinum þannig að við álkváðum að taka myndir af uppstoppuðu fuglunum í ganginum. Barrtrén fundum við hvert af öðru og greyndum þau með leik. Aukaverkefnin voru mismunandi, við ákváðum sem góðverk að tína upp rusl og henda því, og handalabbið gekk vel. En ekki sápukúlurnar. Heiðar tók sér herðatré og bakka af sápuvatbi og byrjaði að reyna að blása út kúlur. Það virtist ganga vel en í hvert einasta skipti sem sápukúlan var að losna úr trénu, sprakk hún. Aftur og aftur og aftur og aftur sprungu þessar sápukúlur og sápuvatnið dó á endanum út. Þá tókum við venjulegar sápukúlur með litlu íláti og litlu gati og viti menn. Stóru sápukúlurnar poppu út hver à fætur annari. Gekk svo sveimér vel

Leave a Comment more...

Vika 6 – Seinasta vika fyrir páskafrí

by on apr..08, 2014, under Óflokkað

mánudagur

Á mánudaginn kynntum við virkjaninar okkar. Nemendur fóru upp að skjávarpanum og kynntu í hópunum sínum. Eftir hvern hóp fengu aðrir hópar matsblað til að dæma aðra hópa. Mér finnst kynning okkar Heklu hafa farið ýkja vel, þó að Hönnu vantaði. Eftir það mátum við okkur sjálf, og svo var tíminn búinn.

fimmtudagur

Ég var ekki á fimmtudaginn en mér skilst að það hafi verið tekin könnun.

föstudagur

Á föstudaginn tók ég þessa örstuttu könnun og kom hún út með aðeins eina villu. Svo fórum við út í leiklistarleiki sem var afar gaman.

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!