Ástráður

Vika 2

by on Okt.22, 2015, under Hlekkur 2

Mánudagur

Hér var góður fyrirlestur um DNA, litninga og margt annað. Gyða fór yfir mikið í tímanum, hugtök eins og ríkjandi og víkjandi, arfblendinnn og arfhreinn og mörg önnur hugtök. Fórum líka yfir hvernig litnningar virka og hversu marga litninga við höfum, og mismuninn á karl og kvenlitningum.

Miðvikudagur

Hér voru allir saman í tíma vegna fjarvistar sumra kennara, og áttum við að undirbúa kynningu í hópum. Ég var í hóp með Filip, Gumma og Gabríel og gerðum við stutta kynningu um furðulegar staðreindir um frumur. Við fundum margar skemmtilegar staðreynir, þ.á.m að 50 % af genunm manneskju eru þau sömu og í bananna. Við kláruðum kynninguna snemma og settum hana á padlettið.

Fimmtudagur

Það var ekki mikið gert á fimmtudaginn, við horfðum bara á myndbönd um frumur frá mismunandi vefum og höfðum það rólegt.

Fréttir

Sigmundur Davíð, er Back to the future fan

Putin gagnrýndur vegna heimsókn Assad

 

 

Leave a Comment more...

Vika 1

by on Okt.13, 2015, under Hlekkur 2

Mánudagur

Í dag fengum við þá tylkinningu að við værum á leiðinni inn í efnafræði. Við höfðum nú það verkefni að rifja upp frumulíffræði og sjá hvort að við mundum eitthvað frá árum áður. Fyrir þá sem að höfðu ekki alveg jafn skarpt minni, var ekki öll von úti því að við fengum uppryfjunarfyrirlestur úr þeim efnum. Við tókum vel í gegn frumuskiptingu, hvernig frumur skipta sér á tvo mismunandi hætti, annars vegar: Mitosa, þegar fruman skiptir sér í tvennt og myndar tvær alveg eins frumur, og meiosa, þar sem að fruman skiptir sér í fernt. Minnir mig. Við fórum í gegnum stofnfrumur og hvaða hlutverki þær gegna og svo voru einhverjar fréttir

Miðvikudagur

Stöðvavinna var á miðvikudag eins og flestallaðra miðvikudaga, og þar voru margar stöðvar í boði. Ég valdi fyrst stærðfræði stöð, þar sem að markmiðið var að reikna út með lögmálum og formúlum hversu margar frumur eru í einum mannslíkama, og gerði ég það ásamt Birgit, Hannesi og Steinari. Eftir það var fengin litastöð, þar sem að við fengum blað með dýrafrumu og áttum við að lita mismunandi hluta hennar í mismunandi litum, eftir fyrirmælum. O svo til að enda það tók ég krossglímu þangað til að tíminn kláraðist

Fimmtudagur

Fimmtudagurinn var verkefnisdagur úr seinasta hlekk, og var þar einstakt verkefni inná padletinu, þar sem að við áttum að velja þrjú verkefni og skrifa eitthvað um þau. Tíminn kláraðist hratt og gerðist ekki mikið meira þann tíma.

Leave a Comment more...

Vika 6

by on Okt.07, 2015, under Hlekkur 1

Mánudagur

Þennan dag fengum við góða fræðslu um blóðmánann, vegna þess að hann sýndi sig kvöldið áður. Við skoðuðum myndir, horfðum á fréttir og gerðum margt annað teng mánanum sem að var skemmtilegt og fræðandi. Þó að skýjahula var yfir mánanum hér í hreppnum voru menn ekki hræddir við að koma út og taka myndir, þó fann ég engar sérstaklega góðar frá fólki úr þessum hreppum. Eftir það fórum við í hópavinnu, þar sem farið var í gagnvirkan lestur upp úr heftinu hans Einar Sveinbjörnssonar um hýnun jarðar og fleiri náttúru tengd vandamál. Planið var að Einn myndi lesa texta, taka svo það sem hann las og setja það í eina setningu, næsti myndi spyrja spurningar uppúr textanum, næsti myndi svo svara þeim og sá fjórði myndi hugsa um hva gerist næst. Þannig var unnið og var ég settur í hóp með Siggu og Hönnu, komu margar fræðilegar umfjallanir þar upp.

Það var ekki tími á miðvikudaginn

Fimmtudagur

Hér var tekið skemmtilegt verkefni um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna, um sjálfbærni jarðar. Fengum við tíma tl þess velja efni sem við styðjum, (Heimsfrið, Mengunarlaus sjór, Sjálfbærar borgir o.s.fr.) Og tókum við svo sjálfsmynd og settum okkur upp sem svona ofurhetju sem stendur fyrir það sem að við völdum. Það var einstaklega gaman og áhugavert.

Blóðmáni

Blóðmáni eða Blood moon gerist þegar almyrkvi verur á tunglinu og er hann þá í skugga jarðar, hann fær á sig nýjan lit, blóðrauður vegna þess að sólarljósið sem berst í gegnum lofthjúpinn tvístrar rauða litnum síðar en öllum hinum, ljósið berst þá til tunglsins með rauðum lit í sér. Þessi tunglmyrkvi er einstakur vegna þess að hann gerist þegar tungl er næst jörðu – 356,877 km í burtu. Aðeins fimm slíkir hafa átt sér stað síðan 1900, seinast 1982 og næst árið 2033. Venjulega hefur fullt tungl nálægt jörðu verið kallað ofurmáni, þó ekkert „ofur“ er við hann (Nema að 15 tommu pizza er „ofurpizza“ meðað við 14 tommu pizzu) Því tunglið er ekki nema 14 % stærra en fullt tungl í jarðfirrð. Mjög erfitt er því að sjá mun á þessum mána og einhverjum öðrum. 3107044530_c4031a05b7_z

Heimildir fengnar hér

Leave a Comment more...

Vika 4

by on Sep.23, 2015, under Hlekkur 1

Mánudagur

Þennan dag fórum við aðalega yfir það sem við færum í í vikunni. Þ.á.m var ósonlagið, loftmengun, gróðurhúsaáhrif, ofauðgun og aðrir hlutir sem ógna náttúrunni eða skemma. Við kíktum á margar fréttir, og þ.á.m. var frétt um hvernig veðrið verður árið 2050, þar var talað um hversu mikið meira af raka væri í loftinu, plöntulíf myndi blómstra en hiti myndi svo sannarlega hækka. Rigningar yrðu fleirri og mörg önnur atriði.

Þriðjudagur

Í dag fengum við úthlutað verkefni, nefnt: Ég ber ábyrgð. Parað var saman í hópa og var ég settur með Hönnu og Birgit. Við völdum okkur viðfangsefni eins og allir aðrir hóparnir, og okkar viðfangsefni var jarðardagurinn. Þegar við byrjuðum að leita að upplýsingum um hann, komumst við að því að sá jarðardagur sem við fundum mestar upplýsingar um var jarðardagurinn 22. apríl og þar er sérstök áheirsla lögð á það að hjálpa jörðinna, slökkva ljós, nota minna vatn, flokka meira og mikla áheyrslu lagt að stöðva fyrirtæki sem að eru að menga mikið og stunda einhverja ólegala starfsemi þegar kemur að náttúrverndar málum. Annars vegar var sá jarðardagur sem að Gyða sagði okkur frá, sem að breytist á hverju ári. Sá dagur er þegar við höfum notað upp allar auðlindir jarðar yfir það mark þar sem að hún getur endurnýjað sjálfan sig og þessar auðlindir, og þessi dagur er alltaf á hverju ári að færast nær og nær. En þar sem að við fundum meiri upplýsingar um þann fyrri skrifuðum við meira um hann. Verkefnið var skemmtilegt og fræðandi, og fundum við nokkrar lausnir til að hjálpa jarðardeginum eða til að styðja hann samkvæmt Earthday.org :

  • Skipta um perur – Nýjar flúrljós perur eru miklu meira orkusparandi en þær sem að meginmegnis notaðar hér á landi. Þær endast mun lengur og spara mikinn pening.
  • Slökkva á tölvum – Tölvur sem eru í gangi yfir nótt eða yfir langan tíma geta eytt mikið af rafmagni, sérstaklega borðtölvur. Betra er að setja þær í svokallað „Sleep mode“ sem kemur með flestum nýjustu tölvum nú til dags en best væri þó að slökkva alveg á þeim
  • Vaska minna upp – Að nota minna vatn í uppvaskið getur sparað allt upp í 50 lítra eða meira. uppþvottavélar nú til dags geta þrifið diska og glös mjög vel og þær eyða sjálfar ekki það mikið af vatni.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fór allur tíminn í að vinna þetta verkefni.

 

Leave a Comment more...

Vika 3

by on Sep.14, 2015, under Hlekkur 1

Mánudagur

Þennan dag var aðallega umræða og einhver verkefni. Við ræddum aftur um mikilvægi samspils lífvera og lífvana og töluðum meira um skógi og hversu mikið af trjám voru á Íslandi áður en að landnámsmenn komu, á þeim tíma var 25 prósent landsins hulið skógi en nú er minna en 3 prósent landsins hulið skógi.  Mikilvægi stöðuvatna og hafsins og margt fleira.

Miðvikudagur 

Þennan dag var stöðva vinna með mörgum áhugaverðum stöðvum. Ég byrjaði á því að setja saman  frumeindir og glúkósa en svo en svo for ég í kross glímur, orð af orði og margt fleira. Þegar lítið var eftir af tímanum for ég og kíkti í smásjá og sá loftgöt og grænu korn af undir laufblöðum. Það tók smá tíma en það sem ég sá svo eitthvað sem var svo sannarlega biðinnar virði. Loftgötinn voru lítil en samt sjáanleg, og afar áhugaverð. Eftir það kláraði ég blaðið og hélt úr tíma.

Ég var ekki á fimmtudaginn, því ég þurfti að ríða með safni.

Leave a Comment more...

Danmörkuferð

by on Sep.13, 2015, under Hlekkur 1

Þegar ég kom til Danmörku var ég strax heillaður af mismunandi veðurfari, hitastigi, og náttúru yfir höfuð í Danmörku. Þó að munurinn var ekki mikill var þetta samt vel greinilegt fyrir mér, því þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði komið til útlanda! Greinilegasi mismunurinn fyrir mér á milli Danmörku og Íslands var hitinn og vindurinn. Þó að við eyddum mestum okkar tíma í Kaupmannahöfn, og þar sem að ekki mikill vindur safnast upp í svona borgum og hverfum, fann ég samt fyrir því hvernig vindurinn var ekki eins kaldur og heima, þegar við vorum ekki í borginni. Það sem að náði athygli minni líka eftir vikudvöl í Danmörku, var hversu mikið magn af trjám þeir hafa. Mest allt af því sem að við sáum og hvert við fórum, voru þessi tré plöntuð, ekki náttúrulegir skógar – en annars fanst mér vera nærri óhóflega mikið af þeim. Eins mikill Íslendingur og ég er, er ég vanur að líta upp til fjallanna okkar, en mér fanst eins og Danirnir væru að hylja þá staðreynd að þeir hafa enginn fjöll, með því að setja nóu mikið af trjám til þess að fela staði þar sem veinjulega sást til fjalla. Náttúran í Danmörk er að sjálfsögðu mun öðruvísi frá náttúrunni í Íslandi, en það vita þeir vel og eru að gera sitt besta til að vernda hana. Þ.á.m er stofnun sem heitir danska náttúrustofnunin og sér hún um að vernda og hugsa um náttúrumál í Danmörk, og segja margir að hún hafi  notið mikillar velgengni. Hún hugsar um jafnvægislega þróun í landinu, og er ábyrg fyrir að halda uppi fjölbreittum sveitum og héröðum, og vill finna jafnvægið á milli náttúru og iðnframleiðslu. Allt í allt er Danmörk áhugavert land og svo sannarlega þess virði að koma aftur til, og ekki bara til þess að skoða náttúru hennar.

Heimild

Leave a Comment more...

Sveppa Ferð 5/12

by on Maí.18, 2015, under Óflokkað

Hér er skýrslan mín af sveppaferðinni sem var á þriðjudaginn liðinn, enjoy :)

Sveppaframleiðsla

Leave a Comment more...

Vika 4 – Seinasta viku uppfærslan

by on Maí.05, 2015, under Óflokkað

Mánudagur

Í dag byrjuðum við að tala um frumverur. Frumverur eru skilgreindar í einfrumunga sem hafa einn frumukjarna og eru bara ein fruma en geta samt myndað sambýli og fjölrumunga sem eru eitthvað eins og dýr, sveppir og plöntur. Við flokkuðum þær betur, skilgreindum hverjar voru ófrumbjarga og hverjar væru frumbjarga, hver er með dreifkjörnunga og hver ekki og margt fleira.

Þriðjudagur

Í dag var Gyða ekki og var þá stór Nearpod kynning. Sumir unnu í pörum og átti að fara yfir glæurur og svara spurningum úr efninu. Kynningin var löng og ströng en eftir að hún kláraðist var tíminn búinn. Farið var í nýjar frumur, greining hvernig frumar lifa hvar og hvaða eiginleika hafa t.d. bakteríur sem aðrar frumur hafa ekki.

Fimmtudagur

Við byrjuðum tíman á að fara út við ár og læki og safna sínum fyrir uppikomandi verkefni. Ég og Birgit fórum niður að litlu laxá og náðum okkur í sýni til þess að geyma. Þegar inn var komið fórum við svo yfir blogg og umræður fóru í gang um mikilvægi jarðar og hvernig við erum hægt og örugglega að drepa hana.

Frumdýr

Frumdýr teljast flest einfrumungar en þó geta sumar myndað sambú fruma. Vísindamenn hafa reynt að geta sér til um hversu margar þær eru en þó geta þeir vel verið langt frá réttu svari. 65 þúsund hefur verið lýst en hellingur er örugglega eftir. Þeir eru mjög stór hluti af lífkerfi okkar, stærri en við hryggdýrin ef miðað er við einstaklingsfjölda. Þau eru aðal neytendur gerla og smárra sveppa. Vöxtur þeirra væri þess vegna stjórnlaus ef ekki væri fyrir frumdýr. Þau eru líka sníklar og gegna mikilvægu hlutverki í rotnunarferlum í fæðukeðjunni. Þau eru líka mikilvæg fæðuuppspretta fyrir minni tegundir af hryggleisingjum.

     Bifdýr

Bifdýr eru talinn lengst þróuð af öllum frumdýrum ef litið er til líkamsgerðar, þau nota bifhárinn til að koma sér áfram í vatni eða til að sópa til sín fæðu. Bifdýr hafa bifhárin sín á mismunandi skeiðum ævi sinnar, sum hafa bara hárinn í æsku en sum hafa þau allt sitt líf. Sogdýr(eða suctoria) hafa hárin aðeins í æsku sinni en þegar fullvaxinn fá þau einskonar arma sem þau nota til að grípa önnur frumdýr og sjúga úr þeim innihaldið.

Heimildir: Vísindavefurinn

FRÉTTIR

Everest lækkar!

Sjórinn missir súrefni!

Leave a Comment more...

Vika 3

by on apr..26, 2015, under Hlekkur 6

mánudagur

Á mánudaginn fórum við betur í hvernig veirur fjölga sér, sem ég nefndi í mínu seinasta bloggi. Við fórum líka í hvernig ebólan virkar og af hverju hún er svo erfið að drepa og hvernig hún drepur svo marga. Við horfðum líka á myndband um hvernig hún starfar og nær að dreyfa sér svona hratt. Við skoðuðum hvaða veira er hættulegasta veira í heimi og fórum þá á þessa síðu þar sem tekið var saman hættulegustu veirurnar en var þó enginn skýr sigurverari.

þriðjudagur

Í dag fórum við í kynsjúkdóma . Við vorum pöruð upp 2 og 2 og áttum við að velja okkur einhvern sjúkdóm og gera kynningu um hann. Ég og Sigga Helga völdum kláðamaur. Kláðamaur (scabies) er sníkjudýr lifir í húð manna. Hann er algengur húðsjúkdómur sem getur smitast við kynmök. Við gerðum bækling um maurinn og verð ég að segja að þessi maur er ekki sérstaklega fallegur.

Það var ekki skóli á fimmtudaginn því að það er fyrsti dagur sumars, gleðilegt sumar 😀

Baktería

Árið 1676 var Anton von Leeuwenhoek fyrstur manna til að sjá bakteríu og til að lýsa henni. Hann smíðaði stækkunargler í frítíma sínum til að skoða lífverur sem halda sig í vatnsdropa. Hann lýsti fyrst kúlu, gomrlaga spírali og stöng en hans uppgvötun var ekki tekin til marka fyrr en mörgum árum seinna. Bakteríur í sjálfu sér eru mjög flókinn þáttur lífvera sem gegna mikilvægu hlutverki í niðurbrotsferli náttúrunnar. Þær eru frumstæðar örverur og ef sjúkdómsvaldandi teljast þær til sýkla. Þær eru einfrumungar og tilheyra hópi dreyfkjörnunga og hafa því ekki afmarkaðan kjarna og ekki mikilvæg frumulíffæri, en hafa þó frumuvegg og frumuhimnu.

Average_prokaryote_cell-_en.svg

 

Leave a Comment more...

Vika 2 Hlekkur 6

by on apr..26, 2015, under Hlekkur 6

mánudagur

Þennan dag fórum við yfir það helsta sem við munum gera í þessum hlekk. Í þetta skipti ætlum við í líffræði, fara betur í gegnum það sem við fórum í í 8. bekk þ.á.m bakteríur, veirur kynsjúkdómar og fleirra. Í þetta skipti glósuðum við niður hvernig flokkun lífvera virkar sem virkar eftirfarandi: Fyrst er það Líf, hvaða lén það er í, hvaða ríki það er í, hvaða fylkingu það tilheyrir, í hvaða flokk það heldur sig í, hvaða ættbálk það er í, hver er ættin, ættkvíslin og loks tegund.

þriðjudagur

Ég var ekki þennan þriðjudag en mér skilst að við fræddumst meira um bakteríur

fimmtudagur

Það var skíðaferð þennan fimmtudag, sem var nú ekkert sérstök :/

Veirur

Veirur eru ekki talnar sjáflstæðar lífverur og jafnvel ef lífverur megi vera kallaðar því enn er verið að rífast um hvort veirur séu alvöru lífverur eða ekki. Veirur innihalda erfðaefni sem er umhlukið hlýfðarskel gerð úr prótíni. Það sem einkennir þær er að þær fjölga sér ekki og verða að reyða á frumurnar sem þær smita til að fjölga sér. Veirum er skipt í þrjá flokka eftir því hvernig þær fjölga sér: Bakteríuveirur, dýraveirur og plöntuveirur.

Virus

 

Leave a Comment more...

Looking for something?

Use the form below to search the site:

Still not finding what you're looking for? Drop a comment on a post or contact us so we can take care of it!