Hlekkur 2 vika 5

Á mánudaginn var ég veik heima. 😷

Á miðvikudaginn fórum við i glósur. Við töluðum litninga t.d. xy og xx. Við töluðum líka um óaðskiljanlegur samstæða litninga. Mer fannst ótrúlegt að fólk getur verið með auka litninga, x eða y litning. Einn af hverjum 1000 strákum hafa auka y litning og ein af hverjum 1000 konum hafa auka x litning. Svo töluðum við um erfðatækni. Með erfðatækni getum við fengið fjólublátt barn eða glóandi svín. Við töluðum líka um klónun og genaspæsingu. Við töluðum svo um erfðabreytt matvæli sem er mjög mikið notað t.d. Það er búið að búa til korn sem byr til sitt eigið skordyraeitur. 70% til 80% af matvælum sem eru framleiddir i Ameríku eru erfðabreyttir. Svo töluðum við um að 7.nóvember um klukkan hálf sjö mundu þrjár rekustjörnur sjást i suðaustri. Þær heita Mars, Júpíter og Venus. Töluðum við svo smá um norðurljós og erfðabreytt.is. Þar er hægt að sjá mikið um erfðabreytt matvæli. Svo töluðum við um gen.is þar er hægt að lesa um erfðabreytta sjúkdóma. Svo skoðuðum við frétt um að meiri en helming antilópa sé dáin út af bakteríum og hlýnun jarðar.😔 Svo horfðum við á myndbönd um erfðabreytt matvæli. Þegar klukkan varð ellefu fengum við að fara i fimm mínútur fram og hreyfa okkur en svo förum við i lesskilning. Við vorum skipt i hópa og textin var á ensku i bók seúm heitir inquiry into life. Við lásum kafla sem var um Ísland og ég var með Siggu Láru, Gabríbriel, Jónasi og Ástráði í hópi eitt. Textin var frekar erfiður en ég var i góðum hóp. Svo áttum við að gera plaggat um textan og gekk það líka bara vel. Textin var um að þegar stjórnarskrá Íslands leyfði deCODE að kaupa upplýsingar um gen Íslendinga fyrir tvöhundruð milljónir höfðu heilbrygðisráðuneytið gagnrýnt þessa ákvörðun. DeCODE mátti taka upplýsingar, nota og selja genupplýsingar Íslendinga án þess að láta einstaklingana vita. Ekki er hægt að hætta i þessu prógrammi nema það sé sérstaklega beðið um það. Mikið var notað látna einstaklinga því þeir gátu ekki neitað prógramminu og út að því kom upp stórt vandamál.

Á fimmtudaginn byrjaði Gyða á því að tala við okkur um próf sem verður bráðlega og hvað við máttum nota i prófinu. I prófinu verður það venjulega sem við erum að læra mítósa, meiósa, víkjandi og ríkjandi. Við bjuggum svo til tvær spurningar hver og svo förum við i kahoot.it.

Fréttir

Helmingur antílópana horfin

Marsneskt á hverfandi hveli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *