Avatar

Í þessari viku horfðum við á Avatar. Avatar gerist á tunglinu Pandóru sem er eitt af tunglum Satúnar. Ættbálkarnir eru mjög nánir náttúrunni. Na‘vi ættbálkurinn segir við mennina „við fáum orkuna úr Eywu í láni og svo skilum við henni þegar við deyjum“. Það eru til mörg skrítin dýr á Pandóru. Flest þeirra eru samt með sex fætur og uppháhaldið mitt er samskonar hundur sem kallast Viperwolf. Það eru líka til samskonar apar, drekar, antílópur og nashyrningar en þeir heita samt allt annað en apar og antílópur og líta allt öðruvísi út. Auðlindirnar á tunglinu eru helst Eywa sem er svona auðlind auðlindanna, vatn, Unobtanium og orka. Pandóra er mjög friðsælt tungl. Eiginlega eins og þegar indjánarnir voru á jörðinni, áður en kúrekarnir komu auðvitað. Eywa er líka stór hluti af Pandóru. Eywa er kölluð tré sálana eða tree of souls. Þegar þú ferð til Eywu getur þú tengt þig við hana með fléttunni þinni (ef þú ert frá Pandóru náttúrulega) og getur beðið bænir þínar þannig og heyrt raddir dánu forfeður þinnar. Allar tegundir elska náttúrunna og fjölskyldu. Þeir drepa ekki af ástæðulausu og eru tilbúinn að gera allt fyrir fjölskylduna og heimilið. Ég væri allveg til í að vera Na‘vi, búa á Pandóru. Það væri æðislegt að geta tengt sig við náttúrunna eins og þeir geta. Og að hugsa sér, ef þú ert tengt einhverjum og hann verður stungin líður þér eins og þú hafir verið stungin. Mér finnst náttúran á Pandóru yndisleg og falleg. Hvernig hún glóir og vinnur með þeim sem búa með henni. Mér finnst náttúran á Íslandi auðvitað falleg en sú sem er á Pandóru er svo öðruvísi og óvenjuleg. Fyrst ég er byrjuð að tala um óvenjulegt þá er spurning sem ég vil spyrja. Eldur þarf súrefni til að lifa en á Pandóru geta mennirnir ekki andað þótt að þar lifir eldur. Er eitthvað eiturefni í loftinu? eða eitthvað annað?. Svo er togkrafturinn líka merkilegur því á pandóru eru svífandi fjöll en við fljúgum samt ekki út um allt. Og svo frammtíðin, hvernig verður frammtíðin. Kannski náum við að eyðileggja jörðinna og þurfum að flytja á aðrar plánetur. Kannski finnst líf á öðrum plánetum eins og í avatar. Sagt er í dag að það er vatn á pandóru en er sammt ekki enn staðfest. Ef þú vilt vita meira þá er hérna æðisleg síða sem ég nota til að finna margt um avatar og finnst rosa spennandi.

29-Viperwolf-600x396Hér fyrir ofan er mynd af Viperwolf

images (1)

Þetta eru myndir af Na’vi ættbálknum

images wy1jwOg þessar tvær fyrir ofan af Eywu. The tree of souls.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *