Vísindavaka 2016

Ég var með Línu og Siggu Helgu í þessu verkefni. Við gerðum fyrst tilraun að nafni Rignir blóði en hún heppnaðist ekki þannig við gerðum aðra að nafni Vax undir sandi. Í henni þarf vax, sand, sprittkerti, skál, bikarglas, vatn og hitagrind. fyrst settum við vax í botninn á bykarglasi og skolaðan sand yfir svo eitthvað. Svo helltum við vatni ofaní og settum glasið á hitagrindinna og kertið undir sem logaði. Við héldum að vaxið myndi leka upp í litlum ræmum því vax er með minnni massatölu en sandur og vatn. En það sem gerðist var að vaxið sprakk upp og storknaði svo á yfirborði. Þetta er reyndar dálitið líkt því þegar það verður nýtt land. Það kemur sprunga á hafsbotninn þegar það gís og þá fer hraunið á koma upp. Það fer upp úr gjótunni og dreyfist, svo kemur annað lag ofaná og annað og svo frammveigis þangað til að það kemur upp á yfirborðið. Þá gerist það sama og landið byrjar að sjást og það verður stærra og stærra. En þegar það er komið á yfirborðið dreyfist það minni og rúllar í staðinn og stækkar landið. Þannig nýja landið verður hærra og stærra.☺ Hér eru nokkrar spurningar sem við spurðum okkur.

Spurningar

  • Hvað gerist þegar vaxið hitnar?
  • Hvernig tengist þetta jörðinni?
  • Á vaxið eftir að komu upp í mörgum littlum ræmum?
  • Hvað gerist þegar vaxið er komið upp?
  • Til hvers er sandurinn?

Hér fyrir neðan er myndbandið ef þið viljið sjá og hlusta á allt ferlið.

Vísindavaka

Svör við spurningunum

  • Það flýtur upp.
  • Svona verður nýtt land til við eldgos.
  • Nei það springur úr sandinum og fer svo upp á yfirborðið.
  • Það storknar.
  • Til að halda vaxinu niðri því vaxið er með minnsta massan í glasinu og sandurinn mesta.

GG video frá Flúðaskóla. Mér fannst þetta myndband flottast og mæli með því út af því að það er ofboðslega fallegt það sem þau gera og ég væri til í að gera þetta einhverntíman.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *