Vika 3 hlekkur 5

Á mánudaginn skoðuðum við blogg, fréttir, nýsköpun, myndbönd og svo enduðum við á kahoot. Fyrst lenti ég í 2 sæti og svo 3. Ég er snillingur.☺

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu og ég var með Siggu Helgu. Hér fyrir neðan eru stöðvarnar.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Hér fyrir neðan eru stöðvarnar sem ég fór í.

16. Áttum að tengja 4 orð á þessari stöð. Fyrsta sem ég náði að tengja saman var vindorka, vatnsorka, sólarorka og sjávarfallsorka. 2. Straumrás, hliðtenging, tengimynd og raðtenging 3. Öreind, rafeind, róteind og nifteind 4. Rafeindaorka, rafspenna, volt og V 5. DC, AC riðstraumar og jafnstraumar 6. Mótstaða, ohm, viðnám og R. Ég náði einu sinni öllu rétt. Það var erfitt en mér tókst það. Þetta kom hægt og rólega hjá mér og MÉR TÓKST ÞAÐ. Svo seinasta tengingin var rafstraumur, I, amper og rafeindaflæði.

9.Georg Ohm (1789-1854). Lögmál Ohms er regla í rafmagnsfræði. Rafmótstaða er kennt við Ohm. Það er auðveldast að útskýra þetta og kalla þetta bara karlarnir með bakpokana. SPENNA=U, STRAUMUR=I & VIÐNÁM=R

20. Fórum líka á þessa stöð og það var geggjað gaman, hér er mynd af því sem við gerðum og myndband. Myndbandið er mjög stutt því ég er bara rétt svo að sýna hvernig þetta virkar. Myndin er fyrir neðan. 😉

12421296_969332919770626_1301385943_n

 

1.

Untitled

 

Á fimmtudaginn var allur bekkurinn að lesa sögur um jákvæðar og neikvæðar stöður og hvernig við myndum búast við þeim.

 

Rafmagnstafla

hér fyrir neðan er rafmagnstafla.

12736805_969235706447014_1870751099_o  Og hér fyrir neðan er lekaliðurinn.

12735524_969235716447013_986484176_n

 

Lekaliður er svokallað öryggi sem slekkur á sér þegar hann fær of mikið rafmag. Þegar hann slekkur á sér kemur það í veg fyrir að það kvikni í. Þegar það gerist slær út og maður verður að slá því aftur inn með því að snúa stóra rofanum í þessu tilfelli.

Smá skemmtun, besta lagið í Eurovision 2016 ísland.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *