Hlekkur 1 vika 6

Á mánudag var horft á fréttamyndband um Holuhraun og skoðuðum aðeins Þríhnúkagíg.

Á þriðjudag var farið í könnun sem öllum fannst erfið og svo eftir það var farið í ritgerð.

Á fimmtudag var farið í ritgerð eins og seinast og eins og þið vitið þá er ég með Krókódíla og það er út afþví að þeir eru svo merkileigir, sætir og rosalega gamlir.

Bárðabunga er í Vatnajökla og er eldstöð. Sagt er að hún sé 200 km löng og 25 km breið og eldstöðin er hulin ís. Allir vissu að bárðabunga var þarna en föttuðu ekki nema smá saman að hún væri eitt hættulegasta eldfjall á íslandi. Hæsti blettur Bárðabungu er 2009 metra hár og er þá næst hæðsta fjall íslands. Askjan á Bárðabungu er allt að 10 km breið og 700 metra djúp og askjan er allgjörlega jökulfyllt. Búist er við spreingigosi í Bárðabungu og verði þá flóð sem enginn veit hvar mun lenda.

Síða um Bárðabungu

Spurning um eldgos

Frétt um Bárðabungu

vika 5 hlekkur 1

Á mánudag var farið í liðdýr, krabbadýr og áttfætlur. Heimavinnan okkar fyrir morgundaginn var að fara heim og finna eins og t.d. áðnamaðka og kókngulær.

Á þriðjudaginn var farið í stöðvavinnu. Ég tók sjö köngulær og setti í eina krukku og gerði skýrslu um þær hér er Skýrslan. Ég fór á margar stöðvar hér eru Stöðvavinnan. Og hér eru stöðvarnar.

 

 1. Teikning – Fullkomin og ófullkomin myndbreyting 
 2. Tölva – Borneo leiðangur nýjar tegundir
 3. Sjálfspróf 6-5  Krabbadýr, áttfætlur og fjölfætlur
 4. Verkefni – Hvað ræður mikilli útbreiðslu skordýra?
 5. Tölva/ipad – sjálfspróf úr 6. kafla
 6. Sjálfspróf 6-6  Liðdýr – fjölbreyttasti hópur lífvera
 7. Víðsjá – Hvernig eru skordýr byggð? Og jafnvel önnur dýr, veltur á framboði!
 8. Tölva – íslensk skordýr
 9. Verkefni – Skordýr – frá eggi til fullorðins dýrs.
 10. Krossgáta – Dýr með sex fætur.
 11. Dýrin JPV útgáfan – skoða opnu – umræður
 12. Smásjársýni – tilbúin sýni til skoðunar.
 13. Tölva skoðum dýrin í dino-lite.
 14. Smásjá – vængur af flugu

Á fimmtudag var farið aðeins í ritgerð. Eins og þið vitið verð ég með ritgerð um krókódíla.

 

vika 4 hlekkur 1

Á mánudaginn var farið í glósur um lindýr og skrápdýr. Lindýr eru mjúk dýr með harða skel. Eins og til dæmis sniglar, samlokur og smokkar. Sniglar geta lagst í dvala og eru með anga eða horn á höfðinu sem er með skynfærum. Samlokur hafa tvær skeljar með sterkum voðvum til að halda sér loknum og þær hafa mjúkan fót til að hreyfa sig og grafa niður í sand. Smokkar eru stærstu hrygglausu dýr sem nú lifa og hafa griparma með sterkum sogskálum. Skrápdýr eru yfirleitt fimmgeislóttir og með sérstakt sjóæðakerfi. Eins og til dæmis ígulker, krossfiskar, sæsól og stórkrossi. Krossfiskar hafa fimm arma og anda hvers arms er auga og eru rándýr sem sækja í samlokur. Ígulker hafa sterkar tennur og með langa brodda. Munnurinn á skrápdýrum er undir dýrinu og lindýr anda með húðinni eða tálknonum.

Á þriðjudaginn var afmæli Ómars Ragnarsson. Þannig við fórum út með poka og týndum fræ. Ég var með siggu í hóp og við fórum svo með pokan inn og blönduðum við hina og svo var það mælt. Okkar var 257,6 g.

Á fimmtudaginn var frí þannig ég var bara í Reykjavík.

frétt

frétt

Vika 3 Hlekkur 1

Á mánudaginn og Þriðjudag var farið yfir glósur. Við lærðum um ytri og innri frjóvgun. Ytri frjóvgun eru t.d eins og fiskar og froskdýr. Innri frjóvgun er eins og skriðdýr, fuglar og spendýr. Svo töluðum við um mismunandi líkamshita. Misheit dýr (kalt blóð) þau geta ekki stjórnað hitastiginu. Jafnheit dýr (heitt blóð) halda líkamshitanum jöfnum. Við töluðum um hryggleysinga sem eru dýr sem hafa ekki hrygg eins og lindýr og ormar. Svo eru það hryggdýr sem eru dýr sem hafa hrygg eins og hestar og fiskar. Svo eru það holdýr,holdýr eru t.d. Kóraldýr, Marglyttur armslöngur og sæfíflar. Marglyttur eru 95% vatn og eru með brennifrumur í griparminum. Svo á Þrjiðjudag var farið í stöðvavinnu Allir vora með sína eigin skýrslu og ég náði þrem stöðvum. Hér er stöðvavinnan mín og hér eru stöðvarnar.

Hryggleysingjar eru eins og svampdýr, holdýr, lindýr, skrápdýr, ormar og liðdýr. Svampdýrin eru elstu fjölfruma dýrin sem nú byggja jörðina. Allar frumur vinna sjálfstætt. Eins og egta þvottasvampar eru gerðir úr þurrkuðum stoðgrinda svampdýrana. Gærusýnig um Hryggleysingja.

Á fimmtudaginn var ég heima út af því að ég var að fara á móti safni en hinir í bekknum voru í hugarkortinu og voru að blogga. Ég set hugakortið mitt inn á bloggið í næstu viku.

Fyrsta Risaeðlan sem lifði í vatni

Gosmengun

Nornabaugar

hlekkur 1 vika 2

Á mánudag var kennaraþing. En í stað mánudags ætla ég aðeins að fjalla um gosið. Eins og þið vitið er eldgos í Holuhrauni en kvikuholf eldstöðvarinnar er undir Bárðabungu. Vísindamenn segja að hraunið sé nýtt sem þýðir að það er ekki búið að vera lengi inn í kvikuhólfinu.        Eldgos                   Eldgos

Á þriðjudag var farið í Nearpod glærur og við fórum líka út og gerðum verkefni, um lífvana hluti og lifandi hluti.  Dæmi um lífvana hluti er t.d. steinar og steypa, dæmi um lifandi er til dæmis ég :)

Á fimmtudag var farið í hugakort fyrir ritgerð. Ég ætla skrifa um Krókódíla sem hefur verið til síðan á tímum risaeðlanna. Tennur krókódíla endast í tvö ár en þá detta þær úr og þá koma nýjar í stað þeirra. Stundum kemur nýjar tennur samtímis svo að krókódílar verða aldrei tannlausir. Þeir hafa sterka kjálka og oddhvassar tennur til að hremma bráð sína. Krókódílar hafa tvisar til þrisvar sinnum fleiri tennur en maðurinn. Krókódílar eru með svokallaðar vígtennur til að halda bráðinni. Jaxlarnir aftast í munninum eru til þess að kremja bráðina. Tennur Krókódía eru gagnlausar til að tyggja, þannig þeir verða annaðhvort að gleypa bráðina heila eða rífa hana í sundur í flikki. Sumir krókódílaungar fæðast með um áttatíu tennur þegar þeir skríða úr egginu eins og t.d. Ameríska Flatmunnaungar. Ungtennurnar eru ekki eins beittar og fullorðinstennurnar og eru brothættar. þær eru eins og agnarsmáar nálar. Það sem mér finnst merkilegast er  hvað krókódílar hugsa vel um egginn sín miðað við að vera með svo flugbeittar tennur. Því þegar þeir heyra í unganum setja þeir eggið í munnin á sér og hnoða eggið varlega til þess að sprengja skurnina, en þeir gera það til þess að hjálpa unganum að brjótast út. Stundum tekur það um það bil tuttugu mínútur að hnoða eggið. Allir krókódílar verpa hvítum eggjum sem likjast fuglseggjum og eru með harða skurn. Kvendýrinn verpa tíu til nítíu eggjum. Það fer auðvitað eftir tegundum og aldri. Eggin eru fimmtíu og fimm til hundrað og eru tíu daga að klekjast út. En ég er að fara að gera ritgerð um þetta þannig ég ætla ekki að skrifa of míkið.

(Ég fékk upplýsingarnar hér að ofan úr bókinn Skoðum náttúruna)

Grein um krókódíla – af hverju eru krókódílar árásargjarnir?

hlekkur 1 vika 1

Á mánudagin helt Gyða fyrirlestur um flokkunarfræði. Það eru sjö flokkar.

 1. Ríki
 2. Fylking
 3. Flokkur
 4. Ættbálkur
 5. Ætt
 6. Ættkvísl
 7. Tegund

Svo vorum við að tala um tegundir og hvernig Ligers og Múlasnar eru ekki tegundir. Það er út af því að Ligers eru ófrjóir og geta ekki fjölgað sér. Legers koma þegar ljón og Tígrar hafa samfarir. Ligers eru alltaf stærri en foreldrar sínir og vísindamenn vita ekki en ástæðuna en ég held að það muni koma á endanum. Múlasnar eru líka ófrjóir og koma þegar Hestur og Asnar hafa samfarir.

 

Á þriðjudaginn var gert plaggatavinnu og ég var í hóp með Hönnu, Hannes og Vitaly og Við áttum að velja dýr sem væri í útrímingarhættu. Við völdum pöndur. Pöndutegundirnar eru Rauðpanda, Panda og Risapanda. Pöndur geta búið í suðurkína og himnalæjafjöllunum  í indlandi. Eins og margir vita lifa pöndur á bambus og eru með góðan þumal til að taka utan um bambusinn.

Pöndur.

myndir.

 

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölfum að blogga og laga til í blogginu.

Frétt

Frétt

Frétt

Eins og allir vita er míkið að gerast í vatnajökli og hér fyrir ofan eru þrjár fréttir um vatnajökul ,bárðarbungu og sigkötlum í vatnajökli.