Hlekkur 2 vika 5

Á mánudaginn var ég veik heima. 😷

Á miðvikudaginn fórum við i glósur. Við töluðum litninga t.d. xy og xx. Við töluðum líka um óaðskiljanlegur samstæða litninga. Mer fannst ótrúlegt að fólk getur verið með auka litninga, x eða y litning. Einn af hverjum 1000 strákum hafa auka y litning og ein af hverjum 1000 konum hafa auka x litning. Svo töluðum við um erfðatækni. Með erfðatækni getum við fengið fjólublátt barn eða glóandi svín. Við töluðum líka um klónun og genaspæsingu. Við töluðum svo um erfðabreytt matvæli sem er mjög mikið notað t.d. Það er búið að búa til korn sem byr til sitt eigið skordyraeitur. 70% til 80% af matvælum sem eru framleiddir i Ameríku eru erfðabreyttir. Svo töluðum við um að 7.nóvember um klukkan hálf sjö mundu þrjár rekustjörnur sjást i suðaustri. Þær heita Mars, Júpíter og Venus. Töluðum við svo smá um norðurljós og erfðabreytt.is. Þar er hægt að sjá mikið um erfðabreytt matvæli. Svo töluðum við um gen.is þar er hægt að lesa um erfðabreytta sjúkdóma. Svo skoðuðum við frétt um að meiri en helming antilópa sé dáin út af bakteríum og hlýnun jarðar.😔 Svo horfðum við á myndbönd um erfðabreytt matvæli. Þegar klukkan varð ellefu fengum við að fara i fimm mínútur fram og hreyfa okkur en svo förum við i lesskilning. Við vorum skipt i hópa og textin var á ensku i bók seúm heitir inquiry into life. Við lásum kafla sem var um Ísland og ég var með Siggu Láru, Gabríbriel, Jónasi og Ástráði í hópi eitt. Textin var frekar erfiður en ég var i góðum hóp. Svo áttum við að gera plaggat um textan og gekk það líka bara vel. Textin var um að þegar stjórnarskrá Íslands leyfði deCODE að kaupa upplýsingar um gen Íslendinga fyrir tvöhundruð milljónir höfðu heilbrygðisráðuneytið gagnrýnt þessa ákvörðun. DeCODE mátti taka upplýsingar, nota og selja genupplýsingar Íslendinga án þess að láta einstaklingana vita. Ekki er hægt að hætta i þessu prógrammi nema það sé sérstaklega beðið um það. Mikið var notað látna einstaklinga því þeir gátu ekki neitað prógramminu og út að því kom upp stórt vandamál.

Á fimmtudaginn byrjaði Gyða á því að tala við okkur um próf sem verður bráðlega og hvað við máttum nota i prófinu. I prófinu verður það venjulega sem við erum að læra mítósa, meiósa, víkjandi og ríkjandi. Við bjuggum svo til tvær spurningar hver og svo förum við i kahoot.it.

Fréttir

Helmingur antílópana horfin

Marsneskt á hverfandi hveli

Hlekkur 2 vika 4

Á mánudaginn töluðum við um arfgerð sem er t.d. Hh, hh eða HH. Og svipgerð sem er t.d. Hávaxin eða lágvaxin. Svo töluðum við um ófullkomið ríki sem er þegar genin eru jafnríkjandi t.d. Ef hvít blóm eru HH og rauð blóm eru RR, þá verða öll blómin bleik sem eru með arfgerðina HR. Svo töluðum við um blóðflokka. T.d. Pabbi minn er AB og mamma mín i O þá get ég annað hvort verið i AO eða BO. Svo sýndi hún okkur myndband um tvíbura sem voru ekki i sama lit og það getur gerst ein á móti milljón. Svo skoðuðum við blogg, fréttir og myndbönd.

Á miðvikudaginn töluðum við um blóðflokka og skoðuðum mynd af blóðflokka fjölskyldunni. Gyða syndi okkur svo leik á nobelprize.org. Hérna er linkurinn. Svo fórum við i frjálst val. Ég byrjaði að fara i leikin sem Gyða sýndi okkur og fyrst gekk mer illa en svo las ég mer til og flaug i gegnum leikin. Svo fór ég i hefti sem var dálítið erfit en þegar eg skildi það gekk mer bara vel. Þetta var skemmtilegur tími og ég hlakka til að fara aftur i verkefnin á morgun (fimmtudaginn).

Á fimmtudaginn töluðum við bara saman og við skoðuðum blogg. Rosa kósý 😊

Þriðjudaginn 3 nóvember var gegjað kvöld. Ef þú hafir farið út um kvöldið hefðir þú séð æðisleg norðurljós. Ég for út og tók nokkrar myndir. Her fyrir neðan eru þrjár.

 

image

 

image

image

 

 

Hlekkur 2 vika 3

Á mánudaginn var farið i litið verkefni um ræktun hunda sem var frekar auðveld. Svo förum við i glósur. Töluðum smá um kall sem het Mende. Hann var kennari og náttúrufræðingur. Þegar hann ætlaði að reyna að mennta sig að var honum neitað fræðslu. For hann svo i klaustur til að mennta sig og vann hann i garðinum. Varð hann svo ástfanginn af náttúrunni og byrjaði að gera tilraunir með baunagras. Setti hann svo inn kenningu að það væru til þættir með plöntur sem stendur enn og eru þeir þættir annað hvort Ríkjandi (H) hávaxið eða Víkjandi (h) lágvaxið. Töluðum við svo um arfgerð sem eru bókstafir og svipgerð sem eru nöfnin. Svo töluðum við um arfhreinn sem er t.d. HH og hh, svo var það arfblendinn sem er t.d. Hh. Töluðum við svo um litninga og DNA. Við töluðum um að við erum með gen og helmingurinn af því er frá pabbanum og hinn helmingurinn frá mömmuni. Við töluðum líka um líkindi og hún sýndi okkur myndbönd um DNA, litninga og gen.

Á miðvikudaginn byrjaði Gyða á því að hrósa blogginu okkar.😊 Svo sýndu hún okkur síðu sem heitir khanacademy.org sem er vefur sem sem getur kennt þér mikið. Þú getur farið t.d. i náttúrufræði og stærðfræði. Þessi vefurk er með kennslu alveg up i háskóla. Þessi vefur er sagður mjög hjálplegur. Við förum i stöðvavinnu og ég for á stöð 6. Þar áttum við að leika okkur með gen. Við áttum að búa til lítil kanínu börn. Fyrsta kanínan var með brúnan feld, egglagaðan haus eftir pabba sínum og með svört augu líka eftir pabba sinn, beygð eyru líka eftir pabba sínum og var stelpa. Númer 2 var stelpa með hvítan feld eftir báðum foreldrum sinum, kringlóttan án haus eftir mömmu sinni, svört augu eftir pabba sinn og bein eyru eftir mömmu sína. Þriðji var strákur með brúnan feld, kringlóttan haus, bleik augu eftir mömmu sinni og beygð eyru. Þetta fannst mér frekar gaman og væri alveg til i að leika mer i þessu i dágóða stund. Her er linkurinn ef þið viljið prófa. Svo fór ég og bjó til skrímsli sem var með eitt auga, músareyru, hundanef, með venjulegar manna tennur, langan og þykkan feld og svo fætur með klær. Og hér er linkurinn ef þú vilt prófa. P.s. Þetta er skemmtilegur leikur. Svo fór ég í stöð 5 og 10 þar fengum við hefti. Þar áttum við að skoða gen og rýriskiptingu.

Á fimmtudaginn var farið niður i tölvuver og horft á mynd bönd um erfðafræði. Ég byrjaði að fara á khanacademy og horfði á myndband um gen. Svo horfði ég á myndband um DNA, litninga og gen. Svo skipting og kyn og var talað smá um meiósa og mítósa i því myndbandi. Og svo uppruni manna og upphaf lífs.

Fréttir

kjötát eykur líkur á ristilkrabbameini.

hlekkur 2 vika 2

Á mánudaginn byrjuðum við á því að dansa. við dönsuðum og sungum rosa gaman þó við fórum dálítið stíf. Eftir dansin var þetta bara venjulegur fyrirlestratími. 😀

Á miðvikudaginn fengum við nýtt og mjög skemmtilegt verkefni. Við áttum að vera í hópum og finna skemmtilega leið til að kenna yngri krökkum í 7. og 8. bekk um bakteríur. Ég var með Birgit, Hönnu og Evu í hóp og við ákvöðum að gera stutta glærukynningu og svo kahoot upp frá henni. Okkur gekk vel og endaði verkefnið mjög flott.

Á fimmtudaginn var ég ekki út af því að ég þurfti að fara á selfoss.

Fréttir

Ofsafengin örlög stjörnupars

Súrt hlutskipti átu í Suðuríshafi

Hlekkur 2 vika 1

Á mánudaginn fengum við nýar glærur um frumur og áttum að klára að setja ofurhetjurnar inn á Facebook og padlet. Við töluðum um dýrafrumur og plöntufrumur. Dýrafrumur eru ekki með grænukorn eða frumuvegg en þær eru með fleiri hvatbera en plöntufruman og minni safabólur. Plöntufruman er hins vegar með grænukorn og frumuvegg. Þær eru reyndar með færri hvatbera og stærri safabólur.

Á miðvikudaginn var stöðva vinna og ég for á stoð 2. þar atti maður að lita dýrafrumu og svo gerði ég orð af orði upp úr því. Eftir það var ekki mikið eftir af tímanum þannig ég fór i ipadin minn að skoða frumur i appi sem heitir iCell. Her fyrir neðan geturðu séð dýrafrumuna sem ég litaði.image

 

Á fimmtudaginn fórum við niður i tölvuver og tökum könnunina um gróðurhúsaáhrifin og mér gekk ekkert svaka vel i henni en hérna er hún.

Við höfum alveg rosa mikið verið að tala um gróðurhúsaáhrifin og hvernig við getum komið i veg fyrir þau eða allavega hægt á þeim. Það er svo auðvelt en enginn gerir það. Það eina sem maður þarf að gera er að hætta að menga. Seta nokkrar lestir í Reykjavík eða hafa bara strætió. Hætt að veiða til gaman og byrja að lifa eins og indjánarnir. Bara veiða það sem við þurfum og taka litlu og veiku dýrin því að stóru og sterku og stóru dýrin gera svo sterk og falleg afkvæmi. 😊

Fréttir

Kór­al­ar fölna sem sjald­an fyrr

Hundaæði í fyrsta skipti í 200 ár