Vísindavaka hlekkur 4

Ég var með Sigríði Helgu í hóp á visindavökuni og við vorum með tilraun sem heitir Sogglas. Í tilraunina vorum við með eldspítur, glas, vatnskönnu með vatni í, dropateljara, matarlit, skál, límband og tvær krónur. Við byrjuðum á því að líma þrjár eldspítur saman með límbandinu og festa hana svo við hundraðkall. Svo settum við fimmtíukall í skálina og settum svo vatn rétt uppfyrir. Settum svo nokkra dropa af matarlit og hrærðum saman. svo settum við hundraðkallin með eldspítunum í miðjuna á skálini. Svo tókum við aðra eldspítu og kveiktum í henni og kveiktum með henni á hinum eldspítunum sem voru hastar við peninginn. Flýttum okkur svo að seta glasið yfir. Vatnið byrjaði að hverfa úr skálinni í glasið og svo slökknaði eldspítan því það var ekkert súrefni eftir bara koldíox. þá sat eftir fimmtíukallin undir engu vatni. Tilraunin gekk rosa vel og engin vandræði urðu í hópnum. Allt gekk bara eins og í sögu.

Hér er myndbandið okkar 😀