Vísindavaka 2016

Ég var með Línu og Siggu Helgu í þessu verkefni. Við gerðum fyrst tilraun að nafni Rignir blóði en hún heppnaðist ekki þannig við gerðum aðra að nafni Vax undir sandi. Í henni þarf vax, sand, sprittkerti, skál, bikarglas, vatn og hitagrind. fyrst settum við vax í botninn á bykarglasi og skolaðan sand yfir svo eitthvað. Svo helltum við vatni ofaní og settum glasið á hitagrindinna og kertið undir sem logaði. Við héldum að vaxið myndi leka upp í litlum ræmum því vax er með minnni massatölu en sandur og vatn. En það sem gerðist var að vaxið sprakk upp og storknaði svo á yfirborði. Þetta er reyndar dálitið líkt því þegar það verður nýtt land. Það kemur sprunga á hafsbotninn þegar það gís og þá fer hraunið á koma upp. Það fer upp úr gjótunni og dreyfist, svo kemur annað lag ofaná og annað og svo frammveigis þangað til að það kemur upp á yfirborðið. Þá gerist það sama og landið byrjar að sjást og það verður stærra og stærra. En þegar það er komið á yfirborðið dreyfist það minni og rúllar í staðinn og stækkar landið. Þannig nýja landið verður hærra og stærra.☺ Hér eru nokkrar spurningar sem við spurðum okkur.

Spurningar

  • Hvað gerist þegar vaxið hitnar?
  • Hvernig tengist þetta jörðinni?
  • Á vaxið eftir að komu upp í mörgum littlum ræmum?
  • Hvað gerist þegar vaxið er komið upp?
  • Til hvers er sandurinn?

Hér fyrir neðan er myndbandið ef þið viljið sjá og hlusta á allt ferlið.

Vísindavaka

Svör við spurningunum

  • Það flýtur upp.
  • Svona verður nýtt land til við eldgos.
  • Nei það springur úr sandinum og fer svo upp á yfirborðið.
  • Það storknar.
  • Til að halda vaxinu niðri því vaxið er með minnsta massan í glasinu og sandurinn mesta.

GG video frá Flúðaskóla. Mér fannst þetta myndband flottast og mæli með því út af því að það er ofboðslega fallegt það sem þau gera og ég væri til í að gera þetta einhverntíman.

Avatar

Í þessari viku horfðum við á Avatar. Avatar gerist á tunglinu Pandóru sem er eitt af tunglum Satúnar. Ættbálkarnir eru mjög nánir náttúrunni. Na‘vi ættbálkurinn segir við mennina „við fáum orkuna úr Eywu í láni og svo skilum við henni þegar við deyjum“. Það eru til mörg skrítin dýr á Pandóru. Flest þeirra eru samt með sex fætur og uppháhaldið mitt er samskonar hundur sem kallast Viperwolf. Það eru líka til samskonar apar, drekar, antílópur og nashyrningar en þeir heita samt allt annað en apar og antílópur og líta allt öðruvísi út. Auðlindirnar á tunglinu eru helst Eywa sem er svona auðlind auðlindanna, vatn, Unobtanium og orka. Pandóra er mjög friðsælt tungl. Eiginlega eins og þegar indjánarnir voru á jörðinni, áður en kúrekarnir komu auðvitað. Eywa er líka stór hluti af Pandóru. Eywa er kölluð tré sálana eða tree of souls. Þegar þú ferð til Eywu getur þú tengt þig við hana með fléttunni þinni (ef þú ert frá Pandóru náttúrulega) og getur beðið bænir þínar þannig og heyrt raddir dánu forfeður þinnar. Allar tegundir elska náttúrunna og fjölskyldu. Þeir drepa ekki af ástæðulausu og eru tilbúinn að gera allt fyrir fjölskylduna og heimilið. Ég væri allveg til í að vera Na‘vi, búa á Pandóru. Það væri æðislegt að geta tengt sig við náttúrunna eins og þeir geta. Og að hugsa sér, ef þú ert tengt einhverjum og hann verður stungin líður þér eins og þú hafir verið stungin. Mér finnst náttúran á Pandóru yndisleg og falleg. Hvernig hún glóir og vinnur með þeim sem búa með henni. Mér finnst náttúran á Íslandi auðvitað falleg en sú sem er á Pandóru er svo öðruvísi og óvenjuleg. Fyrst ég er byrjuð að tala um óvenjulegt þá er spurning sem ég vil spyrja. Eldur þarf súrefni til að lifa en á Pandóru geta mennirnir ekki andað þótt að þar lifir eldur. Er eitthvað eiturefni í loftinu? eða eitthvað annað?. Svo er togkrafturinn líka merkilegur því á pandóru eru svífandi fjöll en við fljúgum samt ekki út um allt. Og svo frammtíðin, hvernig verður frammtíðin. Kannski náum við að eyðileggja jörðinna og þurfum að flytja á aðrar plánetur. Kannski finnst líf á öðrum plánetum eins og í avatar. Sagt er í dag að það er vatn á pandóru en er sammt ekki enn staðfest. Ef þú vilt vita meira þá er hérna æðisleg síða sem ég nota til að finna margt um avatar og finnst rosa spennandi.

29-Viperwolf-600x396Hér fyrir ofan er mynd af Viperwolf

images (1)

Þetta eru myndir af Na’vi ættbálknum

images wy1jwOg þessar tvær fyrir ofan af Eywu. The tree of souls.