Hlekkur 5 vika 5

Við fengum heimapróf og áttum að læra í því. Heimaprófið var erfitt en við erum búinn að læra heilmargt frá henni Gyðu eins og t.d. að leita sér að upplýsingum Mér finnst rosa sniðugt að gera heimapróf því þá er maður að læra að leita í bókumog á netinu. Maður þarf að lesa heilmargt og stundum oft til að skilja. Það var kafli í prófinu um vindmillur sem var reyndar frekar auðvelt en svo var kafli um rafvirkjan. Hann var erfiður og voru margir foreldra að ærast því þeir ffundu ekki svarið. Heima hjá mér var eiginlega bara tekið við en ég passaði að hlusta og spyrja svo ég kynni að reikna svona lagað út. Annars var það bara það venjulega nokkrar ritgerðaspurningar, tengi spurningar, A, B og C spurningar og rétt eða rangt. Gekk mér bara vel og fékk ég háa enkun.☺

Hér eru fréttir

Fannst þessi spenandi hún er um blinda salamöndu og fleira

Versti þurkur í 900 ár

Hubble sér lengra

 

vika 4 hlekkur 5

Á mánudaginn töluðum við um skíðaferð, menntaskóla og um verkefni fyrir þessa vikum ein og að taka mynd af lekaliðnum heima hjá okkur. Fórum svo í nearpod og töluðum um óson (O3) og freon sem er bannað að nota núna. Svo töluðum við um áttavita, segla og svo að viðnám hægir á straumnum svo að peran springur ekki.

Á miðvikudaginn skoðuðum við fréttir og töluðum um lekalið verkefnið sem við áttum að skila á fimmtudaginn. Svo töluðum við aðeins meira um ósonið. Svo horfðum við á myndband sem útlendingur tók á dróna af íslandi. Svo horfðim við á það aftur en núna áttum við að skrifa staðina sem við þekktum. Ég þekkti best Jökulsárlón og gullfoss. Svo horfðum við á annað myndband og skrifuðum niður á blað svör við spurningum sem Gyða gaf okkur. Mér gekk allveg ágætlega en þetta var mjög erfitt. Svo fórum við í svör í umslagi. Það er leikur sem þú færð umslag með spurningu, þú átt að svara spurningunni og seta svarið í umslagið. Okkur gekk bara vel í því líka.

Á fimmtudag vorum við 10. bekkur í myndatöku og við vorum öll rosa sæt. Allavega ég.☺

 

Neodymium segull

Neodymium segull er sterkasti segull í heimi sem var fundin upp í Japan. Almenningi brá við kröftum hans.

Vika 3 hlekkur 5

Á mánudaginn skoðuðum við blogg, fréttir, nýsköpun, myndbönd og svo enduðum við á kahoot. Fyrst lenti ég í 2 sæti og svo 3. Ég er snillingur.☺

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu og ég var með Siggu Helgu. Hér fyrir neðan eru stöðvarnar.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Hér fyrir neðan eru stöðvarnar sem ég fór í.

16. Áttum að tengja 4 orð á þessari stöð. Fyrsta sem ég náði að tengja saman var vindorka, vatnsorka, sólarorka og sjávarfallsorka. 2. Straumrás, hliðtenging, tengimynd og raðtenging 3. Öreind, rafeind, róteind og nifteind 4. Rafeindaorka, rafspenna, volt og V 5. DC, AC riðstraumar og jafnstraumar 6. Mótstaða, ohm, viðnám og R. Ég náði einu sinni öllu rétt. Það var erfitt en mér tókst það. Þetta kom hægt og rólega hjá mér og MÉR TÓKST ÞAÐ. Svo seinasta tengingin var rafstraumur, I, amper og rafeindaflæði.

9.Georg Ohm (1789-1854). Lögmál Ohms er regla í rafmagnsfræði. Rafmótstaða er kennt við Ohm. Það er auðveldast að útskýra þetta og kalla þetta bara karlarnir með bakpokana. SPENNA=U, STRAUMUR=I & VIÐNÁM=R

20. Fórum líka á þessa stöð og það var geggjað gaman, hér er mynd af því sem við gerðum og myndband. Myndbandið er mjög stutt því ég er bara rétt svo að sýna hvernig þetta virkar. Myndin er fyrir neðan. 😉

12421296_969332919770626_1301385943_n

 

1.

Untitled

 

Á fimmtudaginn var allur bekkurinn að lesa sögur um jákvæðar og neikvæðar stöður og hvernig við myndum búast við þeim.

 

Rafmagnstafla

hér fyrir neðan er rafmagnstafla.

12736805_969235706447014_1870751099_o  Og hér fyrir neðan er lekaliðurinn.

12735524_969235716447013_986484176_n

 

Lekaliður er svokallað öryggi sem slekkur á sér þegar hann fær of mikið rafmag. Þegar hann slekkur á sér kemur það í veg fyrir að það kvikni í. Þegar það gerist slær út og maður verður að slá því aftur inn með því að snúa stóra rofanum í þessu tilfelli.

Smá skemmtun, besta lagið í Eurovision 2016 ísland.

Hlekkur 5 vika 2

Á mánudaginn fórum við í nearpod og hún Gyða hélt langa, langa og fræðandi ræðu. Við svöruðum nokkrum spurningum og mér gekk bara vel held ég.

Á miðvikudaginn vorum við í stöðvavinnu og mér gekk frekar vel. Hér fyrir neðan eru stöðvarnir.

Stöðvar í boði:

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

 

Hér eru stöðvarnar sem ég fór á fyrir neðan.

3. Auðveld stöð. Ég lærði margt t.d. þrjú batterí sprengja peruna og vír, lykill og peningar leiða, Reyndar vissi það og hvað leiðir ekki. Þannig mjög auðveld stöð.

12. Önnur auðveld. Átti að skoða hvað var inn í hlutum sem við eigum og hvort þau nota main eða battery. Svo gerðum rafrás og svara frekar auðveldum spurningum.

17. James Prescott Joul var þekktur fyrir First law of thermodynamics og sannaði að Caloric Theory væri ekki rétt þannig Juol er nefnt eftir honum. Hann dó 70 ára árið 1889 en fæddist 1818. Hann var enskur eðlisfræðingur og bruggari. Hann lærði um hita og fattaði sambands hitans við mechanical work.

11. Um göngumsnninn. Spenna er bakpoki, brekkan viðnám og fjöldi straumur. Því fleiri því hærri straumur. Því stærri bakpoki því hærri spenna. Því brattari brekka því hærra viðnám. Spenna er með skammstafin U, straumur er V og Viðnám er R. Hér er mynd fyrir neðan.

papa

 

9. Á háum byggingum erlendis eru eldingavarnir svo að byggingarnar skemmast ekki. Í þrumuskýi er neikvæð hleðsla en úr eldingavaranum sem gerður er úr koparæmum jákvæð hlesla. Ef elding kemur fer hún á koparæmuna og niður í jörð því að koparæman er ekki bara efst á byggingum. Hún er líka tengd jörðinni og leiðir eldinguna niður í jörð.

Á fimmtudaginn fórum við ekki í náttúrufræði út af prófi sem á að vera fyrir líða nemanda og dvöl hans í skólanum.

Fréttir

Frétt um dróna

Lag

Besta lag í heimi