hlekkur 6 vika 3

Á mánudaginn var farið í Kahoot sem reyndar teyngdist ekki náttúrufræði en það var gaman.

Á þriðjudaginn var farið í stöðvavinnu ég er reyndar ekki með blaðið en þetta var skemmtilegt ég seti það inn þegar ég er búið að fá blaðið.

Á fimmtudaginn var farið niður í tölvuver og gert verkefni þar sem maður átti að fara út og taka fjórar myndir með fjórum hugtökum. Hér eru myndirnar.

Frumframleiðandi  Frumframleiðandi hér fyrir ofanLífvana  Lífvana hér fyrir ofan

Toppneytandi

Toppneytandi hér fyrir ofan

Umhverfi Og svo hugtakið Umhverfi hér fyrir ofan

Hlekkur 6 vika 2

Á mánudaginn vorum við í dans þannig það var ekki náttúrufræði.

Á þriðjudaginn fengum við glósur og fórum yfir þær í nearpod. Sko horfðum við á myndband skoðuðum fréttir og flottar myndir. Svo töluðum við um  Kerlingafjöll, Hveravelli og Þingvallavatn. Við töluðum um að 70% prósent af jörðini er vatn og 2,5% er ferskt. Svo töluðum við um snjódæld sem er snjór sem leggst á jörðina og heldur gróðrinum rökum og hlífir honum fyrir vindi og fleiru. Svo töluðum við um myndina hér fyrir neðan.

1425384397114 Myndin er brá bókinni Lifríki íslands

snjódæld

Hér fyrir ofan er mynd af snjódæld

Á fimmtudaginn fórum við niður í tölvuver oggerðum verkefni um Bleikjur og hér er verkefnið mitt. Lífríki í Þingvallavatni.

 

Hlekkur 6 vika 1

Á mánudaginn fengum við nýtt hugakort fyrir nýan hlekk s.s. hlekk 6. Nýi hlekkurinn er um Hvítá og í tímanum fyldum við Hvítá frá upptökum til ósa.

Á þriðjudaginn fórum við í nearpod glærur. T.d. töluðum við um að eftir 50 milljón ár verður ísland undir vatni. Svo fórum við í stöðvavinnu og ég fór á stöð 1, 15, 16 og fyldi hvítá frá upptökum til ósa, aftur. Og hér er stöðvavinnan mín og hér fyrir neðan eru stöðvarnar.

 1. Hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið?
 2. Langjökull og gossaga á nútíma.  Skoðum sérstaklega Skaldbreið sem er  dyngja?
 3. Teiknið upp Gullfoss. Lýstu fossinum m.t.t. fossbera. Hvar er hann staðsettur í Hvítá? Hver er munurinn að horfa á hann austan eða vestan megin.
 4. Vikur og gjall. Bls. 187 Jarðargæði. Hvernig myndast?
 5. Flokkun vatnsfalla og bls. 211 í Jarðargæði.
 6. Þingvellir.  Segðu frá flekahreyfingum og sigdældinni.  Landrek.
 7. Umhverfisstofnun – skýrsla um Hvítárvatn.
 8. Af hverju er framburður vatnsfalla lagskiptur? Bls. 214 í Jarðargæði
 9. Framtíð jökla á Íslandi. Hvað gerist? Frétt visir.is Vísindavefurinn  ………..Sólheimajökull
 10. Teikna upp vatnasvið Hvítár.
 11. Vatnasvið Þingvallavatns.  Hve lengi er vatnið á leiðinni frá Langjökli?  En rigningin sem fellur á hraunið?   Hversu mikill hluti er yfirborðsvatn?  Af hverju er heitt vatn á Nesjavöllum.
 12. Kaldavermsl….hvað er nú það?  Frýs aldrei í Flosagjá?
 13. Skoðum berg…. basalt með hvítum kornum (dílabasalt)…..Flokkun storkubergs bls. 162 Jarðargæði  Nýtum okkur dino-lite til að skyggnast nær.
 14. Fréttir Ísland í dag       Íshellirinn í Langjökli
 15. Námsvefur um innri og ytri öfl
 16. Orð af orði

Á fimmtudaginn fengum við heimaprófið aftur og ég fékk 8,5 svo fengum við glósur og gerðum verkefni í tölvu.

Frétt