Hlekkur 7 vika 3

Á mánudaginn héldum við áfram í nearpod kynningunni frá seinustu viku. Við ræddum mikið um Ebóluna. Ebóluveiran er kölluð þráðvera sem er á latínu e. filoviruses. Veiran fær nafnið sitt af ánni Ebólu í Kongó. Hér er heimildin á myndinni og meira fræðilegt um Ebóluna.

Á þriðjudag áttum við að fjalla um einhvern einn kynsjúkdóm. Ég var með Heiðari í hóp og við vorum með Flatlúsina. Flatlúsin er lús sem finnst oftast á hárum hjá kynfærum. Stundum finnst hún í handakrikahárum, bringuhárum, augabrúnum og augnhárum. Sem betur fer er hægt að fá lúsasjampó eða eitthvað sem er hægt að fá í apóteki án lyfjaseðils.

 

Á fimmtudaginn var ég heima því að það var SUMARDAGURINN FYRSTI. 😀 😀

Hlekkur 7 vika 2

Á mánudag var farið í upprifjun og rifjað var um t.d. hvernig frumur líta út.

Á þriðjudag töluðum við um veirur og bakteríur eins og t.d. Bakteríur eru miklu stærri en veirur og að veirur eru ekki sagðar lifandi. Svo töluðum við um að það er ekki hægt að sjá veirur í ljóssmásjá og að það eru notaðar veikar veirur í bólusetningum og veikar veirur geta ekki fjölgað sér þannig það er MJÖG lítil háhætta í bólusetningum. Og svo töluðum við um að veirur eru sníklar (ekki sniglar). 😀 Hér er mynd af veiru.

Two examples of virus structure. Both have a protein coat on the outside, and nucleic acid inside. The influenza virsu has RNA on the insode and an outer membrane envelope. The bacteriophage has DNA inside it, and from that it has a tail, and fibres coming from the end of the tail.

Svo töluðum við aðeinst meira um bakteríur eins og t.d. að þær eru dreifikjörnungar og að dreifikjörnungur er aðeinst ein fruma. Svo töluðum við um að utan á frumuveggnum er slímhjúpur og að veirur geta lifað mismunandi hitastig. sumar heita hitakærir og lifa í miklum hita og sumar heita kuldakærir en þær lifa í miklum kulda. Svo  töluðum við um að þær geta lagst í dvala og eru þekktar líka út af útliti. Sumar eru kúlulagaðar en þær eru oft kallaðar kokkurinn. Svo er það staflaga, kommulaga og gormlaga. Hér er mynd af bakteríu.

Struktur Sel Prokariotik

 

Svo á fimmtudag var talað um muninn á bakterúm og veirum eins og t.d. stærðina en svo horfðum við á myndbönd sem eru alls EKKI fyrir viðkvæma og er um sníkjudýr í skordýrum. Hér er eitt myndband um sníkjudýr.

Svo langar mig að kynni litla hetju að nafni Björgvin Unnar  

10, nóvember 2014 fæddist lítil hetja að nafni Björgvin Unnar. Mæður hans Björgvins Unnars, Jónína Sigríður og Helga Kristrún eru rosa stoltar af honum sem ég er líka. Þegar þessi litla hetja fæddist var hann með þindarslit og öll kviðhólfslíffærin voru þá í brjóstholinu. Eins og það hafi ekki verið nóg var hann einnig hjartveikur og hefur þurft að berjast fyrir lífi sínu frá því hann dró fyrst andann og því er hann hetja allra þeirra sem nálægt honum koma eða í mínum sporum vita sögu hans. Hann er fyrsta barnið, svo vitað sé, sem hefur lifað af jafn mikinn fæðingargalla og hann var með. Þegar hann var fimm daga gamall fór hann til Stokkhólms í aðgerð, önnur aðgerðin var gerð í janúar og þriðja og fjórða voru gerðar í Boston. Í Boston var hann í hjartaþræðingu og komust læknarnir að að hann væri með eitt stórt gat milli hjartahólfa og nokkur lítil. Fór hann í aðgerð til að láta loka götunum sem mest. Þessa litla ofurhetja er afar veik og eru allar bænir, kertalogar og fallegar hugsanir vel þegnar. Öll skulum við biðja að þessi magnaða ofurhetja nái góðum bata og lifi yndislegu löngu lífi og einnig skulum við styðja viljasterku mæður hans sem eru algjörar Ofurmömmur sem eiga Ofur sætan og sterkan strák. Hérna eru myndir af litlu Ofurhetjunni. Gert var söfnunarreikning til að styrkja þessa yndislegu og sterku fjölskyldu og reikningurin er 0546-14-403314 kt 271087-3229 undir nafninu Helga Kristrún Unnarsdóttir.