Eva María

Hugleiðing um vistkerfi

mars 31st, 2016

Hugtakið vistkerfi myndi ég skilgreina sem allar þær lífverur sem lifa í sama umhverfi og vinna saman í að halda jafnvægi. Það tengjast allar lífverur saman á ákveðinn hátt, og líka ólífrænir umhverfisþættir eins og vatn, jarðvegur, sólarljós og andrúmsloftið.
Vistkerfi er nauðsyn fyrir allt líf á jörðinni. Allt sem er í ákveðnu vistkerfi hefur sitt hlutverk. Ef að einn hlutur fer úrskeiðis eða breytist – t.d. hitastig sjávar hækkar – þá getur það haft mikil áhrif á vistkerfið í heild sinni. Þess vegna er ótrúlega mikilvægt að halda sem mestu jafnvægi á jörðinni allri. Það getur auðvitað verið erfitt vegna náttúruhamfara eins og eldgosa, en það eru aðrir hlutir sem manneskjur geta gert til að hjálpa til. Við getum t.d. mengað minna til að minnka gróðurhúsaáhrif.


Heimild myndar: http://www.visindavefur.is/myndir/vistkerfi_180309.jpg

8-12. febrúar, vika 3 – hlekkur 5

febrúar 21st, 2016

Mánudagur

Ég var ekki í skólanum á mánudaginn en ég veit að krakkarnir fengu nýjan glósupakka og skoðuðu svo fréttir og blogg.

 

Miðvikudagur

Það var stöðvavinnudagur á miðvikudaginn og þetta voru stöðvarnar sem hægt var að velja um:

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Ég var að vinna með Eydísi en við náðum bara að fara á tvær stöðvar í þessum tíma, nr. 4 og 6. Hér er það sem við lærðum á þeim stöðvum:

4. Verkefni – straumrásir

Við gerðum verkefni um straumrásir, við þurftum reyndar að fá aðstoð hjá Gyðu í mörgum spurningum. Fyrst fengum við mynd og áttum fyrst að finna 4 atriði sem eru röng. Eitt var t.d að harðviðarleiðari sem átti að leiða rafmagnið í gegn.

Við áttum líka að segja hvaða perur myndu lýsa og okkur gekk nokkuð vel með það.

6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1

Við lásum texta um skammhlaup, framhjátengingu, öryggi og straum

Skammhlaup: þegar rafstraumur í leiðslu fer ekki réttu leiðina
Að tengja framhjá: þegar einhver leiðir strauminn fram hjá peru
Skammhlaup getur leitt til eldsvoða
Sjálfsvör slær út, eða rífur strauminn ef hann verður of sterkur til að minnka líkur á eldsvoða

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í skíðaferð eftir hádegi þannig fyrir hádegi sameinuðu Gyða og Margrét tímana sína svo við vorum öll saman. Okkur var skipt í hópa og með mér í hóp voru Þórný, Sigga Lára, Mathias Bragi, Kristinn og Hannes. Við fengum einhversskonar lesskilnings/siðferðisumræðu verkefni þar sem við áttum að gefa nokkrum setningum í sögu stig frá -10 upp í +10, eftir því hversu siðferðislega rétt setningin var. Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert verkefni.

 

Fréttir og fleira

Janú­ar sá hlýj­asti í sög­unni – mbl.is

Útskýring á rafmagni (svolítið langt myndband) – youtube.com

Satt og logið um lofts­lags­mál – mbl.is

Geysir gaus í gær af sjálfsdáðum – visir.is

Gréta Salóme fer í Eurovision – visir.is

Heimaverkefni 18. febrúar – Rafmagnstafla

febrúar 17th, 2016

Rafmagnstaflan okkar er kannski aðeins flóknari en þessi venjulega heimilisrafmagnstafla. Áður en ég útskýri nánar þá kemur hér mynd af henni allri (smellið á myndina til að fá hana í betri gæðum):

rafmagnstafla

Ókey, semsagt. Það sem er í bláa hringnum er sjálf rafmagnstaflan. Þetta í rauða hringnum er svo vararafstöðin og inni í svarta hringnum er skiptirinn. Skiptirinn er semsagt það sem skiptir yfir á vararafstöðina ef rafmagnið fer af.

 

Rafmagnstaflan

12699275_10205996156195387_1725843574_o

Þetta er svokölluð aðaltafla þar sem hún er það sem rafmagnið fer í gegnum áður en það dreyfist á allar byggingarnar. Á myndinni fyrir neðan sést hvað allir þessir takkar þýða og hvaða byggingar það eru sem rafmagnið dreyfist í:

12737118_10205996156115385_786416332_o

Vonandi skilst þessi mynd nógu vel… Allavega. Eins og sést á þessari mynd eru engnir takkar fyrir öll hin húsin og það er vegna þess að þessi rafmagnstafla tengist bara yfir í aðrar rafmagnstöflur sem eru í hinum húsunum. T.d. er önnur rafmagnstafla í íbúðarhúsinu okkar, ég vildi bara ekki fjalla um hana því hún er ekki jafn nett og þessi.
Þarna inn tengist rafmagnið frá Rarik sem deilist svo á hinar fimm stöðvarnar ásamt því að þarna er lekaliði og öryggi fyrir húsið sem taflan er í. Síðan eru líka lekaliðar og öryggi á öllum hinum stöðvunum.

 

Vararafstöðin

12752221_10205996178715950_39429188_o

Að mínu mati er þetta flottasti hlutur sem hægt er að finna heima hjá mér. Þetta tryllitæki er það sem bjargar okkur þegar það er rafmagnslaust. Vararafstöðin fer í gang við óstöðugleika rafmagns og/eða rafmagnsleysi og þegar hún er búin að keyra sig upp í 400 volt þá skiptir skiptirinn úr föstu rafmagni yfir í varaafl. Þetta tekur allt u.þ.b. 15 sekúndur. Þegar Rarik er komið í lag þá skiptir skiptirinn aftur yfir í venjulegt rafmagn.

 

Skiptirinn

12751901_10205996155555371_2010007547_o

Þetta tæki er það sem skiptir úr rafmagni frá Rarik yfir í varaafl. Það virkar þannig að hann er tengdur við Rarik línuna og þegar spennan fellur/fer þá skynjar hann það og skiptir yfir í vararafstöðina.

 

Lekaliði

Lekaliðinn á rafmagnstöflum er gerður til þess að fyrirbyggja slys af völdum rafmagns. Hann slær út við minnstu útleiðslu(u.þ.b. 0,03 amper). Dæmi um það er ef að rafmagnssnúra skaddast og maður snertir hana þá fær maður bara pínulítinn straum (0.03 A) því það slær strax út, þ.e.a.s. ef að snúran er jarðtengd.

 

1-5. febrúar, vika 2 – hlekkur 5

febrúar 14th, 2016

Mánudagur

Við fengum nýjan glósupakka um rafmagn á mánudaginn. Við fórum yfir hann í nearpod og Gyða var með nokkrar spurningar í kynningunni fyrir okkur að svara.

 

Miðvikudagur

Það var stöðvavinna á mánudaginn. Hérna eru stöðvarnar sem voru í boði:

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Ég fór á stöðvar 2/7(það var eiginlega sama stöðin), 1, 9 og 15

 

2/7. Tölva – Phet forrit – Lögmál Ohms

Leikurinn virkar þannig að maður getur valið hversu há spennan (V) er og hversu mikið viðnám (R). Þá gat maður séð hversu mikill rafstraumur (I) var.
Lögmál Ohms er þannig að V/R=I, eða að þegar spennu er deilt með viðvámi fær maður út rafstraum.
V = spenna-volt V
I = straumur-amper A
R = viðnám-ohm Ω

 

1. Eðlisfræði 1 – sjálfspróf

1. Hvaða eindir eru í frumeind og hvers konar rafhleðslu hafa þessar eindir?
Svar: Róteindir(jákvætt hlaðnar), rafeindir(neikvætt hlaðnar) og nifteindir(ekkert hlaðnar).

2. Hvers konar rafhleðslu fær sá hlutur sem:
a) Hefur of margar rafeindir? Svar: Neikvæða hleðslu.
b) Vantar rafeindir? Svar: Jákvæða hleðslu.

3. Hvers vegna er frumeind í heild óhlaðin?
Svar: Vegna þess að róteindirnar(+) og rafeindirnar(-) eru jafn margar og jafna því hvor aðra út.

4. Hvað gerist ef tveir hlutir koa nærri hvor öðrum og þeir hafa:
a) Sams konar rafhleðslu? Svar: Hrinda hvor öðrum frá.
b) Mismunandi rafhleðslu? Svar: Dragast að hvor öðrum.

5. Nefndu dæmi um stað sem er öruggur ef þrumuveður gengur yfir.
Svar: Inn í bíl þar sem málmyfirbyggingin virkar eins og verndandi umgjörð

6. Hvers vegna ættir þú að forðast að vera úti á vatni í þrumuveðri?
Svar: Því að eldingin fer alltaf styðstu leið til jarðar og vatn er rosalega góður leiðari.

7. Hvernig virkar eldingavari?
Svar: Hann er úr málmi sem leiðir vel rafmagn og er efsti hluti byggingar og hæsti punkturinn. Frá varanum liggur gildur koparþráður utan á byggingunni og hann tengist koparplötu sem er grafin í jörð. Ef eldingu slær niður leiðir koparþráðurinn rafeindirnar beint niður í jörðina.

8. Þú nuddar uppblásinni blöðru við hárið á þér. Bæði blaðran og hárið verða rafhlaðin. Útskýrðu hvað gerist.
Svar: Hluti rafeindanna í hárinu færist yfir í blöðruna. Blaðran verður neikvætt hlaðin og hárið verður jákvætt hlaðið.

9. Útskýrðu það sem gerist þegar þrumur og eldingar verða.
Svar: Því oft er neðri hluti þrumuskýs neikvætt hlaðinn og efri jákvætt. Eldingar verða þegar mismunandi hleðslur leitast við að jafna hvor aðra út. Eldingar verða oftast til innan skýs en stundum er yfirborða jarðar jákvætt hlaðið og þá slær eldingunni niður í jörð.

 

9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235

Textinn útskýrði vel hvað eldingavari er g hvernig hann virkar.

 

15. Hugtök – Frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks

Bætti fullt við hugtakakortið.

 

Fimmtudagur

Tíminn á fimmtudaginn féll niður vegna óveðurs og við fórum öll heim í hádeginu.


Heimild: http://www.noaanews.noaa.gov/stories2013/images/lightning_safety_300.jpg

 

Fréttir

Upp­götv­un­in „magnað af­rek“ – mbl.is

Loft­meng­un dreg­ur millj­ón­ir til dauða – mbl.is

Þarf Ísland nýtt landnámsártal? – visir.is

25-29. janúar, vika 1 – hlekkur 5

febrúar 4th, 2016

Ég var hvorki í skólanum á mánudaginn né miðvikudaginn en ég veit að á mánudaginn voru krakkarnir að kynna vísindavökuverkefnin sín, á miðvikudaginn byrjaði svo nýr hlekkur um orku þar sem þau fengu glósupakka og fóru yfir hann. Á fimmtudaginn var Gyða ekki en við vorum niðri í tölvuveri þar sem við áttum að blogga um vísindavökuna. Reyndar var ég búin að blogga þannig ég gerði ekki mikið annað en að lagfæra það aðeins. Þar sem ég gerði svona lítið í þessari viku þá kem ég bara með smá fróðleik úr glósupakkanum sem krakkarnir fengu á miðvikudaginn.

Mismunandi form orku

Hreyfiorka

 • Orka sem hlutur býr yfir sökum hreyfingar sinnar
 • Sú vinna sem þarft til að koma kyrrstæðum hlut af ákveðnum massa á hreyfingu

Stöðuorka

 • Háð því hvar hlutur er staðsettur
 • Orka sem stafar af kröftum sem verka á milli eininga þess og afstöðu þeirra
 • Þegar stöðuorka kerfis minnkar breytist hún í aðra tegund orku

Varmaorka

 • Hreyfiorka sem stafar af hreyfingu einda kallast varmaorka
 • Orka sem flyst milli staða þar sem hitamunar gætir
 • Því meiri hreyfing – því meiri varmi

 

Efnaorka, rafsegulorka og kjarnorka eru önnur form orku

 

Fréttir

Kjarna­samruna­tilraun gekk að ósk­um – mbl.is

Stefn­ir á Mars inn­an tíu ára – mbl.is

 

Vísindavaka – 18.-22. janúar

janúar 28th, 2016

Öll síðasta vika fór í vísindavöku. Ég var með Heklu og Þórnýju í hóp. Það tók okkur ekki langan tíma að finna hina fullkomnu tilraun og við fundum hana hér. Tilraunin hét Borðtennis í jógúrti og rannsóknarspurningin var þessi: Með mismunandi aðferðum, hversu hátt getur borðtenniskúla skoppað án þess að henni sé kastað. Hér er samantekt á tilrauninni okkar:

 

Efni og áhöld

 • Skyrdolla
 • Jógúrtdolla
 • Skyrdrykksdolla
 • Vatn
 • 3x borðtenniskúlur

 

Framkvæmd

Fyrst er sett vatn í allar dollurnar þannig þær eru hálffullar. Síðan er tekið dollurnar og snúið þeim í hringi þannig það myndist hálfgerð hringiða. Svo er sett borðtenniskúluna í dolluna. Henni er snúið í hringi til þess að borðtenniskúlan myndi frekar haldast í miðjunni. Það er haldið dollunni kyrri með hendina beint út og dollunni sleppt. Prófað allar dollurnar með sömu aðferð og séð hvað gerist.

 

Niðurstöður

Við gerðum þetta með allar dollurnar og það sem við komumst að er að kúlan skoppaði hæst í skyrdrykksdollunni, u.þ.b. 3,4 metra.

Þetta gerist af því að:

Þegar þú sleppir dollunni þá fellur kúlan, vatnið og dollan öll saman á sama hraðanum, sem eykst eftir því sem þau falla (hröðun) út af þyngdaraflinu. Dollan snertir jörðina fyrst, svo skellur vatnið í botninn á dollunni. Þegar vatnssameindirnar hrannast upp þá rekast þær á hvort aðra og búa til þjappaða öldu sem ferðast upp mjög hratt. Hafðu í huga að um leið og þetta gerist er borðtenniskúlan en að falla niður af því hún byrjaði aðeins ofar að falla heldur en dollan og vatnið. Vatnið hefur mun, mun meiri massa heldur en borðtenniskúlan þannig að þegar aldan sem er að ferðast upp rekst á kúluna sem er á leiðinni niður flyst ótrúlega mikil orka og skriðþungi yfir í kúluna. Þar sem borðtenniskúlan hefur mun minni massa þá gefur þessi flutningur á skriðþunga kúlunni mjög mikinn hraða upp (vegna varðveislu skriðþunga) – mun meiri hraða heldur en kúlan eða vatnið hafði þegar þau féllu til jarðar – sem gerir það að verkum að kúlan skýst mun hærra upp í loftið heldur en hæðin sem þú lést hana falla úr.

Svarið við rannsóknarspurningunni (með mismunandi aðferðum, hversu hátt getur borðtenniskúla skoppað án þess að henni sé kastað) er mjög hátt! Nánar tiltekið allt að 3,4 metrar. Þegar maður notar ekkert nema hendina sína til að missa kúluna skoppar hún ekki nema í mesta lagi hálfan metra. Ef maður notar skyrdollu sem er frekar breið og stutt skoppar hún allt að 2 metra. Ef maður notar jógúrtdollu sem er ekki alveg jafn breið og aðeins lengri skoppar hún allt að 2,5 metra. Ef maður notar svo skyrdrykksdollu sem er ennþá mjórri og lengri þá skoppar hún allt að 3,4 metra. Ástæðan fyrir því að hún skoppar mest í mjóu og löngu dollunni er í fyrsta lagi að þá er lengra bil á milli tímans sem vatnið skellur í jörðina og þegar kúlan skellur niður, og í öðru lagi af því þá er auðveldara fyrir vatnið að búa til ölduna sem talað var um áðan því það er ekki jafn dreyft og í t.d. skyrdollunni.

 

Myndbandið sem við gerðum má sjá hér.

 

Ég var ekki þegar kynningarnar fóru fram þannig ég er ekki búin að sjá öll verkefnin, en ég er samt búin að horfa á nokkur myndbönd. Eitt af þeim myndböndum sem mér fannst einstaklega vel gert var þeirra Ljósbrár og Eydísar. Þær útskýrðu allt vel og myndbandið var mjög vel unnið. Myndbandið vakti mikinn áhuga hjá mér og greinilega lagður mikill metnaður í vinnuna. Auðvitað voru öll myndböndin flott en þetta stóð sérstaklega uppúr.

 

Þessi vika var rosalega skemmtileg og áhugaverð. Gyða krafðist mikils metnaðs af okkur, sem er skiljanlegt því við erum í 10. bekk, og mér finnst það hafa gengið ágætlega hjá okkur. Við nýttum vel alla tímana sem við höfðum og það gekk allt hratt og vel fyrir sig. Ef við fengum tækifæri til að gera þetta aftur þá myndi ég kannski bæta við aðeins nákvæmari lýsingu á hlutunum sem við notuðum.

Nýtt ár! Avatar, 4-15. janúar 2016

janúar 21st, 2016

Við byrjuðum nýja árið á því að horfa á myndina Avatar. Hér kemur smá fróðleikur um allskonar tengt þeirri mynd, t.d. um lífríkið og plánetuna.

 

Pandóra og umhverfi þess

Myndin á sér stað á tunglinu Pandóru. Nafnið Pandóra á uppruna sinn úr grískri goðafræði, en Pandóra var fyrsta mennska konan búin til af guðum Hephaestus og Athena undir fyrirmælum Zeus.
Tunglið var uppgvötað einhverntímann á tímanum 2050-2077 og var eitthvað það áhugaverðasta sem komið hefur fyrir mannkynið í heild sinni. Pandóra er eitt af fjórtán tunglum gasrisans Polyphemus.
Polyphemus er einn þriggja gasrisa, og fimm plánetna samtals, í sólkerfinu Alpha Centauri. Það má segja að Polyphemus sé minni og bláari útgáfa af Júpíter.
Í sólkerfinu eru þrjár sólir, Alpha Centauri A, B og C (eða ACA, ACB og ACC). ACA er stærsta sólin, u.þ.b. 20% stærri en sólin okkar, en að öðru leiti frekar lík okkar sól. ACB kemur næst, 15% minni en sólin okkar og mun appelsínugulari þar sem hún er 500 kelvin kaldari heldur en ACA. ACC er minnst, en hún er rauður dvergur um 20% stærðar okkar sólar.
Eitt af því sem er merkilegt við Pandóru er jarðefnið unobtanium. Það er rosalega verðmætt fyrir mennina því það getur bjargað jörðinni frá orkukrísu sem hún er í.

Pandóra. Heimild: http://vignette4.wikia.nocookie.net/jamescameronsavatar/images/b/b8/Pandora_From_Space.png/revision/latest?cb=20130915141442

 

Lífríkið

 

Það sem er svona ótrúlega einstakt við Pandóru er lífríki hennar. Lífríkið er svo ótrúlega fjölbreytt og fallegt að það er varla hægt að lýsa því með orðum. Hér eru nokkur dæmi:

Hexapede

Heimild: http://40.media.tumblr.com/73086e3eaa544da13bba2ea498bf1de7/tumblr_nj9pvkVNqL1u1vg07o1_500.jpg

Fungimonium giganteum

Heimild: https://www.pandorapedia.com/sites/default/files/imagecache/508×284/fungimonium_giganteum_1.jpg

Aloeparilus succulentus

Heimild: https://www.pandorapedia.com/sites/default/files/imagecache/508×284/plant3.jpg

Tetrapteron

Heimild: http://vignette3.wikia.nocookie.net/aliens/images/d/df/Tetrapteron.png/revision/latest?cb=20131213170112

 

Eywa

Það sem er svo ótrúlega magnað og heillandi er að allar lífverur plánetunnar eru tengdar. Þær eru tengdar í gegnum Eywu, kraft og gyðju Pandóru. Na’vi búarnir trúa því að Eywa haldi öllu lífríkinu í fullkomnu jafnvægi. Ein tilgáta manna er að Pandóra sé næstum eins og eitt stórt taugakerfi sem tengir lífverurnar saman. Þá ætti Tré sálanna að vera einskonar kjarni kerfisins.


Heimild: https://s-media-cache-ak0.pinimg.com/736x/61/c6/c8/61c6c8cee302fb7d2a3894d260b7b566.jpg

 

Na’vi

Na’vi búar eru það sem er best af öllum lífverum Pandóru hægt að líkja við manneskjur. Þau hafa mjög líka líkamsbyggingu og menn en það er samt auðvitað mjög augljós og mikill munur á þessum tveimur lífverum.
Na’vi búarnir eru um þrír metrar á hæð, bláir að lit og með langan hala. Það sem gerir þá svona merkilega er hvernig þeir virða náttúruna og lifa í sátt og samlyndi við hana. Það má rekja til trú þeirra á Eywu og tengingunni sem heldur öllu í jafnvægi.


Heimild: http://dl9fvu4r30qs1.cloudfront.net/91/a9/5a2c1503496da25094b88e9eda5f/avatar.jpeg

Heimildir texta:

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Unobtanium

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Polyphemus

https://en.wikipedia.org/wiki/Pandora

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Alpha_Centauri_System

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Na’vi

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Eywa

 

Tilraunir með þurrís – 16. desember

janúar 3rd, 2016

Í þessum miðvikudagstíma voru gerðar tilraunir með þurrís. Báðir bekkirnir fengu að nota fullt af þurrís til margra tilrauna. Gyða kom með hugmyndir af fullt af tilraunum og svo mátti maður búa til sínar eigin. Það voru tveir saman í hóp og ég var með Gumma.

 

Þurrís:

Það er mikill munur á þurrís og venjulegum ís, t.d. þar sem þeir bráðna ekki á sama hátt. Venjulegur klaki breytist í vatn á meðan þurrís breytist í gas. Það er vegna þess að þurrísinn er með öðruvísi hamskipti en vatn, hamskiptin sem fara fram á þurrís eru kölluð þurrgufun. Það er þegar efni sem er frosið fer beint í gas í staðinn fyrir að fara fyrst í vökvaform og svo gasform. Þurrís líka úr öðru efni en klaki, þurrís er frosinn koltvísýringur eða (CO2)á meðan að klakinn er frosið vatn eða (H2O).Þurrís er miklu kaldari en venjulegur klaki, u.þ.b. -79°, þannig að ef þú heldur á honum of lengi getur þú fengið kalsár. Þurrís er búinn til úr koltvíssýringsgasi í sérstökum vélum. Það er einnig hægt að finna þurrís úti í náttúrunni en ekki á jörðinni. En hann finnst á öðrum plánetum eins og Mars en þar eru Pólhettur þar sem er að finna þurrís. Ástæðan fyrir þessu er að hitastig og þrýstingurinn er ekki eins og er á Mars og á Jörðunni.

10660939_10205646356010601_1782938333_n

 

Tilraun 1:

Efni og áhöld: Sinnepsflaska tóm, þurrís og heitt vatn

Framkvæmd: Tekið tóma sinnepsflösku, sett í hana heitt vatn og þurrís og séð hvað gerist.

Niðurstöður: Við byrjuðum á því að taka tóma sinnepsflösku og setja í hana heitt vatn og þurrís og sjá hvað gerist. Það kom reykur út um litla gatið sem var á sinnepsflöskunni. Reykurinn sem kemur er ekki þurrísinn í gufuformi því koltvísíringur er ósýnilegur í gufuformi, heldur er þetta gufa frá vatninu sem blandast við þurrísinn.
Við gerðum þetta tvisvar en í annað skiptið lokuðum við öllum opum á flöskunni til að sjá hvað gerist. Flaskan sprakk ekki eins og við vorum satt best að segja að vonast eftir að gerðist, heldur opnaðist sjálfkrafa lokið á flöskunni út af þrýstingnum.

plastbrúsi

 

Tilraun 2:

Efni og áhöld: Keiluglas, heitt vatn, þurrís, sápa, tuska

Framkvæmd: Tekið keiluglasið, sett heitt vatn og þurrís í það. Svo er tekið tuskuna og strokið yfir opið á glasinu. Séð hvað gerist.

Niðurstöður: Við tókum stórt keiluglas og settum að sjálfsögðu heitt vatn og þurrís. En það sem við gerðum svo var að taka tusku sem var full af sápu og strjúka yfir það og reyna að fá sápukúlu. Við náðum því mjög vel.
Þetta gerist af því að þegar tuskan strýkur yfir er ofanálagið á keiluglasinu þakið í sápu og þá virkar þetta eins og þegar þú blæst sápukúlur en í staðinn gerir þurrísinn þetta fyrir þig.

12395158_10205646356970625_808578447_n

 

Tilraun 3:

Efni og áhöld: Fiskabúr, þurrís, sápukúluflaska, kerti og elspýtur

Framkvæmd: Blásið sápukúlur ofan í fiskabúr fullt af þurrís, séð hvað gerist. Sett kerti í fiskabúrið og reynt að kveikja í kertinu með eldspýtu.

Niðurstöður: Við blésum súpukúlur ofan í fiskabúrið en það sem gerðist var að að sápukúlan sem maður blés vafraði yfir þurrísnum. Þetta gerðist af því að þrýstingurinn ýtir á móti þyngdaraflinu og ýtir kúlunni upp og vinnur á móti. Svo var ein svona aukatilraun, að reyna að kveikja á kerti í kerinu. Það er ekki hægt vegna þess að það er nánast ekkert súrefni þarna hjá þurrísnum og það er svaka kalt. Og eldur þarf súrefni til þess að geta lifað áfram.

12366925_10205646356770620_1395269663_n12395417_10205646355730594_849035895_n

 

Tilraun 4:

Áhöld og efni: Þurrís, bakki, blý, plast, gúmmí, ál, kopar, messing, stál og álplata

Framkvæmd: Sett þurrísinn á bakkann, tekið mismunandi efni og prófað hversu mikið hljóð heyrðist þegar efnið snerti þurrísinn.

Niðurstöður: Við prófuðum öll efnin með því að þrýsta þeim að þurrísnum og komumst að þessu:
Það heyrðist ekkert í þessum efnum: Blý, plast og gúmmí. Það heyrðist smá í álinu, frekar hátt í stálinu, mikið ískur í koparnum, mjög hátt í messing og hæst heyrðist í álplötunni.

Þetta eru málmarnir og þurrísinn

 

Tilraun 5:

Áhöld og efni: Heitt og kalt vatn, tvö tilraunaglös, tvær blöðrur, þurrís, standur fyrir tilraunaglösin.

Framkvæmd: Sett heitt vatn í eitt tilraunaglas og jafnmikið af köldu vatni í annað. Svo er sett jafnmikill skammtur af þurrís í báðar blöðrurnar. Síðan eru blöðrurnar festar yfir opið á tilraunaglösunum og hvolft þurrísnum svo ofan í glösin. Séð hvað gerist.

Niðurstöður: Við gerðum það sem átti að gera og þegar við settum þurrísinn ofan í tilraunaglösin á nákvæmlega sama tíma þá hófst ferlið. Þá byrjuðu báðar blöðrurnar að fá loft í sig og stækka. Sú blaðra sem var með heita vatninu stækkaði hratt en hin sem var með kalda vatninu stækkaði ekki eins hratt. Þetta er af því að þurrísin bráðnar hraðar í heitu vatni heldur en köldu og þess vegna stækkaði blaðran með heita vatninu hraðar en sú með kalda. En sú kalda varð stærri á endanum, afhverju? Það er af því að kalda vatnið fer hægar já en það endist lengur og ferlið verður meira og stærra en heita vatnið.

12366921_10205646356890623_519374841_n
Svona var þetta rétt eftir að við hvolfdum þurrísnum í tilraunaglösin. Kalda vatnið er vinstra megin og það heita hægra megin.

12387849_10205646356130604_398239386_n
Svona var þetta í lok tímans.

 

Heimildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

9-13. nóvember, vika 6 – hlekkur 2

nóvember 19th, 2015

Mánudagur

Ég var ekki á mánudaginn en ég veit að þau fengu afhent heimapróf og byrjuðu að vinna að þeim í tímanum.

 

Miðvikudagur

Það var skipt okkur í tveggja manna hópa (ég var með Filip) á miðvikudaginn og við áttum að velja okkur eitthvað af þeim hugtökum sem Gyða var búin að skrifa niður, en þau tengdust öll því sem við erum búin að vera að læra um undanfarnar vikur. Svo áttum við að leita okkur upplýsinga um hugtakið og vera algjörir sérfræðingar í því. Við Filip völdum okkur hugtakið genabanki og fundum fullt af upplýsingum um það. Hér er svolítið af þeim:

Genabanki er einhversskonar  geymsla sem inniheldur t.d. fræ, fósturvísa og allskonar svoleiðis. Það eru fimm tegundir af genabönkum og hver tegund er með mismunandi aðferð við að geyma genin og geyma líka mismunandi gen. Frægasti bankinn er sennilega sá sem er á Svalbarða. Sá banki geymir fræ sem eru einföldust að geyma. Það er í -18°c í lofttæmdu innsigli. Svalbarðabankinn geymir í dag um 860.000 mismunandi tegundir af fræum en það er hægt að geyma 4.5 milljónir tegunda. Hjá hverri tegund er hægt að geyma allt að 500 fræ þannig alls er hægt að geyma 2.5 milljarða fræa í bankanum. Ástæðurnar  fyrir því að Svalbarði er svona hentugur fyrir genabanka eru að staðurinn er mjög einangraður en það er samt ekki mikið vandamál að komast þangað, loftslagið er mjög stapílt og er fullkomið fyrir genabanka, og vegna þess að það er svona kalt þá þarf ekki að nota rafmagn til að frysta fræin þannig það er mjög umhverfisvænt og öruggt.


Heimild: https://www.croptrust.org/what-we-do/svalbard-global-seed-vault/

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn voru kynningar fyrir verkefnin daginn áður. Við sátum öll saman og töluðum um hugtökin okkar. Við máttum ekki lesa af blaði og áttum að spjalla saman um hugtökin og svara og spurja spurninga. Þetta var mjög sniðugt að mínu mati og ég lærði fullt af hlutum útaf þessu.

 

Fréttir

Bólu­setn­ing dreg­ur úr lungna­bólgu og eyrna­bólgu hjá börn­um – mbl.is

Loft­steinn í gegn­um norður­ljós – mbl.is

26-30. október, vika 4 – hlekkur 2

nóvember 5th, 2015

Mánudagur

Við fórum yfir glósupakka á mánudaginn. Gyða talaði um kynbundnar erfðir og blóðflokkaerfðir. Svo skoðuðum við líka einhverjar fréttir. Hér er smá fróðleikur um blóðflokka:

Blóðflokkarnir eru fjórir; A, B, O og AB. Arfgerðirnar eru fleiri; AA, AO, BB, BO, OO og AB. O genið er víkjandi og þess vegna er maður í A blóðflokki þó maður sé með arfgerðina AO. Það sama gildir um B blóðflokkinn. Ef maður hins vegar er með arfgerðina AB þá er maður líka með svipgerðina AB blóðflokkur. Það er af því A og B genin eru jafnríkjandi.


Heimild: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=2374

 

Miðvikudagur

Gyða var ekki á miðvikudaginn en Jóhanna var með okkur og við áttum að gera nokkur verkefni. Við fengum svona litla verkefnabæklinga þar sem við vorum að gera verkefni um það sem við erum búin að vera að læra. Flestir fóru í krónuverkefnið en ég fór í litblinduverkefnið. Þetta gekk ágætlega og var mjög skemmtilegur tími.

 

Fimmtudagur

Við skoðuðum blogg á fimmtudaginn.

 

Fréttir

Nýta má orku í Hverahlíð – visir.is

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.