Eva María

Spurningar varmi

janúar 29th, 2015

Spurningar

 1. Á hvaða þrjá vegu flyst varmi?  Lýstu því hvernig varminn flyst í hverju tilviki um sig.
 2. Berðu saman hreyfiorku og stöðuorku.
 3. Hvað er hiti og hvernig er hann mældur?
 4. Hvað er varmi og í hvaða einingum er hann mældur?
 5. Hvaða tilgangi gegnir eingangrun?
 6. Hvaða tengsl eru milli vinnu, varma og orku?  Útskýringar óskast.

 

Svör

 1. Varmi flyst á þrjá vegu, varmaleiðni, varmaburður og varmageislun. Varmaleiðni er þegar varmi flyst gegnum efni með beinni snertingu milli sameinda. Varmaburður er þegar varmi berst með straumi straumefnis. Varmageislun er þegar orka flyst gegnum tómarúm.
 2. Þegar hlutur fellur til jarðar úr einhverri hæð, hefur hann tiltekna stöðuorku þegar hann byrjar að falla en hún breytist síðan í hreyfiorku í fallinu. Stöðuorka er vinna þess krafts sem þarf til þess að færa hlutinn frá einum stað til annars gegn hinum tiltekna krafti. Hreyfiorka er sú orka sem hlutur býr yfir sökum heyfingar sinnar.
 3. Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameindanna. Hitamælir mælir hita annað hvort í gráðum á Celcíus eða einingum á Kelvin.
 4. Varmi grundvallast af þeim eðlismassa sem er til staðar og kemur við sögu hvort sem efni hitnar eða kólnar. Varmi er mældur í júlum.
 5. Með einangrun má draga úr varmatapi vegna varmaleiðingar.
 6. t.d þegar maður nuddar saman höndunum, vinna og hreyfiorka, þá verður varmaorka.

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.