Eva María

26-30. október, vika 4 – hlekkur 2

nóvember 5th, 2015

Mánudagur

Við fórum yfir glósupakka á mánudaginn. Gyða talaði um kynbundnar erfðir og blóðflokkaerfðir. Svo skoðuðum við líka einhverjar fréttir. Hér er smá fróðleikur um blóðflokka:

Blóðflokkarnir eru fjórir; A, B, O og AB. Arfgerðirnar eru fleiri; AA, AO, BB, BO, OO og AB. O genið er víkjandi og þess vegna er maður í A blóðflokki þó maður sé með arfgerðina AO. Það sama gildir um B blóðflokkinn. Ef maður hins vegar er með arfgerðina AB þá er maður líka með svipgerðina AB blóðflokkur. Það er af því A og B genin eru jafnríkjandi.


Heimild: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=2374

 

Miðvikudagur

Gyða var ekki á miðvikudaginn en Jóhanna var með okkur og við áttum að gera nokkur verkefni. Við fengum svona litla verkefnabæklinga þar sem við vorum að gera verkefni um það sem við erum búin að vera að læra. Flestir fóru í krónuverkefnið en ég fór í litblinduverkefnið. Þetta gekk ágætlega og var mjög skemmtilegur tími.

 

Fimmtudagur

Við skoðuðum blogg á fimmtudaginn.

 

Fréttir

Nýta má orku í Hverahlíð – visir.is

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.