Eva María

9-13. nóvember, vika 6 – hlekkur 2

nóvember 19th, 2015

Mánudagur

Ég var ekki á mánudaginn en ég veit að þau fengu afhent heimapróf og byrjuðu að vinna að þeim í tímanum.

 

Miðvikudagur

Það var skipt okkur í tveggja manna hópa (ég var með Filip) á miðvikudaginn og við áttum að velja okkur eitthvað af þeim hugtökum sem Gyða var búin að skrifa niður, en þau tengdust öll því sem við erum búin að vera að læra um undanfarnar vikur. Svo áttum við að leita okkur upplýsinga um hugtakið og vera algjörir sérfræðingar í því. Við Filip völdum okkur hugtakið genabanki og fundum fullt af upplýsingum um það. Hér er svolítið af þeim:

Genabanki er einhversskonar  geymsla sem inniheldur t.d. fræ, fósturvísa og allskonar svoleiðis. Það eru fimm tegundir af genabönkum og hver tegund er með mismunandi aðferð við að geyma genin og geyma líka mismunandi gen. Frægasti bankinn er sennilega sá sem er á Svalbarða. Sá banki geymir fræ sem eru einföldust að geyma. Það er í -18°c í lofttæmdu innsigli. Svalbarðabankinn geymir í dag um 860.000 mismunandi tegundir af fræum en það er hægt að geyma 4.5 milljónir tegunda. Hjá hverri tegund er hægt að geyma allt að 500 fræ þannig alls er hægt að geyma 2.5 milljarða fræa í bankanum. Ástæðurnar  fyrir því að Svalbarði er svona hentugur fyrir genabanka eru að staðurinn er mjög einangraður en það er samt ekki mikið vandamál að komast þangað, loftslagið er mjög stapílt og er fullkomið fyrir genabanka, og vegna þess að það er svona kalt þá þarf ekki að nota rafmagn til að frysta fræin þannig það er mjög umhverfisvænt og öruggt.


Heimild: https://www.croptrust.org/what-we-do/svalbard-global-seed-vault/

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn voru kynningar fyrir verkefnin daginn áður. Við sátum öll saman og töluðum um hugtökin okkar. Við máttum ekki lesa af blaði og áttum að spjalla saman um hugtökin og svara og spurja spurninga. Þetta var mjög sniðugt að mínu mati og ég lærði fullt af hlutum útaf þessu.

 

Fréttir

Bólu­setn­ing dreg­ur úr lungna­bólgu og eyrna­bólgu hjá börn­um – mbl.is

Loft­steinn í gegn­um norður­ljós – mbl.is

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.