Eva María

Tilraunir með þurrís – 16. desember

janúar 3rd, 2016

Í þessum miðvikudagstíma voru gerðar tilraunir með þurrís. Báðir bekkirnir fengu að nota fullt af þurrís til margra tilrauna. Gyða kom með hugmyndir af fullt af tilraunum og svo mátti maður búa til sínar eigin. Það voru tveir saman í hóp og ég var með Gumma.

 

Þurrís:

Það er mikill munur á þurrís og venjulegum ís, t.d. þar sem þeir bráðna ekki á sama hátt. Venjulegur klaki breytist í vatn á meðan þurrís breytist í gas. Það er vegna þess að þurrísinn er með öðruvísi hamskipti en vatn, hamskiptin sem fara fram á þurrís eru kölluð þurrgufun. Það er þegar efni sem er frosið fer beint í gas í staðinn fyrir að fara fyrst í vökvaform og svo gasform. Þurrís líka úr öðru efni en klaki, þurrís er frosinn koltvísýringur eða (CO2)á meðan að klakinn er frosið vatn eða (H2O).Þurrís er miklu kaldari en venjulegur klaki, u.þ.b. -79°, þannig að ef þú heldur á honum of lengi getur þú fengið kalsár. Þurrís er búinn til úr koltvíssýringsgasi í sérstökum vélum. Það er einnig hægt að finna þurrís úti í náttúrunni en ekki á jörðinni. En hann finnst á öðrum plánetum eins og Mars en þar eru Pólhettur þar sem er að finna þurrís. Ástæðan fyrir þessu er að hitastig og þrýstingurinn er ekki eins og er á Mars og á Jörðunni.

10660939_10205646356010601_1782938333_n

 

Tilraun 1:

Efni og áhöld: Sinnepsflaska tóm, þurrís og heitt vatn

Framkvæmd: Tekið tóma sinnepsflösku, sett í hana heitt vatn og þurrís og séð hvað gerist.

Niðurstöður: Við byrjuðum á því að taka tóma sinnepsflösku og setja í hana heitt vatn og þurrís og sjá hvað gerist. Það kom reykur út um litla gatið sem var á sinnepsflöskunni. Reykurinn sem kemur er ekki þurrísinn í gufuformi því koltvísíringur er ósýnilegur í gufuformi, heldur er þetta gufa frá vatninu sem blandast við þurrísinn.
Við gerðum þetta tvisvar en í annað skiptið lokuðum við öllum opum á flöskunni til að sjá hvað gerist. Flaskan sprakk ekki eins og við vorum satt best að segja að vonast eftir að gerðist, heldur opnaðist sjálfkrafa lokið á flöskunni út af þrýstingnum.

plastbrúsi

 

Tilraun 2:

Efni og áhöld: Keiluglas, heitt vatn, þurrís, sápa, tuska

Framkvæmd: Tekið keiluglasið, sett heitt vatn og þurrís í það. Svo er tekið tuskuna og strokið yfir opið á glasinu. Séð hvað gerist.

Niðurstöður: Við tókum stórt keiluglas og settum að sjálfsögðu heitt vatn og þurrís. En það sem við gerðum svo var að taka tusku sem var full af sápu og strjúka yfir það og reyna að fá sápukúlu. Við náðum því mjög vel.
Þetta gerist af því að þegar tuskan strýkur yfir er ofanálagið á keiluglasinu þakið í sápu og þá virkar þetta eins og þegar þú blæst sápukúlur en í staðinn gerir þurrísinn þetta fyrir þig.

12395158_10205646356970625_808578447_n

 

Tilraun 3:

Efni og áhöld: Fiskabúr, þurrís, sápukúluflaska, kerti og elspýtur

Framkvæmd: Blásið sápukúlur ofan í fiskabúr fullt af þurrís, séð hvað gerist. Sett kerti í fiskabúrið og reynt að kveikja í kertinu með eldspýtu.

Niðurstöður: Við blésum súpukúlur ofan í fiskabúrið en það sem gerðist var að að sápukúlan sem maður blés vafraði yfir þurrísnum. Þetta gerðist af því að þrýstingurinn ýtir á móti þyngdaraflinu og ýtir kúlunni upp og vinnur á móti. Svo var ein svona aukatilraun, að reyna að kveikja á kerti í kerinu. Það er ekki hægt vegna þess að það er nánast ekkert súrefni þarna hjá þurrísnum og það er svaka kalt. Og eldur þarf súrefni til þess að geta lifað áfram.

12366925_10205646356770620_1395269663_n12395417_10205646355730594_849035895_n

 

Tilraun 4:

Áhöld og efni: Þurrís, bakki, blý, plast, gúmmí, ál, kopar, messing, stál og álplata

Framkvæmd: Sett þurrísinn á bakkann, tekið mismunandi efni og prófað hversu mikið hljóð heyrðist þegar efnið snerti þurrísinn.

Niðurstöður: Við prófuðum öll efnin með því að þrýsta þeim að þurrísnum og komumst að þessu:
Það heyrðist ekkert í þessum efnum: Blý, plast og gúmmí. Það heyrðist smá í álinu, frekar hátt í stálinu, mikið ískur í koparnum, mjög hátt í messing og hæst heyrðist í álplötunni.

Þetta eru málmarnir og þurrísinn

 

Tilraun 5:

Áhöld og efni: Heitt og kalt vatn, tvö tilraunaglös, tvær blöðrur, þurrís, standur fyrir tilraunaglösin.

Framkvæmd: Sett heitt vatn í eitt tilraunaglas og jafnmikið af köldu vatni í annað. Svo er sett jafnmikill skammtur af þurrís í báðar blöðrurnar. Síðan eru blöðrurnar festar yfir opið á tilraunaglösunum og hvolft þurrísnum svo ofan í glösin. Séð hvað gerist.

Niðurstöður: Við gerðum það sem átti að gera og þegar við settum þurrísinn ofan í tilraunaglösin á nákvæmlega sama tíma þá hófst ferlið. Þá byrjuðu báðar blöðrurnar að fá loft í sig og stækka. Sú blaðra sem var með heita vatninu stækkaði hratt en hin sem var með kalda vatninu stækkaði ekki eins hratt. Þetta er af því að þurrísin bráðnar hraðar í heitu vatni heldur en köldu og þess vegna stækkaði blaðran með heita vatninu hraðar en sú með kalda. En sú kalda varð stærri á endanum, afhverju? Það er af því að kalda vatnið fer hægar já en það endist lengur og ferlið verður meira og stærra en heita vatnið.

12366921_10205646356890623_519374841_n
Svona var þetta rétt eftir að við hvolfdum þurrísnum í tilraunaglösin. Kalda vatnið er vinstra megin og það heita hægra megin.

12387849_10205646356130604_398239386_n
Svona var þetta í lok tímans.

 

Heimildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.