Eva María

Nýtt ár! Avatar, 4-15. janúar 2016

janúar 21st, 2016

Við byrjuðum nýja árið á því að horfa á myndina Avatar. Hér kemur smá fróðleikur um allskonar tengt þeirri mynd, t.d. um lífríkið og plánetuna.

 

Pandóra og umhverfi þess

Myndin á sér stað á tunglinu Pandóru. Nafnið Pandóra á uppruna sinn úr grískri goðafræði, en Pandóra var fyrsta mennska konan búin til af guðum Hephaestus og Athena undir fyrirmælum Zeus.
Tunglið var uppgvötað einhverntímann á tímanum 2050-2077 og var eitthvað það áhugaverðasta sem komið hefur fyrir mannkynið í heild sinni. Pandóra er eitt af fjórtán tunglum gasrisans Polyphemus.
Polyphemus er einn þriggja gasrisa, og fimm plánetna samtals, í sólkerfinu Alpha Centauri. Það má segja að Polyphemus sé minni og bláari útgáfa af Júpíter.
Í sólkerfinu eru þrjár sólir, Alpha Centauri A, B og C (eða ACA, ACB og ACC). ACA er stærsta sólin, u.þ.b. 20% stærri en sólin okkar, en að öðru leiti frekar lík okkar sól. ACB kemur næst, 15% minni en sólin okkar og mun appelsínugulari þar sem hún er 500 kelvin kaldari heldur en ACA. ACC er minnst, en hún er rauður dvergur um 20% stærðar okkar sólar.
Eitt af því sem er merkilegt við Pandóru er jarðefnið unobtanium. Það er rosalega verðmætt fyrir mennina því það getur bjargað jörðinni frá orkukrísu sem hún er í.

Pandóra. Heimild: http://vignette4.wikia.nocookie.net/jamescameronsavatar/images/b/b8/Pandora_From_Space.png/revision/latest?cb=20130915141442

 

Lífríkið

 

Það sem er svona ótrúlega einstakt við Pandóru er lífríki hennar. Lífríkið er svo ótrúlega fjölbreytt og fallegt að það er varla hægt að lýsa því með orðum. Hér eru nokkur dæmi:

Hexapede

Heimild: http://40.media.tumblr.com/73086e3eaa544da13bba2ea498bf1de7/tumblr_nj9pvkVNqL1u1vg07o1_500.jpg

Fungimonium giganteum

Heimild: https://www.pandorapedia.com/sites/default/files/imagecache/508×284/fungimonium_giganteum_1.jpg

Aloeparilus succulentus

Heimild: https://www.pandorapedia.com/sites/default/files/imagecache/508×284/plant3.jpg

Tetrapteron

Heimild: http://vignette3.wikia.nocookie.net/aliens/images/d/df/Tetrapteron.png/revision/latest?cb=20131213170112

 

Eywa

Það sem er svo ótrúlega magnað og heillandi er að allar lífverur plánetunnar eru tengdar. Þær eru tengdar í gegnum Eywu, kraft og gyðju Pandóru. Na’vi búarnir trúa því að Eywa haldi öllu lífríkinu í fullkomnu jafnvægi. Ein tilgáta manna er að Pandóra sé næstum eins og eitt stórt taugakerfi sem tengir lífverurnar saman. Þá ætti Tré sálanna að vera einskonar kjarni kerfisins.


Heimild: https://s-media-cache-ak0.pinimg.com/736x/61/c6/c8/61c6c8cee302fb7d2a3894d260b7b566.jpg

 

Na’vi

Na’vi búar eru það sem er best af öllum lífverum Pandóru hægt að líkja við manneskjur. Þau hafa mjög líka líkamsbyggingu og menn en það er samt auðvitað mjög augljós og mikill munur á þessum tveimur lífverum.
Na’vi búarnir eru um þrír metrar á hæð, bláir að lit og með langan hala. Það sem gerir þá svona merkilega er hvernig þeir virða náttúruna og lifa í sátt og samlyndi við hana. Það má rekja til trú þeirra á Eywu og tengingunni sem heldur öllu í jafnvægi.


Heimild: http://dl9fvu4r30qs1.cloudfront.net/91/a9/5a2c1503496da25094b88e9eda5f/avatar.jpeg

Heimildir texta:

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Unobtanium

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Polyphemus

https://en.wikipedia.org/wiki/Pandora

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Alpha_Centauri_System

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Na’vi

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Eywa

 

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.