Eva María

Vísindavaka – 18.-22. janúar

janúar 28th, 2016

Öll síðasta vika fór í vísindavöku. Ég var með Heklu og Þórnýju í hóp. Það tók okkur ekki langan tíma að finna hina fullkomnu tilraun og við fundum hana hér. Tilraunin hét Borðtennis í jógúrti og rannsóknarspurningin var þessi: Með mismunandi aðferðum, hversu hátt getur borðtenniskúla skoppað án þess að henni sé kastað. Hér er samantekt á tilrauninni okkar:

 

Efni og áhöld

  • Skyrdolla
  • Jógúrtdolla
  • Skyrdrykksdolla
  • Vatn
  • 3x borðtenniskúlur

 

Framkvæmd

Fyrst er sett vatn í allar dollurnar þannig þær eru hálffullar. Síðan er tekið dollurnar og snúið þeim í hringi þannig það myndist hálfgerð hringiða. Svo er sett borðtenniskúluna í dolluna. Henni er snúið í hringi til þess að borðtenniskúlan myndi frekar haldast í miðjunni. Það er haldið dollunni kyrri með hendina beint út og dollunni sleppt. Prófað allar dollurnar með sömu aðferð og séð hvað gerist.

 

Niðurstöður

Við gerðum þetta með allar dollurnar og það sem við komumst að er að kúlan skoppaði hæst í skyrdrykksdollunni, u.þ.b. 3,4 metra.

Þetta gerist af því að:

Þegar þú sleppir dollunni þá fellur kúlan, vatnið og dollan öll saman á sama hraðanum, sem eykst eftir því sem þau falla (hröðun) út af þyngdaraflinu. Dollan snertir jörðina fyrst, svo skellur vatnið í botninn á dollunni. Þegar vatnssameindirnar hrannast upp þá rekast þær á hvort aðra og búa til þjappaða öldu sem ferðast upp mjög hratt. Hafðu í huga að um leið og þetta gerist er borðtenniskúlan en að falla niður af því hún byrjaði aðeins ofar að falla heldur en dollan og vatnið. Vatnið hefur mun, mun meiri massa heldur en borðtenniskúlan þannig að þegar aldan sem er að ferðast upp rekst á kúluna sem er á leiðinni niður flyst ótrúlega mikil orka og skriðþungi yfir í kúluna. Þar sem borðtenniskúlan hefur mun minni massa þá gefur þessi flutningur á skriðþunga kúlunni mjög mikinn hraða upp (vegna varðveislu skriðþunga) – mun meiri hraða heldur en kúlan eða vatnið hafði þegar þau féllu til jarðar – sem gerir það að verkum að kúlan skýst mun hærra upp í loftið heldur en hæðin sem þú lést hana falla úr.

Svarið við rannsóknarspurningunni (með mismunandi aðferðum, hversu hátt getur borðtenniskúla skoppað án þess að henni sé kastað) er mjög hátt! Nánar tiltekið allt að 3,4 metrar. Þegar maður notar ekkert nema hendina sína til að missa kúluna skoppar hún ekki nema í mesta lagi hálfan metra. Ef maður notar skyrdollu sem er frekar breið og stutt skoppar hún allt að 2 metra. Ef maður notar jógúrtdollu sem er ekki alveg jafn breið og aðeins lengri skoppar hún allt að 2,5 metra. Ef maður notar svo skyrdrykksdollu sem er ennþá mjórri og lengri þá skoppar hún allt að 3,4 metra. Ástæðan fyrir því að hún skoppar mest í mjóu og löngu dollunni er í fyrsta lagi að þá er lengra bil á milli tímans sem vatnið skellur í jörðina og þegar kúlan skellur niður, og í öðru lagi af því þá er auðveldara fyrir vatnið að búa til ölduna sem talað var um áðan því það er ekki jafn dreyft og í t.d. skyrdollunni.

 

Myndbandið sem við gerðum má sjá hér.

 

Ég var ekki þegar kynningarnar fóru fram þannig ég er ekki búin að sjá öll verkefnin, en ég er samt búin að horfa á nokkur myndbönd. Eitt af þeim myndböndum sem mér fannst einstaklega vel gert var þeirra Ljósbrár og Eydísar. Þær útskýrðu allt vel og myndbandið var mjög vel unnið. Myndbandið vakti mikinn áhuga hjá mér og greinilega lagður mikill metnaður í vinnuna. Auðvitað voru öll myndböndin flott en þetta stóð sérstaklega uppúr.

 

Þessi vika var rosalega skemmtileg og áhugaverð. Gyða krafðist mikils metnaðs af okkur, sem er skiljanlegt því við erum í 10. bekk, og mér finnst það hafa gengið ágætlega hjá okkur. Við nýttum vel alla tímana sem við höfðum og það gekk allt hratt og vel fyrir sig. Ef við fengum tækifæri til að gera þetta aftur þá myndi ég kannski bæta við aðeins nákvæmari lýsingu á hlutunum sem við notuðum.

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.