Eva María

25-29. janúar, vika 1 – hlekkur 5

febrúar 4th, 2016

Ég var hvorki í skólanum á mánudaginn né miðvikudaginn en ég veit að á mánudaginn voru krakkarnir að kynna vísindavökuverkefnin sín, á miðvikudaginn byrjaði svo nýr hlekkur um orku þar sem þau fengu glósupakka og fóru yfir hann. Á fimmtudaginn var Gyða ekki en við vorum niðri í tölvuveri þar sem við áttum að blogga um vísindavökuna. Reyndar var ég búin að blogga þannig ég gerði ekki mikið annað en að lagfæra það aðeins. Þar sem ég gerði svona lítið í þessari viku þá kem ég bara með smá fróðleik úr glósupakkanum sem krakkarnir fengu á miðvikudaginn.

Mismunandi form orku

Hreyfiorka

  • Orka sem hlutur býr yfir sökum hreyfingar sinnar
  • Sú vinna sem þarft til að koma kyrrstæðum hlut af ákveðnum massa á hreyfingu

Stöðuorka

  • Háð því hvar hlutur er staðsettur
  • Orka sem stafar af kröftum sem verka á milli eininga þess og afstöðu þeirra
  • Þegar stöðuorka kerfis minnkar breytist hún í aðra tegund orku

Varmaorka

  • Hreyfiorka sem stafar af hreyfingu einda kallast varmaorka
  • Orka sem flyst milli staða þar sem hitamunar gætir
  • Því meiri hreyfing – því meiri varmi

 

Efnaorka, rafsegulorka og kjarnorka eru önnur form orku

 

Fréttir

Kjarna­samruna­tilraun gekk að ósk­um – mbl.is

Stefn­ir á Mars inn­an tíu ára – mbl.is

 

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.