Eva María

1-5. febrúar, vika 2 – hlekkur 5

febrúar 14th, 2016

Mánudagur

Við fengum nýjan glósupakka um rafmagn á mánudaginn. Við fórum yfir hann í nearpod og Gyða var með nokkrar spurningar í kynningunni fyrir okkur að svara.

 

Miðvikudagur

Það var stöðvavinna á mánudaginn. Hérna eru stöðvarnar sem voru í boði:

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Ég fór á stöðvar 2/7(það var eiginlega sama stöðin), 1, 9 og 15

 

2/7. Tölva – Phet forrit – Lögmál Ohms

Leikurinn virkar þannig að maður getur valið hversu há spennan (V) er og hversu mikið viðnám (R). Þá gat maður séð hversu mikill rafstraumur (I) var.
Lögmál Ohms er þannig að V/R=I, eða að þegar spennu er deilt með viðvámi fær maður út rafstraum.
V = spenna-volt V
I = straumur-amper A
R = viðnám-ohm Ω

 

1. Eðlisfræði 1 – sjálfspróf

1. Hvaða eindir eru í frumeind og hvers konar rafhleðslu hafa þessar eindir?
Svar: Róteindir(jákvætt hlaðnar), rafeindir(neikvætt hlaðnar) og nifteindir(ekkert hlaðnar).

2. Hvers konar rafhleðslu fær sá hlutur sem:
a) Hefur of margar rafeindir? Svar: Neikvæða hleðslu.
b) Vantar rafeindir? Svar: Jákvæða hleðslu.

3. Hvers vegna er frumeind í heild óhlaðin?
Svar: Vegna þess að róteindirnar(+) og rafeindirnar(-) eru jafn margar og jafna því hvor aðra út.

4. Hvað gerist ef tveir hlutir koa nærri hvor öðrum og þeir hafa:
a) Sams konar rafhleðslu? Svar: Hrinda hvor öðrum frá.
b) Mismunandi rafhleðslu? Svar: Dragast að hvor öðrum.

5. Nefndu dæmi um stað sem er öruggur ef þrumuveður gengur yfir.
Svar: Inn í bíl þar sem málmyfirbyggingin virkar eins og verndandi umgjörð

6. Hvers vegna ættir þú að forðast að vera úti á vatni í þrumuveðri?
Svar: Því að eldingin fer alltaf styðstu leið til jarðar og vatn er rosalega góður leiðari.

7. Hvernig virkar eldingavari?
Svar: Hann er úr málmi sem leiðir vel rafmagn og er efsti hluti byggingar og hæsti punkturinn. Frá varanum liggur gildur koparþráður utan á byggingunni og hann tengist koparplötu sem er grafin í jörð. Ef eldingu slær niður leiðir koparþráðurinn rafeindirnar beint niður í jörðina.

8. Þú nuddar uppblásinni blöðru við hárið á þér. Bæði blaðran og hárið verða rafhlaðin. Útskýrðu hvað gerist.
Svar: Hluti rafeindanna í hárinu færist yfir í blöðruna. Blaðran verður neikvætt hlaðin og hárið verður jákvætt hlaðið.

9. Útskýrðu það sem gerist þegar þrumur og eldingar verða.
Svar: Því oft er neðri hluti þrumuskýs neikvætt hlaðinn og efri jákvætt. Eldingar verða þegar mismunandi hleðslur leitast við að jafna hvor aðra út. Eldingar verða oftast til innan skýs en stundum er yfirborða jarðar jákvætt hlaðið og þá slær eldingunni niður í jörð.

 

9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235

Textinn útskýrði vel hvað eldingavari er g hvernig hann virkar.

 

15. Hugtök – Frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks

Bætti fullt við hugtakakortið.

 

Fimmtudagur

Tíminn á fimmtudaginn féll niður vegna óveðurs og við fórum öll heim í hádeginu.


Heimild: http://www.noaanews.noaa.gov/stories2013/images/lightning_safety_300.jpg

 

Fréttir

Upp­götv­un­in „magnað af­rek“ – mbl.is

Loft­meng­un dreg­ur millj­ón­ir til dauða – mbl.is

Þarf Ísland nýtt landnámsártal? – visir.is

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.