Eva María

Heimaverkefni 18. febrúar – Rafmagnstafla

febrúar 17th, 2016

Rafmagnstaflan okkar er kannski aðeins flóknari en þessi venjulega heimilisrafmagnstafla. Áður en ég útskýri nánar þá kemur hér mynd af henni allri (smellið á myndina til að fá hana í betri gæðum):

rafmagnstafla

Ókey, semsagt. Það sem er í bláa hringnum er sjálf rafmagnstaflan. Þetta í rauða hringnum er svo vararafstöðin og inni í svarta hringnum er skiptirinn. Skiptirinn er semsagt það sem skiptir yfir á vararafstöðina ef rafmagnið fer af.

 

Rafmagnstaflan

12699275_10205996156195387_1725843574_o

Þetta er svokölluð aðaltafla þar sem hún er það sem rafmagnið fer í gegnum áður en það dreyfist á allar byggingarnar. Á myndinni fyrir neðan sést hvað allir þessir takkar þýða og hvaða byggingar það eru sem rafmagnið dreyfist í:

12737118_10205996156115385_786416332_o

Vonandi skilst þessi mynd nógu vel… Allavega. Eins og sést á þessari mynd eru engnir takkar fyrir öll hin húsin og það er vegna þess að þessi rafmagnstafla tengist bara yfir í aðrar rafmagnstöflur sem eru í hinum húsunum. T.d. er önnur rafmagnstafla í íbúðarhúsinu okkar, ég vildi bara ekki fjalla um hana því hún er ekki jafn nett og þessi.
Þarna inn tengist rafmagnið frá Rarik sem deilist svo á hinar fimm stöðvarnar ásamt því að þarna er lekaliði og öryggi fyrir húsið sem taflan er í. Síðan eru líka lekaliðar og öryggi á öllum hinum stöðvunum.

 

Vararafstöðin

12752221_10205996178715950_39429188_o

Að mínu mati er þetta flottasti hlutur sem hægt er að finna heima hjá mér. Þetta tryllitæki er það sem bjargar okkur þegar það er rafmagnslaust. Vararafstöðin fer í gang við óstöðugleika rafmagns og/eða rafmagnsleysi og þegar hún er búin að keyra sig upp í 400 volt þá skiptir skiptirinn úr föstu rafmagni yfir í varaafl. Þetta tekur allt u.þ.b. 15 sekúndur. Þegar Rarik er komið í lag þá skiptir skiptirinn aftur yfir í venjulegt rafmagn.

 

Skiptirinn

12751901_10205996155555371_2010007547_o

Þetta tæki er það sem skiptir úr rafmagni frá Rarik yfir í varaafl. Það virkar þannig að hann er tengdur við Rarik línuna og þegar spennan fellur/fer þá skynjar hann það og skiptir yfir í vararafstöðina.

 

Lekaliði

Lekaliðinn á rafmagnstöflum er gerður til þess að fyrirbyggja slys af völdum rafmagns. Hann slær út við minnstu útleiðslu(u.þ.b. 0,03 amper). Dæmi um það er ef að rafmagnssnúra skaddast og maður snertir hana þá fær maður bara pínulítinn straum (0.03 A) því það slær strax út, þ.e.a.s. ef að snúran er jarðtengd.

 

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.