Eva María

8-12. febrúar, vika 3 – hlekkur 5

febrúar 21st, 2016

Mánudagur

Ég var ekki í skólanum á mánudaginn en ég veit að krakkarnir fengu nýjan glósupakka og skoðuðu svo fréttir og blogg.

 

Miðvikudagur

Það var stöðvavinnudagur á miðvikudaginn og þetta voru stöðvarnar sem hægt var að velja um:

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Ég var að vinna með Eydísi en við náðum bara að fara á tvær stöðvar í þessum tíma, nr. 4 og 6. Hér er það sem við lærðum á þeim stöðvum:

4. Verkefni – straumrásir

Við gerðum verkefni um straumrásir, við þurftum reyndar að fá aðstoð hjá Gyðu í mörgum spurningum. Fyrst fengum við mynd og áttum fyrst að finna 4 atriði sem eru röng. Eitt var t.d að harðviðarleiðari sem átti að leiða rafmagnið í gegn.

Við áttum líka að segja hvaða perur myndu lýsa og okkur gekk nokkuð vel með það.

6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1

Við lásum texta um skammhlaup, framhjátengingu, öryggi og straum

Skammhlaup: þegar rafstraumur í leiðslu fer ekki réttu leiðina
Að tengja framhjá: þegar einhver leiðir strauminn fram hjá peru
Skammhlaup getur leitt til eldsvoða
Sjálfsvör slær út, eða rífur strauminn ef hann verður of sterkur til að minnka líkur á eldsvoða

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fórum við í skíðaferð eftir hádegi þannig fyrir hádegi sameinuðu Gyða og Margrét tímana sína svo við vorum öll saman. Okkur var skipt í hópa og með mér í hóp voru Þórný, Sigga Lára, Mathias Bragi, Kristinn og Hannes. Við fengum einhversskonar lesskilnings/siðferðisumræðu verkefni þar sem við áttum að gefa nokkrum setningum í sögu stig frá -10 upp í +10, eftir því hversu siðferðislega rétt setningin var. Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert verkefni.

 

Fréttir og fleira

Janú­ar sá hlýj­asti í sög­unni – mbl.is

Útskýring á rafmagni (svolítið langt myndband) – youtube.com

Satt og logið um lofts­lags­mál – mbl.is

Geysir gaus í gær af sjálfsdáðum – visir.is

Gréta Salóme fer í Eurovision – visir.is

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.